mánudagur, maí 23, 2005

Góðan og blessaðan og gleðilegan mánudag:)

var í ökuskólanum um helgina og fékk að fara á rúntinn í rútu, við völdum leiðir sem "við veljum aldrei á þessum bílum" og lentum í alls konar veseni sem við náðum samt alltaf að redda okkur úr, gatnaframkvæmdir á Hlemmi, eitthvað að gerast í Perlunni, hægri beygja af Háaleitisbraut inná Ármúlan og rúntur um bílaplanið á Laugardalssundlaug ... fór að hugsa allt öðruvísi um rútur eftir þennan rúnt en ég þekki því miður ekki réttu leiðirnar, bara þær röngu ... mig langar í annan rútubíltúr með réttum leiðum:)

svo var auðvitað Júróvisjón á laugardaginn, pizza og hamingja þegar Noregur, Sviss og Moldavía fengu stig ... þó enn meiri hamingja þegar Lettland fékk ekki stig:/ þeir voru ekki einu sinni sérlega góðir en höluðu inn stigum, eitthvað mikið að! eftir Júróvisjón kíktum við Íris í afmæli en fórum snemma heim því ég þurfti að mæta klukkan níu í gærmorgun til að læra skyndihjálp og bera menn og vera borin í verklegri skyndihjálp ... ég er ekki að fíla verklega skyndihjálp, var ég ekki annars búin að blogga um "andlegu skyndihjálpina" sem ég varð fyrir um daginn í ökuskólanum?:)

var aðeins að surfa og fann nokkrar síður sem mig langar til að deila með ykkur, en þið lesið þetta bara í haust er það ekki því það er komið sumar og þá eigum við ekki að vera inni í tölvunni? um daginn var ég einmitt að hugsa um að búa til lista um hvernig við vitum að það er komið sumar, því listar eru svo skemmtilegir, en í morgun fann ég lista sem einhver gaur bjó til, ég ætla að linka á hann þangað til minn er tilbúin:) og þar sem það er komið sumar fann ég veskIÐ fyrir allar stelpurnar sem eru vagínaorienteraðar, að þetta skuli vera búið til;) ... á síðunni er linkað á dót sem karlmenn gætu haft gaman af, kannski er þetta fyrir þá sem eru að vinna einhvers staðar í rassgati og sjá ekki konur nokkra mánuði í senn, eins og á olíuborpöllum? það fiktar enginn í annarra manna vasaljósi er það nokkuð?:) ... og nei, ég var ekki að leita að þessu, ég fann bara einn link sem leiddi að öðrum og endaði á þessu:) en fyrir þá sem hafa áhuga þá er hægt að fá munn, rass og "discreet" ... það er líka hægt að fá þetta í pakka til að æfa sig og núna er þetta blogg bannað innan 18 ára:)

þar sem ég er komin út á hálan ís ætla ég að halda áfram og linka á síðu sem mér fannst mjög fyndin "The Absolute Bottom 50 ..." þar er hægt að finna lista fyrir ömurlegustu steríótýpurnar - "People in comas are racist assholes" til dæmis og "Germans love bronze statues with erections", mjög skemmtilegt allt saman en það eru fleiri listar eins og gælunöfn á kynfæri karlmanna, ömurleg Prom þemu, það sem verður næst í tísku, samsæriskenningar og jarðafararæður fyrir Ásdísi:)

góðar stundir

Engin ummæli: