ég þakka tæknilega ráðgjöf en eftir birgðatalningu/skoðun hérna heima þá kemur í ljós að ég á barasta ekki neinn skúringarkúst:/ ég á svona rykmoppukúst og ryksugu, glænýja notaða, eldrauða og flotta - kötturinn kallar hana Rauðu Hættuna og ekki að ástæðulausu, hún gefur frá sér hljóð, hefur langan og "hlykkjandi" (Maja, er þetta orð?) rana og hefur þann leiða ávana að ryksuga upp leikfangamýs sem leynast hingað og þangað um íbúðina ... kettinum til mikillar skelfingar, hann var bara rétt nýbyrjaður að leika sér að músinni sem hvarf síðast upp ranann með látum ...
ég keypti mér baðsápu um daginn, ekki í frásögur færandi svo sem en ég er bara nýbyrjuð að nota hana og efast stórlega um dómgreind mína í baðsápuvalsmálum ... jú, hún lúkkar vel, stór brúsi (500 ml, kostur: þarf að kaupa næsta brúsa eftir lengri tíma en ef hann væri minni), flottur litur (sjávargrænt, kostur: gleraugnalaus í sturtunni þá er ekki gaman að fálma eftir sápunni (eins og Neutral sápunni sem stendur ennþá að mestu óhreyfði inní sturtuklefanum því hún hverfur í bakgrunninn um leið og ég er komin inn ...)), nýja baðsápan heitir "neytandavænu" nafni (Palmolive: Thermal Spa; Hydrating with Thermal Minerals Bath Foam, kostur: það sést á nafninu að líkaminn verður hreinn eftir notkun og hydreitaður og Spa er alltaf að virka í hreinsi- og snyrtivörum, þær verða meiri lúxus þó dollan kosti bara 200-300 kall og jamms, ég er neytandi sem fell fyrir auglýsingum, til þess eru þær er það ekki?)
EN, jamms, núna kemur "en"-ið það eru "loftbólur" í þessari baðsápu sem eiga ábyggilega að auka á "frískleikann" - "oh, look!! it's SO thermal it's still bubbling!!" - jamms, lúkkar vel EN þessar loftbólur eru pínkulítil hylki einhvern vegin sem springa ef þú kremur þau beint (en eru eins og korn þegar þau nuddar þeim á þig, eins og ég sé með eina og eina gæsahúð hingað og þangað um líkamann: galli) og ég var búin að minnast á að sápan er sjávargræn og hylkin eru svona grá-ish og hafa svona hint-of-a-tint gráa áru umhverfis sig þannig að þegar ég sprauta sápunni í lófan á mér og horfi á hana gleraugnalaus er eins og ég sé að fara að maka blárri sultu með myglublettum á mig - ótvíræður galli - OG að lokum, ég er ekki frá því að það sé strákalykt af nýju fínu Palmolive: Thermal Spa baðsápunni minni
góðar stundir
miðvikudagur, maí 18, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli