þá er Maja lögð af stað til Nurburgring til að horfa á formúlu eitt keppnina, ég ælta líka að horfa á keppnina því Maja lofaði að vinka þegar myndavélin kæmi að henni ... ef það klikkar fæ ég væntanlega póstkort frá henni:) í dag er ég að fara á fimleikasýningu hjá Ármanni því ég á eina litla frænku sem er að fara að sýna leikni sýna ... hún er mjög leikin þannig að ég er ekki viss um að ég þori að horfa, ég er of skyld pabba:) og á morgun er ég að fara að slá gras og fjarlægja tré sem dó því miður þegar við urðum að færa það milli staða fyrir tveimur sumrum - í hellidembu og drullu, held ég hafi aldrei á ævinni verið jafndrullug ... eftir að ég varð stór:)
ég fór í heimsókn til strákanna í Gallerý fisk í gærmorgun, ætlaði bara rétt að kíkja inn í kaffi og þannig, svona eins og fólk gerir en fimm mínútum áður en ég kom inn hafði glerið í afgreiðsluborðinu dottið niður á hausinn á meistaranum sem var að setja í borðið og smallast - þetta var mín versta martröð á meðan ég var að vinna þarna en það kom sem betur fer aldrei neitt fyrir mig, hjúkket! ég sem sagt labba inn og glerbrot út um allt og eitt stykki verulega sjokkeraður matreiðlsumeistari með flatann hnakka og blóðugt bak, glerið brotnaði nefnilega þegar það fór á hausinn á henni þannig að hún skarst smá á bakinu:/ en sem betur fer ekkert alvarlega! en í staðinn fyrir hálftíma kaffistopp þá var ég þarna aðeins lengur og hjálpaði til við að þrífa glerbrot og allt borðið - svo fékk ég kaffi:) ... stundum sakna ég þess ennþá að vinna ekki lengur hjá þeim:)
ég vaknaði í fyrradag með gífurlega þreytuverki í lærunum og maganum því mig var að dreyma alla nóttina að ég væri á racer ... racerar eru stúpid-lookin' hjól, rassinn upp í loftið og þannig en samt dreymdi mig að ég væri að þvælast um á þannig hjóli, rautt og hvítt meira að segja ... ef ég fengist yfir höfuð til að fara á racer þá myndi ég sko aldrei fara á rauðan og hvítan racer ... eða jú, ég er ekki svo pikkí:)
í morgun vaknaði ég með þreytuverki í hnjánum og öklunum enda var ég að labba í sandi í alla nótt ... það er ekki langt síðan að mig dreymdi að það væri að flæða vatn inn í íbúðina mína og þegar ég vaknaði var allt, ALLT innbúið mitt komið uppá eitthvað annað, stóll í sófanum, bækur, blöð og föt í rúminu hjá mér þannig að það var varla pláss fyrir mig, öllu var bjargað undan vatnsflauminum ... ég man ekkert eftir að hafa gert nokkuð í þessu flóði í draumnum þannig að ég fékk sjokk þegar ég vaknaði:) og einu sinni vaknaði ég með núningssár á öklakúlunum og sambýlismanninn á sófanum eftir að hafa labbað yfir Grænlandsjökul heila nótt ... er hægt að dreyma OF mikið?
lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli