Ég á nýjar hillur:) fór með pabba í IKEA í dag og við keyptum hillur í svefnherbergið mitt:) loksins munu allar bækurnar mínar fá "sinn stað":) samkvæmt samlagningunni hans pabba (sem ég dreg ekki í efa um einn einasta sentimetra) á ég núna 13 metra fyrir bækurnar:) svo eignaðist ég borvél um daginn, rosalega flotta, alvöru, pró borvél þannig að ég get fest hillurnar við vegginn ... Ég var að klára eina hilluna rétt í þessu og í fyrsta skipti sem ég set eitthvað IKEA dót saman þarf ég ekki þriðju hendina en samt eru þessar hillur það stærsta sem ég hef keypt hjá þeim ... og ógeðslega þungar ... og flottar:) ég þrufti ekki þriðju hendina en í þetta skiptið gerðu þeir ráð fyrir að ég væri að setja hilluna saman í mun stærra plássi en ég hafði til umráða ... endaði á því að rúmið fór uppá endan og ég neyddist til að opna skápinn til að hafa pláss til að renna bakspjaldinu niður:) ... ég og "rými" erum alls ekki eitt, held að engin sé jafnkrónískt bjartsýn og ég þegar kemur að því að halda að eitt passi í annað ... ef það stendur 10 kg á pokanum er ekki fræðilegt að innihaldið komist fyrir í 7 lítra fötu en ég gefst aldrei upp á að reyna:)
Ég á alltof mikið af bókum og ég geri mér fulla grein fyrir því, magn vs. pláss dæmið? ... en mikið ofsalega er á sátt við allar bækurnar mínar:) annars hef ég mikið verið að lesa á íslensku undanfarið, til að bæta orðaforðan og "læra" íslensku almennilega, góður maður benti mér pent á að það væri hugsanlega mögulega góð hugmynd:) ... ég ætla samt að spara íslenskukunnáttuna í þessu bloggi eins og hingað til;) Ég á ekki sérstaklega mikið af íslenskum bókum þannig að ég hef verið að taka þær (ekki leigja, taka, þó ég sé af vídeó-kynslóðinni:)) á bókasafninu, sniðugt að vinna á bókasafni, var að fatta það:) miklu sniðugra en að vinna í bóka-búð, þar þarf alltaf að kaupa bækurnar:) ég kláraði Híbýli vindanna og Lífsins tré í morgun eftir Böðvar Guðmundsson ... góð saga en ég verð að viðurkenna að mér fannst sögumaðurinn leiðinlegur og textinn tilgerðalegur en eins og ég segi var sagan var mjög skemmtileg:) ég er búin að lesa allar bækurnar sem eru til á Hlöðunni eftir Arnald Indriðason, Mýrin, Röddin, Dauðarósir, Synir duftsins, Napoleons skjölin og Bettý og mikið rosalega er hann skemmtilegur:) skil ekki afhverju ég hef ekki lesið hann fyrr:) ég las líka Reisubók Guðríðar Símonardóttur eftir Steinunni Jóhannesdóttur um daginn og Gæludýrin eftir Braga Ólafsson og eitthvað meira? man það ekki núna enda er klukkan orðin margt og ég ætti að vera sofnuð:)
... ég þori að veðja að einn eða fleiri köttur verði sofandi í nýju bókahillunni þegar ég vakna í fyrramálið því ég er ekki búin að setja neinar bækur í hana ennþá, kettir er ... kettir?:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli