Ég málaði annan vegg í dag. Hann var uppáhaldsveggurinn minn (á eftir skýjaveggnum) því hann var heiðgulur og bjartur en þegar það var komið hvítt við hliðina á honum varð hann frekar subbulegur þannig að í dag fékk hann yfirhalningu ... held að hann sé samt ennþá uppáhaldsveggurinn minn því helmingur glugganna í íbúðinni eru á honum og helmingur útganganna líka:)
Á morgun ætla ég að mála gluggana sjálfa, ekki glerið heldur í kringum það, þannig að núna ætla ég að fara að þvo þá og taka eitthvað til ... merkilega erfitt að taka almennilega til þegar hlutirnir eiga ekki "sinn stað" eins og sagt er ...
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli