Ella Maja klukkaði mig þannig að nú verð ég að deila fimm handahófskenndum staðreyndum um sjálfa mig með ykkur öllum ... here goes ...:
1. Það er búið að fjarlægja úr mér þrjá endajaxla (af fimm), tvær augntennur (af fjórum) í efri góm, nokkra jaxla vegna plássleysis hér og þar, eina framtönn(af þremur) í efri góm, nefkirtla, hálskirtla, þrjá munnvatnskirtla, botnlanga, hefti (sem voru að vísu aðskotahlutir eftir aðgerð til að laga fæðingargalla þannig að tæknilega séð ekki beint hluti af mér nema í tíu ár), ör, fæðingarbletti og nokkra lítra af blóði... finnst eins og ég sé að gleyma einhverju:)
2. Ég hætti að spila körfubolta því ég var svo lítil að ég var alltaf sett undir körfuna til að ná reboundunum en ég er ekki nægilega aggressív að eðlisfari til að höndla það ... ég er eiginlega ekki nægilega aggressív í neina boltaíþrótt nema Brennó og jafnvel þá fæ ég samviskubitsstingi þegar ég "drep" einhvern ... sem er þó yfirleitt óvart, því ...
3. ... ég er algerlega laus við að burðast með mikið hand-eye-coordination, ég gríp ekkert sem stefnir á mig og í 90% skipta fæ ég hlutinn í ennið ... af einhverjum ástæðum er það alltaf ennið:)
4. Stundum eftir að ég hætti að drekka Pepsi Max þá dreymir mig það
5. Það eru bara nokkur ár síðan að ég hætti að ganga eingöngu í svörtum fötum.
... og ég klukka Þjóðbrækurnar!!:) Bryndísi, Eddu, Helgu, Júllu og Pálínu:)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli