.... vá! ég hef ekki bloggað síðan í síðasta mánuði! nú er spurning, er ég ekki búin að blogga vegna þess að það er ekkert að gerast og ég hef ekkert að segja eða vegna þess að ég hef svo mikið að gera að ég hef ekki haft tíma til að blogga en hef nóg að segja? hmmm, pæling:)
ég var að leika við köttinn uppí rúmi áðan, var að kaffæra hann með sænginni og lemja hann með koddanum ... bara svona eins og fólk gerir sem á 5 kg þung gæludýr - ætli Fídel nái 5 kg? og svo lögðumst við niður þegar síminn hringdi, ég strauk honum á meðan hann var að kasta mæðinni og jafna sig og talaði í símann ... þá tók ég eftir því! merkilegt að hann skuli vera að verða átta ára í sumar og ég hef ekki séð þetta fyrr! ástæðan fyrir því að hann er hræddur við allt (rigningu, snjó, kanínur, vind, hár, lykt, hreyfingu, skuggann sinn etc.) er kannski sú að hann er heilaskemmdur! kannski hef ég rangt fyrir mér en ég sé ekki betur en að augasteinarnir í honum eru misstórir og í skyndihjálp lærði ég að það er merki um heilaskemmdir ... kannski hefur hann ekki alltaf verið svona? kannski heilaskemmdi ég hann sjálf rétt í þessu þegar ég var að lemja hann með koddanum? en það getur verið að augasteinarnir hafi verið misstórir vegna þess að hann lá í skugga öðru megin en ég birtu hinum megin því sá sem var í skugganum var stærri?
ég hef nefnilega ekki verið nægilega dugleg að horfa beint í augun á honum því ég lærði af biturri reynslu á unga aldri að það á aldrei að horfa í augun á köttum því þá ráðast þeir á andlitið á þér - ég horfði að vísu framan í alvöru matrónukött þá, sem hefur ábyggilega átt stærðarinnar betri stofu einhvers staðar á heimilinu með uppstoppuðum músum og kanínum og öndum og svönum og öðrum húsdýrum sem hún hafði veitt ... Fídel veiðir ekkert, hann á ekki betri stofu og er ekki matrónuköttur - ég ætla að vera duglegri við að horfa í augun á honum í framtíðinni og fylgjast rækilega með heilaskemmdunum sem minnir mig á það, ég ætla að leggja hann í læsta hliðarlegu og fara svo að búa til pizzu handa okkur
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli