Gleðilegt ár litlu rúsínurnar mínar og hafði það sem allra, allra best á nýju ári!
Samviskubréf ársins 2003 verður ekki birt á netinu... ekki fræðilegur:) mér þykir of vænt um fólkið sem kemur hingað til að bjóða þeim að lesa svoleiðis:) samt búið að vera mjög viðburðarríkt ár....
eyðilagði bílinn minn og keypti nýjan... draumabílinn minn:)
skipti um vinnu... sem er að vísu árlegur viðburður hjá mér:) og gengur mjög vel í þeirri nýju þó ég sakna strákanna í fiskbúðinni mjög mikið.... eftir að það var bætt við kvöldvakt í mynduninni og nýrri myndavél hafa afköstin aukist um þriðjung:)
fór tvisvar til útlanda!! mjög grand á því:)
hélt snilldar afmælisveislu, júróvisjónpartý, þjóðfræðipartý, matarboð og alls konar partý:)
ég klippti af mér allt hárið en get núna sett í tagl!!! að vísu lítið tagl en samt tagl:)
ég synti frá Engey og frá Kópavogi til Reykjavíkur:)
og margt, margt, margt annað....
við Fídel erum að fara í ferðalag í dag og ég verð að fara að klára undirbúninginn, þannig að ég kveð að sinni... heyrumst á næsta ári:)
miðvikudagur, desember 31, 2003
þriðjudagur, desember 30, 2003
bara rétt að kíkja inn... merkilegt að hafa svona mikið að gera en vera samt í svona miklu "fríi":)
bætti við link á síðu sem ég var búin að fá leyfi til að linka á fyrir löngu en hvarf svo bara af netinu:( gaman að sjá bloggið þitt Dagný Ásta!! ég linkaði bara á það í staðinn:)
.... og Hannesinn bara að skoða bloggið mitt! undrin gerast enn:) rematch soon?
var búin að lofa vini mínum líka að tala um hann á blogginu mínu, mjög góður vinur minn sem ég hef ekki hitt síðan ég var í París fyrir löngu..... hmmmm ætli það hafi ekki verið '98??? vá... getur ekki verið svona langt síðan við hittumst??? eða jú... það er ábyggilega svona langt síðan? anívei, núna skiptumst við á bréfum og e-mailum og hittumst reglulega á msn:) þessi vinur minn heitir NICK og er alger snillingur! hann les bloggið mitt stundum en kann ekki sérlega mikið í íslensku... ekki alveg nóg til að skilja allt sem ég skrifa en hann nær sumu... sérstaklega ef ég myndi skrifa "Leikandi gott í gogginn" því við borðuðum alltaf Coco Puffs þegar hann bjó hérna svo getur hann sagt fullt af mjög merkilegum hlutum sem ég hef ekki hugmynd um hvar hann lærði:)... maðurinn er bara tungumálasnillingur! hann bjó hérna í nokkra mánuði, keypti söngleikinn Hárið á íslensku og þýddi hann yfir á frönsku! mjög merkilegt!:) verð bara að segja að hann er yndislegur maður og vona að ég fái að hitta hann aftur bráðlega... kannski ég kíki til Frakklands á næsta ári? ég ætla að minnsta kosti að fara til útlanda einhvern tímann innan næstu 12 mánaða:) en ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég ætla að fara... hugsanlega einhvert sem ég hef aldrei farið áður.... eða kaupa ódýrt flug til London og "hoppa" þaðan eitthvert? svo ætla ég auðvitað að fara í ferðir á nýja fína bílnum mínum:).... sem bæ þe vei verður ekki færður fyrr en í vor því þó hann sé stór er hann alveg á kafi eftir snjókomu gærdagsins:( en þvílík snilld sem þessi snjór er! eftir vinnu í gærkvöldi bjó ég til snjókall og er verulega að pæla í að búa til heila snjókallafjölskyldu í dag:) en núna verð ég að fara að koma mér...
bætti við link á síðu sem ég var búin að fá leyfi til að linka á fyrir löngu en hvarf svo bara af netinu:( gaman að sjá bloggið þitt Dagný Ásta!! ég linkaði bara á það í staðinn:)
.... og Hannesinn bara að skoða bloggið mitt! undrin gerast enn:) rematch soon?
var búin að lofa vini mínum líka að tala um hann á blogginu mínu, mjög góður vinur minn sem ég hef ekki hitt síðan ég var í París fyrir löngu..... hmmmm ætli það hafi ekki verið '98??? vá... getur ekki verið svona langt síðan við hittumst??? eða jú... það er ábyggilega svona langt síðan? anívei, núna skiptumst við á bréfum og e-mailum og hittumst reglulega á msn:) þessi vinur minn heitir NICK og er alger snillingur! hann les bloggið mitt stundum en kann ekki sérlega mikið í íslensku... ekki alveg nóg til að skilja allt sem ég skrifa en hann nær sumu... sérstaklega ef ég myndi skrifa "Leikandi gott í gogginn" því við borðuðum alltaf Coco Puffs þegar hann bjó hérna svo getur hann sagt fullt af mjög merkilegum hlutum sem ég hef ekki hugmynd um hvar hann lærði:)... maðurinn er bara tungumálasnillingur! hann bjó hérna í nokkra mánuði, keypti söngleikinn Hárið á íslensku og þýddi hann yfir á frönsku! mjög merkilegt!:) verð bara að segja að hann er yndislegur maður og vona að ég fái að hitta hann aftur bráðlega... kannski ég kíki til Frakklands á næsta ári? ég ætla að minnsta kosti að fara til útlanda einhvern tímann innan næstu 12 mánaða:) en ég er ekki alveg búin að ákveða hvert ég ætla að fara... hugsanlega einhvert sem ég hef aldrei farið áður.... eða kaupa ódýrt flug til London og "hoppa" þaðan eitthvert? svo ætla ég auðvitað að fara í ferðir á nýja fína bílnum mínum:).... sem bæ þe vei verður ekki færður fyrr en í vor því þó hann sé stór er hann alveg á kafi eftir snjókomu gærdagsins:( en þvílík snilld sem þessi snjór er! eftir vinnu í gærkvöldi bjó ég til snjókall og er verulega að pæla í að búa til heila snjókallafjölskyldu í dag:) en núna verð ég að fara að koma mér...
fimmtudagur, desember 25, 2003
Gleðileg jól til ykkar allra!
Vonandi var aðfangadagurinn yndislegur og hafið það sem allra best það sem eftir er af hátíðunum:) og á næsta ári ... og bara alltaf:)
Takk kærlega fyrir öll jólakortin og jólasmsin - ég sendi hvorugt en mér þykir samt rosalega vænt um ykkur öll:) ég hafði því miður ekki tíma til að senda nein jólakort... afhverju líka að brjóta hefðina? ég hef aldrei sent jólakort en það er ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur brenn ég alltaf inná tíma.... ég ætla að gera það þegar ég verð orðin stór eða skrifa þau í ágúst til að ná því örugglega:) ég ætlaði að senda e-mail og hringja nokkur símtöl en náði því miður ekki áður en jólin sjálf voru komin og ég kunni ekki við að hringja þá:) hleðslutækið mitt er nefnilega læst inni á einhverjum vinnustaðnum og síminn er týndur einhvers staðar, batteríslaus og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er og get ekki hringt til að finna hann... 99% viss um að hann sé heima hjá mömmu og pabba samt - nenni ekki að hafa áhyggjur af honum:)... en klukkan var orðin of margt þegar ég loksins komst í "landlínu":)
Svaf rosalega lengi í nótt... frábær matur í gærkvöldi og fullt af pökkum:) er í fríi í allan dag og er boðin í jólamat til mömmu og pabba á eftir... ætla að lesa og sofa í allan dag og senda nokkur e-mail til fólks sem mér þykir vænt um en fékk hvorki pakka né kort frá mér þessi jól... bara til að láta þau vita að ég er að hugsa um þau og þannig - hafið það sem allra best:)
Vonandi var aðfangadagurinn yndislegur og hafið það sem allra best það sem eftir er af hátíðunum:) og á næsta ári ... og bara alltaf:)
Takk kærlega fyrir öll jólakortin og jólasmsin - ég sendi hvorugt en mér þykir samt rosalega vænt um ykkur öll:) ég hafði því miður ekki tíma til að senda nein jólakort... afhverju líka að brjóta hefðina? ég hef aldrei sent jólakort en það er ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur brenn ég alltaf inná tíma.... ég ætla að gera það þegar ég verð orðin stór eða skrifa þau í ágúst til að ná því örugglega:) ég ætlaði að senda e-mail og hringja nokkur símtöl en náði því miður ekki áður en jólin sjálf voru komin og ég kunni ekki við að hringja þá:) hleðslutækið mitt er nefnilega læst inni á einhverjum vinnustaðnum og síminn er týndur einhvers staðar, batteríslaus og ég hef ekki hugmynd um hvar hann er og get ekki hringt til að finna hann... 99% viss um að hann sé heima hjá mömmu og pabba samt - nenni ekki að hafa áhyggjur af honum:)... en klukkan var orðin of margt þegar ég loksins komst í "landlínu":)
Svaf rosalega lengi í nótt... frábær matur í gærkvöldi og fullt af pökkum:) er í fríi í allan dag og er boðin í jólamat til mömmu og pabba á eftir... ætla að lesa og sofa í allan dag og senda nokkur e-mail til fólks sem mér þykir vænt um en fékk hvorki pakka né kort frá mér þessi jól... bara til að láta þau vita að ég er að hugsa um þau og þannig - hafið það sem allra best:)
mánudagur, desember 22, 2003
ógeðslega snemmt... en get ekki sofið lengur...
í dag er það Þorláksmessuskatan! soldið sátt við að vera að fara í vinnuna með kvef því þá finn ég vonandi ekki eins mikla lykt:) á móti kemur að vísu að ég á ekki eftir að finna neina lykt af sjálfri mér heldur og það gerir "lyktar-control" alltaf miklu flóknara:) hef bara sama system og árin áður, klæði mig úr á stigapallinum og skil fötin eftir þar, losa köttinn rólega af bakinu á mér til að fá ekki ör eftir neglurnar eða fer í sturtu með hann áfastann og leyfi honum að blotna almennilega og tengja lyktina við sjokk ekki gleði (skilyrðing sko, úr sálfræðinni) og útskýri fyrir honum að hann megi leika sér í fatahrúgunni einhvern tímann á morgun þegar ég þarf ekki að mæta aftur í sömu fötunum í fiskbúðina - gengur ekki að vera loðinn af kattarhárum í vinnunni og það er nægilega erfitt að slá af sér kettina í nágrenninu:)
ef einhver vill verulega góða Þorláksmessuskötu mæli ég hiklaust með Gallery fisk, Nethyl 2, bæði til að kaupa og borða á staðnum þar sem þeir eru með þennan snilldar veitingarstað:) og ef þið eruð rosalega heppin þá mun ég afgreiða ykkur:)
... ef þið borðið ekki skötu hins vegar þá er það alltaf Svarta kaffi og súpa í brauði, mjög gott jólaglögg og stemmningin mun vera frábær á Þorláksmessu - við erum búin að vera að peppa okkur upp í margar vikur til að vera hress og svo er búið að lofa okkur staffapartýi eftir vinnu:)... þannig að þegar við kveikjum ljósin þá er búið að loka þó að þið séuð full og vitlaus:)
í dag er það Þorláksmessuskatan! soldið sátt við að vera að fara í vinnuna með kvef því þá finn ég vonandi ekki eins mikla lykt:) á móti kemur að vísu að ég á ekki eftir að finna neina lykt af sjálfri mér heldur og það gerir "lyktar-control" alltaf miklu flóknara:) hef bara sama system og árin áður, klæði mig úr á stigapallinum og skil fötin eftir þar, losa köttinn rólega af bakinu á mér til að fá ekki ör eftir neglurnar eða fer í sturtu með hann áfastann og leyfi honum að blotna almennilega og tengja lyktina við sjokk ekki gleði (skilyrðing sko, úr sálfræðinni) og útskýri fyrir honum að hann megi leika sér í fatahrúgunni einhvern tímann á morgun þegar ég þarf ekki að mæta aftur í sömu fötunum í fiskbúðina - gengur ekki að vera loðinn af kattarhárum í vinnunni og það er nægilega erfitt að slá af sér kettina í nágrenninu:)
ef einhver vill verulega góða Þorláksmessuskötu mæli ég hiklaust með Gallery fisk, Nethyl 2, bæði til að kaupa og borða á staðnum þar sem þeir eru með þennan snilldar veitingarstað:) og ef þið eruð rosalega heppin þá mun ég afgreiða ykkur:)
... ef þið borðið ekki skötu hins vegar þá er það alltaf Svarta kaffi og súpa í brauði, mjög gott jólaglögg og stemmningin mun vera frábær á Þorláksmessu - við erum búin að vera að peppa okkur upp í margar vikur til að vera hress og svo er búið að lofa okkur staffapartýi eftir vinnu:)... þannig að þegar við kveikjum ljósin þá er búið að loka þó að þið séuð full og vitlaus:)
laugardagur, desember 20, 2003
ennþá lasin... kannski meira lasin en ég var í gærkvöldi en ekki með eins mikinn hita... fer ekki í vinnuna í dag sem er synd vegna þess að það verður geðveikt að gera þar en ekkert að gera hérna því ég er búin að kaupa OG pakka inn öllum jólagjöfunum mínum (hef aldrei verið svona skipulögð!!!) að vísu er ég með einn pakka sem ég á ábyggilega ekki eftir að gefa og mig vantar einn... alltof flókið að finna gjafir handa sumum! en núna hef ég heilan dag til að velta því fyrir mér... ég get líka alveg farið að taka til en ég hef ekki orku í það akkúrat núna þannig að ég er bara að taka til í pósthólfunum mínum... ekkert smá sem safnast fyrir þegar maður kíkir ekki á e-mailin sín í að verða viku:)
fékk e-mail um að eina bloggsíðuna vantaði þannig að linkurinn verður kominn eftir smá stund...
Hannesinn er kominn heim og ég er bara búin að hitta hann tvisvar... stundum er bara ekkert gaman að vera í vinnum... kannski ætti ég bara að taka neyslulán og díla við þetta allt saman þegar ég er orðin stór?:) ég sá einu sinni í sjónvarpinu viðtal við fólk á mínum aldri sem skuldaði nokkrar milljónir í neyslulán, Fólk með Sirrý sko, en ég held að ef þú skuldar einhverjar 20 milljónir án þess að eiga neitt í staðinn ertu í soldið vondum málum? ég skulda ekki 20 milljónir...
kannski ég taki soldið til á þessari síðu líka? bæti inn einhverju eða eitthvað?... kannski á eftir, ætla að leggja mig smá núna:)hehehehe engin orka:)
fékk e-mail um að eina bloggsíðuna vantaði þannig að linkurinn verður kominn eftir smá stund...
Hannesinn er kominn heim og ég er bara búin að hitta hann tvisvar... stundum er bara ekkert gaman að vera í vinnum... kannski ætti ég bara að taka neyslulán og díla við þetta allt saman þegar ég er orðin stór?:) ég sá einu sinni í sjónvarpinu viðtal við fólk á mínum aldri sem skuldaði nokkrar milljónir í neyslulán, Fólk með Sirrý sko, en ég held að ef þú skuldar einhverjar 20 milljónir án þess að eiga neitt í staðinn ertu í soldið vondum málum? ég skulda ekki 20 milljónir...
kannski ég taki soldið til á þessari síðu líka? bæti inn einhverju eða eitthvað?... kannski á eftir, ætla að leggja mig smá núna:)hehehehe engin orka:)
og núna held ég að sé tíminn til að linka á nokkrar skemmtilegar jólaheimasíður í tilefni þess að það er svona stutt í jólin:) ég er ekki að vinna í kvöld... eins og öll kvöld þessa vikuna vegna þess að ég er orðin bullandi lasin og búin að sofa síðan klukkan fimm í dag... var að vakna og það er ekkert í sjónvarpinu þannig að ég ákvað að surfa á netinu þangað til ég þarf að fara að sofa aftur:)... svo er næstum koma vika síðan ég bloggaði síðast:)
Jólaskraut
tampax-englar á jólatréið
flamingófuglar eru hugsanlega jólalegir í sumum heimshlutum?... mjög vinsælir:)
haglabyssuskreytingar
fiskaskreytingar
Hryllilegar ofskreytingar
ég gæti ekki búið hérna
nokkur hús í Atlanta
skrollið niður... hvað ER dátinn þarna neðst að gera við hreindýrið???
Hvað jólin geta gert
maður sem snappaði... og átti haglabyssu og garð:)
retail rage...
Hérna er listi til að koma auga á þá sem skreyta alltof mikið...:
1. Ruglast flugvélar á leið inn til lendingar á jólaljósunum og flugbrautinni?
2. Eru jólalög á repít allan sólahringinn í stórum hátölurum sem vísa útá götu?
3. Blandar fólk saman mismunandi hátíðum þegar það skreytir, til dæmis þjóðhátíðardeginum og jólunum?
4. Notar fólk teiknimyndafígúrur í stað Jesús, Maríu og Jósef eða nota þau teiknimyndapersónur til að skreyta hjá sér sem hafa ekkert með jólin að gera?
5. Er risastórt uppblásið jólaskraut í garðinum?
6. Myndast umferðateppa í götunni þinni í desember, þó það sé botnlangi?
7. Eru ljósaskilti í garðinum sem eru stærri en auglýsingaskiltið hjá Kringlunni?
8. Eru þau með lítið fjölskylduleikrit í garðinum fyrir nágrannana á hverju kvöldi?
9. Auglýsa þau skreytingarnar sínar í hverfisblaðinu eða eru með eigin heimasíðu?
10. og það skreytir sýndarheimili tölvuleiks sem það spilar... takið eftir klósettinu:)
farin að sofa.... kannski finn ég meira á morgun ef ég verð ekki orðin nægilega góð til að fara í vinnuna:)
Jólaskraut
tampax-englar á jólatréið
flamingófuglar eru hugsanlega jólalegir í sumum heimshlutum?... mjög vinsælir:)
haglabyssuskreytingar
fiskaskreytingar
Hryllilegar ofskreytingar
ég gæti ekki búið hérna
nokkur hús í Atlanta
skrollið niður... hvað ER dátinn þarna neðst að gera við hreindýrið???
Hvað jólin geta gert
maður sem snappaði... og átti haglabyssu og garð:)
retail rage...
Hérna er listi til að koma auga á þá sem skreyta alltof mikið...:
1. Ruglast flugvélar á leið inn til lendingar á jólaljósunum og flugbrautinni?
2. Eru jólalög á repít allan sólahringinn í stórum hátölurum sem vísa útá götu?
3. Blandar fólk saman mismunandi hátíðum þegar það skreytir, til dæmis þjóðhátíðardeginum og jólunum?
4. Notar fólk teiknimyndafígúrur í stað Jesús, Maríu og Jósef eða nota þau teiknimyndapersónur til að skreyta hjá sér sem hafa ekkert með jólin að gera?
5. Er risastórt uppblásið jólaskraut í garðinum?
6. Myndast umferðateppa í götunni þinni í desember, þó það sé botnlangi?
7. Eru ljósaskilti í garðinum sem eru stærri en auglýsingaskiltið hjá Kringlunni?
8. Eru þau með lítið fjölskylduleikrit í garðinum fyrir nágrannana á hverju kvöldi?
9. Auglýsa þau skreytingarnar sínar í hverfisblaðinu eða eru með eigin heimasíðu?
10. og það skreytir sýndarheimili tölvuleiks sem það spilar... takið eftir klósettinu:)
farin að sofa.... kannski finn ég meira á morgun ef ég verð ekki orðin nægilega góð til að fara í vinnuna:)
laugardagur, desember 13, 2003
Gauti litli á afmæli í dag!!!! Hann er orðinn þriggja ára og rosalega stór:)
Innilega til hamingju með daginn:)
en í dag er líka því miður mikill sorgardagur í lífi okkar Íslendinga, þjóðarhetja og landkynningartæki fyrrverandi er látið
einnar mínútu þögn takk
Samkvæmt fréttinni úr útvarpinu (finn ekki neitt um hann á netinu ennþá) þá lifði Keiki mjög góðu og löngu lífi en fékk bráðalungnabólgu í nótt og er allur. Háhyrningar lifa yfirleitt ekki eins lengi og hann hefur gert og mjög fáir hvalir hafa starfsfólk sem hugsa vel um þá í ellinni.... hvort það sé réttlætanlegt að hafa tekið hann fanga til að byrja með er allt annar handleggur:)
fyrir alla þá sem eru í prófum er þessi mynd tileiknuð ykkur:)
svo getiði líka tékkað á þessum leik og séð hversu mikið þið hafið drukkið um ævina... og getið hlakkað til að vera búin í prófunum til að byrja aftur....
Innilega til hamingju með daginn:)
en í dag er líka því miður mikill sorgardagur í lífi okkar Íslendinga, þjóðarhetja og landkynningartæki fyrrverandi er látið
einnar mínútu þögn takk
Samkvæmt fréttinni úr útvarpinu (finn ekki neitt um hann á netinu ennþá) þá lifði Keiki mjög góðu og löngu lífi en fékk bráðalungnabólgu í nótt og er allur. Háhyrningar lifa yfirleitt ekki eins lengi og hann hefur gert og mjög fáir hvalir hafa starfsfólk sem hugsa vel um þá í ellinni.... hvort það sé réttlætanlegt að hafa tekið hann fanga til að byrja með er allt annar handleggur:)
fyrir alla þá sem eru í prófum er þessi mynd tileiknuð ykkur:)
svo getiði líka tékkað á þessum leik og séð hversu mikið þið hafið drukkið um ævina... og getið hlakkað til að vera búin í prófunum til að byrja aftur....
föstudagur, desember 12, 2003
góðan og blessaðan:)
ég var að skoða bloggið hjá henni Kollu vinkonu minni og hún var með þetta snilldar próf á síðunni sinni þar sem hún gat prófað vini sína og núna ætla ég að herma:) ég að vísu klikkaði stórkostlega og gleymdi að setja nafnið mitt inn:/ en ég sagði henni frá því og ef þið gerið sömu mistökin verðið þið að gera það líka:) ég sendi nokkrum prófið beint en ekki öllum þannig að linkurinn er þarna efst til hægri undir myndunum mínum... og nei, ég er ekki búin að setja inn nýjar myndir ennþá:) geri það bráðum:)
ég veit ekki alveg úr hvaða potti ég var dregin og vissi ekki einu sinni að ég hafði tekið þátt í nokkrum leik en ég var að fá sendan boðsmiða á þriðju Lord of The Rings bíómyndina, silkipappír (svona þykkur glansandi pappír) og innsigli úr vaxi og vesen, hélt fyrst að ég væri boðin í eitthvað brúðkaup en það reyndist vera þessi boðsmiði og ef ég kemst ekki í bíó fæ ég mynd númer tvö á vídeóspólum gefins í næstu Skífuverslun auk þess fæ ég 2.500.- króna inneign í verslunum Símans upp í einhvern gsm búnað, að eigin vali... var einvher að skrá mig í leik sem ég vissi ekki af? veit einhver hvort það sé leikur í gangi hjá Símanum sem ég var að vinna? ég er auðvitað rosalega ánægð en hvaðan kemur þetta??
anívei, Gréta var að koma í heimsókn og ég ætla ekki að vera þessi leiðinda týpa sem hangi í tölvunni þegar það er fólk í heimsókn:)
góðar stundir:)
ég var að skoða bloggið hjá henni Kollu vinkonu minni og hún var með þetta snilldar próf á síðunni sinni þar sem hún gat prófað vini sína og núna ætla ég að herma:) ég að vísu klikkaði stórkostlega og gleymdi að setja nafnið mitt inn:/ en ég sagði henni frá því og ef þið gerið sömu mistökin verðið þið að gera það líka:) ég sendi nokkrum prófið beint en ekki öllum þannig að linkurinn er þarna efst til hægri undir myndunum mínum... og nei, ég er ekki búin að setja inn nýjar myndir ennþá:) geri það bráðum:)
ég veit ekki alveg úr hvaða potti ég var dregin og vissi ekki einu sinni að ég hafði tekið þátt í nokkrum leik en ég var að fá sendan boðsmiða á þriðju Lord of The Rings bíómyndina, silkipappír (svona þykkur glansandi pappír) og innsigli úr vaxi og vesen, hélt fyrst að ég væri boðin í eitthvað brúðkaup en það reyndist vera þessi boðsmiði og ef ég kemst ekki í bíó fæ ég mynd númer tvö á vídeóspólum gefins í næstu Skífuverslun auk þess fæ ég 2.500.- króna inneign í verslunum Símans upp í einhvern gsm búnað, að eigin vali... var einvher að skrá mig í leik sem ég vissi ekki af? veit einhver hvort það sé leikur í gangi hjá Símanum sem ég var að vinna? ég er auðvitað rosalega ánægð en hvaðan kemur þetta??
anívei, Gréta var að koma í heimsókn og ég ætla ekki að vera þessi leiðinda týpa sem hangi í tölvunni þegar það er fólk í heimsókn:)
góðar stundir:)
fimmtudagur, desember 11, 2003
Þessi "ss" sem eru í lokin þarna þar sem á að standa "Comment"?
búin að borða snilldar kvöldmat sem tók næstum tvo tíma að elda og var alveg þess virði:) er núna að surfa og leita að vitleysu á netinu eins og mér finnst svo gaman... og hvað haldiði að ég hafi fundið?
Mafían er núna að reyna að finna þá sem búa til tölvuvírusa og þá sem eru með "spam"-fyrirtæki, þessi sem sjá um að hotmail pósthólfið þitt er alltaf fullt af einhverju rugli... mig langar ekkert til að kaupa viagra eða láta stækka á mér typpið en ég fæ um það bil fimmtíu svona email á dag. Ástæðan fyrir því að þeir eru að leita að forsvarsmönnunum er sú að nú á að gera spam ólöglegt og allir sem þeir stunda arðbær ólögleg viðskipti þurfa fyrr eða seinna að díla við mafíuna... skemmtileg grein en alveg neðst kemur í ljós að það er óskaplega lítið sem styður hana:)
þetta finnst mér alveg rosalegt... maður sem auglýsti á netinu eftir fólki sem vildi láta drepa sig og borða, 430 svöruðu emailum hans innan árs... það er meira en einn á dag, sumt mun ég aldrei skilja:) og auðvitað er fólk á netinu að tala um þetta... hérna getið þið séð miklar rökræður um siðferðislegar hliðar mannáts ... meðal annars
og þetta krakkar mínir er þvílík snilld!!! skemmti mér heillengi með þetta:) sko, þið skrifið inn einhvern texta... hvað sem er en það er best ef þið notið einföld orð sem eru í popplögum því það eru ekki öll orð til í databeisinum, ýtið á "let them sing it" og hlustið:) ef þetta heppnast vel geturðu kosið að senda vini ykkar lagið:) enn og aftur hrein snilld:)hehehehe
eftir að ég hafði látið syngja nokkur lög fyrir mig horfði ég á þessa "teiknimynd"... tvisvar:) mér finnst hún rosalega góð... fullt af ástæðum... verðið að hafa tónlistina á þegar þið horfið... helst soldið hátt og látið augun "slappa af" og missa fókus... eiginlega hálfdáleiðandi:)... það eru líka fleiri hreyfimyndir hérna frá sama fyrirtæki ef einhver hefur áhuga:)
svo er alltaf gaman að skoða myndir:) hérna eru mugshots af frægu fólki... og stundum fylgja skýrslurnar líka... hérna er hægt að kaupa og skoða alls konar stuttermaboli með myndum frá 8. áratugnum, það verður bara að fletta til að skoða... nenni ekki að linka beint á allt sem ég hló að:) svo er þessi síða mjög skemmtileg... þið verðið að klikka á broskallinn þarna í neðri línunni til að þið farið beint inn á síðu með myndum:)
nenni þessu ekki lengur... farin að gera eitthvað annað gáfulegra:)
búin að borða snilldar kvöldmat sem tók næstum tvo tíma að elda og var alveg þess virði:) er núna að surfa og leita að vitleysu á netinu eins og mér finnst svo gaman... og hvað haldiði að ég hafi fundið?
Mafían er núna að reyna að finna þá sem búa til tölvuvírusa og þá sem eru með "spam"-fyrirtæki, þessi sem sjá um að hotmail pósthólfið þitt er alltaf fullt af einhverju rugli... mig langar ekkert til að kaupa viagra eða láta stækka á mér typpið en ég fæ um það bil fimmtíu svona email á dag. Ástæðan fyrir því að þeir eru að leita að forsvarsmönnunum er sú að nú á að gera spam ólöglegt og allir sem þeir stunda arðbær ólögleg viðskipti þurfa fyrr eða seinna að díla við mafíuna... skemmtileg grein en alveg neðst kemur í ljós að það er óskaplega lítið sem styður hana:)
þetta finnst mér alveg rosalegt... maður sem auglýsti á netinu eftir fólki sem vildi láta drepa sig og borða, 430 svöruðu emailum hans innan árs... það er meira en einn á dag, sumt mun ég aldrei skilja:) og auðvitað er fólk á netinu að tala um þetta... hérna getið þið séð miklar rökræður um siðferðislegar hliðar mannáts ... meðal annars
og þetta krakkar mínir er þvílík snilld!!! skemmti mér heillengi með þetta:) sko, þið skrifið inn einhvern texta... hvað sem er en það er best ef þið notið einföld orð sem eru í popplögum því það eru ekki öll orð til í databeisinum, ýtið á "let them sing it" og hlustið:) ef þetta heppnast vel geturðu kosið að senda vini ykkar lagið:) enn og aftur hrein snilld:)hehehehe
eftir að ég hafði látið syngja nokkur lög fyrir mig horfði ég á þessa "teiknimynd"... tvisvar:) mér finnst hún rosalega góð... fullt af ástæðum... verðið að hafa tónlistina á þegar þið horfið... helst soldið hátt og látið augun "slappa af" og missa fókus... eiginlega hálfdáleiðandi:)... það eru líka fleiri hreyfimyndir hérna frá sama fyrirtæki ef einhver hefur áhuga:)
svo er alltaf gaman að skoða myndir:) hérna eru mugshots af frægu fólki... og stundum fylgja skýrslurnar líka... hérna er hægt að kaupa og skoða alls konar stuttermaboli með myndum frá 8. áratugnum, það verður bara að fletta til að skoða... nenni ekki að linka beint á allt sem ég hló að:) svo er þessi síða mjög skemmtileg... þið verðið að klikka á broskallinn þarna í neðri línunni til að þið farið beint inn á síðu með myndum:)
nenni þessu ekki lengur... farin að gera eitthvað annað gáfulegra:)
miðvikudagur, desember 10, 2003
I’M BACK!!!
Núna geta allir tekið gleði sína aftur... eða réttara sagt núna get ég tekið gleði mína aftur og þið hin sem eruð í prófum getið skemmt ykkur við að lesa nýuppfært blogg þangað til ykkar eru búin:)
Merkilegt að þegar ég er að flýta mér þá finn ég aldrei samstæða sokka, yfirleitt skiptir það engu máli hvort sokkarnir passa saman eður ei vegna þess að ég er í skónum allan daginn en ég er þannig gerð að það fer í mig... einhver brenglun sem ég er viss um að fleiri þjást af en eru ekki jafnhugrakkir og ég, þora þar af leiðandi ekki að viðurkenna það:)
Ég er ekki aðeins hugrökk heldur ætla ég að deila með ykkur kenningunni minni um staka sokka og Öskubuskugenið, auðvitað er ég með kenningu um það! ég er með kenningu um allt sem máli skiptir í mannlegu samfélagi:
Grunnbirtingarmynd Öskubuskugensins er hvarf annars sokksins eftir þvott, þetta er sammannlegt og finnst meðal flestra einstaklinga um allan heim með aðgang að þvottavél... og sokkum. Þú þværð haug af sokkum en endar alltaf með nokkra staka sem passa ekki við neinn annan - margir álíta, ranglega, að þetta sé verk húsálfa eða búálfa en þeir eru aðallega í týndum lyklum, ónýtri mjólk og almennu pirrelsi (öðru en stakir sokkar) við að koma sér úr húsi þegar maður er orðinn of seinn:) en ef þú hefur gert á hlut þeirra lendirðu stundum í því að finna eitthvað í niðurfallinu þínu sem var kannski einu sinni hár og sápa en er núna farið að stofna verkalýsfélag og helsta baráttumál næstu kosninga er að reka þig úr íbúðinni:) hús- og búálfar koma sem sagt hvorki nálægt sokkunum né skónum þínum - ef þú ert farinn að týna öðrum skónum getur vel verið að Öskubuskugenið þitt sé að þróast.
Fólk fæðist með genið á vissu stigi, hjá mörgum stelpum stökkbreytist það á unglingsaldrinum, eins og sjá má á ungum stúlkum sem haltra um miðbæinn á einum hæl seint á laugardagsnóttum vegna skorts á riddurum á hvítum hestum sem myndu bera þær í leigubílaröðina og sjá til þess að þær komist heim heilu og höldnu... hjá strákum hefur þessi stökkbreyting hins títtnefnda gens ekki orðið, eða er ekki eins marktæk og þeir kunna þar af leiðandi ekki að haga sér nálægt Öskubuskum í öngum sínum, komnar úr skónum, sveittar eftir dans og ringlaðar eftir gleði næturinnar, og halda sig fjarri.
Sumir strákar eru hins vegar með fremur þróað gen, þeir eiga eingöngu staka sokka, týna skónum sínum, öðrum eða báðum, og finna hjá sér þörf fyrir riddaramennsku í einhverri mynd, hvort sem þetta er meðfætt, afleiðing stökkbreytingar eða líffræðilegrar þróunar gensins. Þessir kunna að öllum líkindum að haga sér í návist þessara drottninga næturinnar. Einhvern tímann seinna á ævinni kann að vera að þessir drengir óska sér það heitast að eiga "kósí-kvöld" með sinni heittelskuðu og heimta heilalausa stelpubíómynd í tækið... það eru til lyf;)
ég er að fara að borða hreindýrasúpu í brauði:) var ég búin að minnast á hvað er gaman að það skuli vera kaffihús í fjölskyldunni? áður en ég fæ samt hreindýrasúpu verð ég að búa til auglýsingu um að það sé til hreindýrasúpa... er í lagi að hafa mynd af hreindýri á auglýsingunni??? ... sjáum til;)
góðar stundir og megi prófandinn vera ykkur góður
Núna geta allir tekið gleði sína aftur... eða réttara sagt núna get ég tekið gleði mína aftur og þið hin sem eruð í prófum getið skemmt ykkur við að lesa nýuppfært blogg þangað til ykkar eru búin:)
Merkilegt að þegar ég er að flýta mér þá finn ég aldrei samstæða sokka, yfirleitt skiptir það engu máli hvort sokkarnir passa saman eður ei vegna þess að ég er í skónum allan daginn en ég er þannig gerð að það fer í mig... einhver brenglun sem ég er viss um að fleiri þjást af en eru ekki jafnhugrakkir og ég, þora þar af leiðandi ekki að viðurkenna það:)
Ég er ekki aðeins hugrökk heldur ætla ég að deila með ykkur kenningunni minni um staka sokka og Öskubuskugenið, auðvitað er ég með kenningu um það! ég er með kenningu um allt sem máli skiptir í mannlegu samfélagi:
Grunnbirtingarmynd Öskubuskugensins er hvarf annars sokksins eftir þvott, þetta er sammannlegt og finnst meðal flestra einstaklinga um allan heim með aðgang að þvottavél... og sokkum. Þú þværð haug af sokkum en endar alltaf með nokkra staka sem passa ekki við neinn annan - margir álíta, ranglega, að þetta sé verk húsálfa eða búálfa en þeir eru aðallega í týndum lyklum, ónýtri mjólk og almennu pirrelsi (öðru en stakir sokkar) við að koma sér úr húsi þegar maður er orðinn of seinn:) en ef þú hefur gert á hlut þeirra lendirðu stundum í því að finna eitthvað í niðurfallinu þínu sem var kannski einu sinni hár og sápa en er núna farið að stofna verkalýsfélag og helsta baráttumál næstu kosninga er að reka þig úr íbúðinni:) hús- og búálfar koma sem sagt hvorki nálægt sokkunum né skónum þínum - ef þú ert farinn að týna öðrum skónum getur vel verið að Öskubuskugenið þitt sé að þróast.
Fólk fæðist með genið á vissu stigi, hjá mörgum stelpum stökkbreytist það á unglingsaldrinum, eins og sjá má á ungum stúlkum sem haltra um miðbæinn á einum hæl seint á laugardagsnóttum vegna skorts á riddurum á hvítum hestum sem myndu bera þær í leigubílaröðina og sjá til þess að þær komist heim heilu og höldnu... hjá strákum hefur þessi stökkbreyting hins títtnefnda gens ekki orðið, eða er ekki eins marktæk og þeir kunna þar af leiðandi ekki að haga sér nálægt Öskubuskum í öngum sínum, komnar úr skónum, sveittar eftir dans og ringlaðar eftir gleði næturinnar, og halda sig fjarri.
Sumir strákar eru hins vegar með fremur þróað gen, þeir eiga eingöngu staka sokka, týna skónum sínum, öðrum eða báðum, og finna hjá sér þörf fyrir riddaramennsku í einhverri mynd, hvort sem þetta er meðfætt, afleiðing stökkbreytingar eða líffræðilegrar þróunar gensins. Þessir kunna að öllum líkindum að haga sér í návist þessara drottninga næturinnar. Einhvern tímann seinna á ævinni kann að vera að þessir drengir óska sér það heitast að eiga "kósí-kvöld" með sinni heittelskuðu og heimta heilalausa stelpubíómynd í tækið... það eru til lyf;)
ég er að fara að borða hreindýrasúpu í brauði:) var ég búin að minnast á hvað er gaman að það skuli vera kaffihús í fjölskyldunni? áður en ég fæ samt hreindýrasúpu verð ég að búa til auglýsingu um að það sé til hreindýrasúpa... er í lagi að hafa mynd af hreindýri á auglýsingunni??? ... sjáum til;)
góðar stundir og megi prófandinn vera ykkur góður
mánudagur, desember 08, 2003
fyndið að þegar ég er í prófum þá er ég alltaf að búa til lista í höfðinu á mér um allt það sem ég ætla að gera þegar ég er búin að þessu öllu... stundum þegar ég er alveg að snappa þá skrifa ég sumt meira að segja niður þannig að ég gleymi því ekki þegar á hólminn er komið en ef mig minnir rétt þá geri ég aldrei neitt á þessum lista fyrr en ég hef í rauninni ekki tíma til þess vegna skólans önnina eftir:) merkilegt:)
það sem er efst á to-do listanum mínum núna eru nokkrar jólabækur sem ég ætla að skrifa fyrir næsta ár og verða rík í jólabókaflóðinu eða fá að minnsta kosti snilldar jólagjöf handa öllum vinum og vandamönnum - hver vill ekki fá áritaða bók frá höfundi í jólagjöf:)hehehehe það verður líka að bæta upp kvenhöfundarleysið... er það kannski vitleysa í mér eða eru konur ekkert að gefa út neinar bækur fyrir þessi jól? það eru auðvitað bækur eftir konur sem eru að koma út en mér sýnist það vera ein kona á móti þremur eða fjórum körlum... og bara ein kona tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af tíu höfundum... og afhverju hefur Sigmundur Ernir bara talað við tvær konur í þáttunum sínum Maður á mann?.... kannski er ég bara að sjá þetta því ég hef verið að skrifa og lesa um heim karlmanna síðustu vikur vegna lokaritgerða og þannig en er samkvæmt öllum vísbendingum stelpa sjálf og á ekkert heima í þeirra heimi - ein ritgerðin var um blóðhefndarsamfélagið önnur var um að "vera karlmenni" miðað við sagnahefð í ákveðinni starfsstétt...
þessi listi er samt orðin helv*** langur... svo margt sem ég ætla að gera að það er hugsanlega ekkert svo slæmt að læra undir próf?:)
hvað um það - hver vill kaupa jólabók eftir mig næstu jól? svona óformleg markaðskönnun:) núna ætla ég að halda áfram að lesa og lesa og lesa og lesa þangað til ég er búin og gleymi því að ég ætlaði að skrifa jólabók... en ég er búin að skrifa um þær hérna þar sem allir geta lesið og minnt mig á ef ég skyldi gleyma því:)
fyrir þá sem lesa blogg og fyrir þá sem eru í vandræðum vegna þess að það er enginn að blogga svona í prófunum þá hefur Bryndís loksins uppfært hjá sér og Bedda skrifar reglulega mjög skemmtilegt blogg:)
svo er kominn nýr linkur:)
það sem er efst á to-do listanum mínum núna eru nokkrar jólabækur sem ég ætla að skrifa fyrir næsta ár og verða rík í jólabókaflóðinu eða fá að minnsta kosti snilldar jólagjöf handa öllum vinum og vandamönnum - hver vill ekki fá áritaða bók frá höfundi í jólagjöf:)hehehehe það verður líka að bæta upp kvenhöfundarleysið... er það kannski vitleysa í mér eða eru konur ekkert að gefa út neinar bækur fyrir þessi jól? það eru auðvitað bækur eftir konur sem eru að koma út en mér sýnist það vera ein kona á móti þremur eða fjórum körlum... og bara ein kona tilnefnd til Bókmenntaverðlaunanna af tíu höfundum... og afhverju hefur Sigmundur Ernir bara talað við tvær konur í þáttunum sínum Maður á mann?.... kannski er ég bara að sjá þetta því ég hef verið að skrifa og lesa um heim karlmanna síðustu vikur vegna lokaritgerða og þannig en er samkvæmt öllum vísbendingum stelpa sjálf og á ekkert heima í þeirra heimi - ein ritgerðin var um blóðhefndarsamfélagið önnur var um að "vera karlmenni" miðað við sagnahefð í ákveðinni starfsstétt...
þessi listi er samt orðin helv*** langur... svo margt sem ég ætla að gera að það er hugsanlega ekkert svo slæmt að læra undir próf?:)
hvað um það - hver vill kaupa jólabók eftir mig næstu jól? svona óformleg markaðskönnun:) núna ætla ég að halda áfram að lesa og lesa og lesa og lesa þangað til ég er búin og gleymi því að ég ætlaði að skrifa jólabók... en ég er búin að skrifa um þær hérna þar sem allir geta lesið og minnt mig á ef ég skyldi gleyma því:)
fyrir þá sem lesa blogg og fyrir þá sem eru í vandræðum vegna þess að það er enginn að blogga svona í prófunum þá hefur Bryndís loksins uppfært hjá sér og Bedda skrifar reglulega mjög skemmtilegt blogg:)
svo er kominn nýr linkur:)
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)