sunnudagur, maí 29, 2005

Fyrsta Brenniboltamót sumarsins!!

Fyrsta brenniboltmót sumarsins verður haldið í dag, sunnudaginn 29. maí, á Austurvelli klukkan 16:00 síðdegis. Allir velunnarar boltaíþrótta, brenniboltaleikja og brennibolta eru hvattir til að mæta og taka þátt í leiknum - eða fylgjast með af hliðarlínunni ef þið eruð ekki komin út úr brennibolta-skápnum. Þetta mót er hins vegar kjörinn vettvangur til að koma út úr skápnum sem brennibolta aðdáendur, við getum haft nafnleynd og þið megið spila undir spilanöfnum - ef það verða teknar myndir (sjá fyrri póst) er mögulegt að ritskoða þær og setja svart strik yfir augun á þeim sem kjósa nafnleynd.

Leyfi hefur fengist hjá löggunni fyrir leiknum og því hvetjum við alla til að fjölmenna, takið alla með ykkur - þeir sem eru þunnir eftir veislur gærdagsins geta verið dómarar!!

Útbúnaður (ef þið hafið ekki tekið þátt í sambærilegu móti), þægileg föt, skór sem haldast á fótunum, eitthvað að drekka og keppnisskapið!!!

Í dag, sunnudag, 29. maí, Austurvöllur klukkan 16:00

Virðingarfyllst,
Brenniboltafélagið Skúli

Engin ummæli: