... og Ísland datt út en partýið í gær var rosalega skemmtilegt;) takk kærlega fyrir mig:)
það er ökuskóli hjá mér um helgina þannig að ég er hálfpartinn að vona að veðrið verði ekki frábært, svona er ég eigingjörn:) og á morgun er komin vika síðan ég keypti mér fyrsta tölvuleikinn á ævinni:) ... ég er alltaf að festast í einhverjum heilalausum netleikjum sem hafa ekkert uppá sig nema tímaeyðslu og hef stundum velt því fyrir mér að það væri gaman að eiga svona almennilegan tölvuleik með mörgum borðum eða heimum eða ráðgátum ... eitthvað aðeins meira krefjandi en að stafla kubbum (ekki að það sé neitt að því, Tetris hefur verið uppáhaldsleikurinn minn í mörg, mörg ár:)) þannig að þegar ég var í Elko síðasta laugardag og sá leik sem heitir CSI: Dark Motives fannst mér það eina rétta í stöðunni að kaupa hann:)
og hann er rosalega skemmtilegur, en, jamms, það er alltaf "en" hjá mér:) ég kann ekki á leikinn og þó að mér finnist eitthvað góð hugmynd og mig langar til að rannsaka eitthvað betur þá fæ ég leikinn ekki til að gera það:/ þannig að núna er ég ekki bara föst í nýjum leik sem hefur ekkert uppá sig nema tímaeyðslu (því ég efast stórlega um að CSI leikur hafi mikið meira gildi en skemmtanagildi) heldur er ég líka föst Í leiknum, ég næ ekki að leysa mál sem væri auðvelt að leysa ef ég fengi að gera það sem vil gera - og er ábyggilega hægt en ég hef ekki fundið leiðina til þess ennþá - ég er sem sagt pikkföst í tvennum skilningi og ég er ekki svo viss lengur um að það hafi verið góð hugmynd að kaupa flóknari leik en ég hef verið að spila hingað til, kannski hefði ég bara átt að leita að leik með mörgum Tetris-esque-borðum?
.... ætli ég komist upp með að fara með lapptoppina í ökuskólann svo ég geti haldið áfram að spila?
góðar stundir
föstudagur, maí 20, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli