þriðjudagur, maí 17, 2005

ég þvoði slatta í gær, bíla og glugga því veðrið var rosalega gott og mig langaði til að vera úti í því aðeins ... byrjaði að vísu svolítið seint þannig að veðrið var ekki alveg eins gott og þegar ég byrjaði að hugsa um að fara út í það en samt ekki svo hræðilega kalt;) ... held að ég sé eini einstaklingurinn sem hefur þvegið bíl í hverfinu hjá mömmu og pabba í snjókomu - það snjóaði ekki í gær en einu sinni þegar ég var að þvo bílinn hennar mömmu var glaðasólskin og fínt veður í nóvember minnir mig, svona alvöru gluggaveður en ég platast út og byrja og er rétt rúmlega hálfnuð við að "löðra bílinn" (svampur, sápa, vatn í fötu ... veit ekki hvað þetta getur heitið annað þegar bíllinn er kominn með froðuhanakamb?) og þá byrjar að snjóa, ekki svona lítið og sætt fjúk eins og kemur stundum heldur risastór-hundaloppu-jólasnjór - hvar var myndavéliln þá?:)

en talandi um gluggaþvott (byrjaði á því sko, sjáiði þarna efst) þá á ég í mestu vandræðum með gluggana mína ... alltaf þegar ég þvæ þá kem ég inn rennandiblaut upp undir handakrika á hægri handleggnum því vatnið lekur alltaf niður og innundir peysuna mína - verulega óþægilegt:/ en það eru bara ca 20% gluggans yfir augnhæð þannig að ég blotna bara við að þvo það ekki hin 80% (nei Ásdís, ég hef ekki verið að læra prósentureikning, það getur meira en vel verið að þessar tölur standist ekki en þær "virka" réttar;)) ... í gær var ég meira að segja að velta því fyrir mér að taka tröppur út til að vatn gæti aldrei lekið niður handlegginn en svo fór ég að pæla, er það ekki frekar tilgerðarlegt að taka tröppur með sér út á svalir til að þvo glugga sem eru 80% í og fyrir neðan augnhæð og þegar ég get snert þakið með því að teygja mig almennilega upp? svona eins og að setja 44" undir Volkswagen Golf?

góðar stundir

p.s. ég var að skoða prófeinkunn, rúllaði einu prófi upp sem ég var hrædd um að merja, grunar að kennarinn hafi drukkið rauðvín á meðan hann fór yfir og ég skilaði seinast þannig að mitt var neðst - ég er ekki að kvarta, ég er að hugsa um að fá mér rauðvín sjálf til að halda uppá þetta:)

Engin ummæli: