Kollsterin var að klukka mig AFTUR! hún klukkaði mig að vísu ekki í fyrsta skiptið þannig að þetta er alveg í lagi :) ... eins og ég átti nú erfitt með fyrstu fimm atriðin, núna þarf ég að finna fimm fleiri en ég það er auðvitað ekkert að því að ver'ann þó það sé erfitt og svo má ég sjálf klukka aðra:) ok, fimm nýjar tilgangslausar staðreyndirnar um sjálfa mig:
1. Ég fíla ekki Lars von Trier og þó að ég sé Íslendingur myndi ég aldrei hlusta á Björk sjálfviljug og nei, mér datt ekki í hug að sjá Dancer In The Dark
2. Það er erfitt að finna grunnhyggnari kvikmyndaáhorfanda en mig. Einu sinni skammaðist ég mín fyrir kvikmyndasmekkinn en í dag gæti mér ekki verið meira sama og neita opinberlega að horfa á myndir "sem eru æðislegar", "frábær leikstjóri", "var valin besta myndin á (einhver kvikmyndahátíð sem ég hef aldrei heyrt um)" ef þær eru einfaldlega leiðinlegar eða fjalla um sorglegt efni, ef fólkið er skítugt, grátandi, kalt, kvalið og óhamingjusamt og mér líður illa á meðan ég horfi og eftir þær.
3. Ég er með réttindi til að keyra allt á hjólum, beltum og teinum, stóru vinnuvélaréttindin og fullt meirapróf ... réttindin gilda ekki fyrir skip og lestir (held ég??:)) og dót með vængi eða spaða en ef tækið er á landi þá má ég keyra það, hreyfa það og nota það:)
4. Ég get verið ótrúlega sterk, eins og þegar kviknaði í þvottavélinni minni dró ég hana undan innréttingunni út á mitt gólf í einum rykk til að taka hana úr sambandi en þegar allt var liðið hjá gat ég ekki bifað henni. Ég kom henni aftur undir í nokkrum, erfiðum, hollum, sentimetra í einu og þegar ég henti henni varð ég að fá tvo fílhrausta unga menn til að fara með hana niður ... og þeir sögðust aldrei ætla að koma í heimsókn aftur:)
5. Ég á það til að lesa of mikið. Ef ég er að lesa góða bók festist ég í henni og les þangað til hún er búin sama hvað ég á að vera að gera, sofa, læra, labba ... ég hef "misst tíma" vegna þess að ég var að lesa svo góða bók að ég leit ekki upp til að gá hvað tímanum leið.
... og núna má ég klukka aðra:) ég klukkaði Þjóðbrækurnar síðast þannig að ég held ég klukki .... Einarinn, Grétu (kominn tími á blogg frá henni), Gumma Sála, Bryndísi, Þóru og Kolbein:) ég ætlaði að klukka Valgerði en hún hefur verið klukkuð:) og svo þegar ég fer að skoða þetta almennilega er eiginlega búið að klukka alla... þessi eltingaleikur er greinilega mjög vinsæll:) ... og ég held að ég hafi verið að klukka of marga? en þá klukkast bara fleiri:)
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli