Ég er netlaus heima, búin að vera það síðan síðasta sunnudag ... ok, ekki nema tveir dagar en ég finn fyrir því:) ... ef ég verð netlaus í viku í viðbót verð ég búin að venja mig af því að geta notað netið hvenær sem ég vil en núna sakna ég þess mikið:( það sem gerir þetta verra er að ég gleymi alltaf að hringja í rhi til að athuga hvað er í gangi, afhverju ég er allt í einu orðin netlaus þegar það er allt annað í lagi (tölvan, ráter etc.) ætlaði að gera það í morgun en gat ekki flett númerinu upp á netinu og gat ekki sent póst og er svo mikill auli að ég var búin að gleyma að 118 er til!! Ætlaði að finna númerið í vinnunni en gleymdi því ... aftur ... þannig að ég geri þetta á morgun ... ég man ekkert eftir því að það er ekkert net heima þegar ég er í vinnunni því þar er ég sítengd:)
aníhú, lífið gengur annars sinn vanagang fyrir utan hvað ég er orðin viðbjóðslega leið á einu verkefnanna í vinnunni ... ég er ekki ein um það samt:) ég er með tónlist í eyrunum og geri bara eitt í einu þannig að skyndilega er það búið en þessi vinnuaðferð minnir mig alltaf á brandarann um fílinn, hvernig borðarðu fíl?
... einn bita í einu:)
en vá hvað ég er búin að fá leið á þessum fíl!!
Lifið heil OG góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli