þriðjudagur, júlí 15, 2003

kannski er það bara ég? mér finnst það ekkert fyndið þegar fólk labbar inn í fiskbúð og segir: "ég ætla að fá fisk" eða "áttu fisk?"... ég á eftir að lemja þann næsta sem segir það

hvað um það... þvoði bílinn minn áðan með hjálp Gunnars á verkstæðinu:) núna er hann glerfínn og ég vona að það komi ekki rigning á morgun til að eyðileggja glampann:) drukkum líka mikið kaffi og gerðum grín að flagarabolnum hans Dodda:) og ég lærði að tappa lofti af bremsukerfi Alfa Romeo... kannski fleirum ef systemið er eins á öðrum bílum - hef ekki hugmynd:)

fastir liðir á mánudögum:)

Reykjavík, dagbók LR helgina 11.-14. júlí 2003
... var tilkynnt um þjófnað í verslun á Laugavegi. Þarna var maður staðinn að þjófnaði á harðfisk að verðmæti kr. 347.- Þá er hann grunaður um þjófnað á harðfisk s.l. sunnudag.

Síðdegis á sunnudag var tilkynnt um laus hross á golfvellinum við Korpúlfsstaði en þar mun hafa verið golfmót í gangi. Í fjarveru vörslumanns hesta var haft samband við mann hjá Hestamannafélaginu Herði og brást hann skjótt við og fór á staðinn.

Aðfaranótt mánudags var tilkynnt um þjófnað úr íbúð í Vesturbænum.Tilkynnandi telur að hann hafi tapað lyklum að íbúð sinni. Búið var að fara inn og stela dýrum DVD spilara, tölvumús og fleiru.


Ísafjörður, vikan 8. til 14. júlí 2003 - hver skrifar þetta?????

Lögreglan var kölluð á Suðureyri um klukkan 06:30 á föstudagsmorguninn. Tilkynnendur, sem voru fleiri en einn, sögðu að tveim bifreiðum væri ekið með miklum hraða inn og út úr bænum. Er lögreglumaður, sá sem útköllum sinnti, mætti á vettvang, hitti hann fyrir fjóra unga menn sem voru með ölvunarlæti á staðnum. Ökumenn bifreiðanna voru hvergi sýnilegir, en þessir fjórir ungu menn, sáu sig knúna til að sýna lögreglumanninum ofríki og neita að hlýða fyrirmælum hans, að láta af óspektum þeim sem þeir höfðu í frammi og létu ófriðlega. Þurfti því að kalla út fleiri lögreglumenn til að koma skikki á hegðan þeirra. Þegar liðsaukinn kom á vettvang, neyddust alla vega þrír mannanna til að yfirgefa staðinn, en einn þeirra var færður í handjárn og gisti fangageymslur lögreglunnar fram eftir degi.

Það er aldrei of oft brýnt fyrir fólki að skila munum, sem það finnur til lögreglu. Í hverri viku kemur fólk að leita muna sem það hefur týnt. Lyklakippa er einskis virði hjá þeim sem finnur hana og veit ekki hvar lyklarnir passa. Sá sem týndi kippunni verður aftur á móti fyrir miklu tjóni. Þá er annað, þeir sem týna munum, þurfa að koma á lögreglustöðina og fá að leita í “dótskassanum” hjá okkur, þar eru ótrúlegustu hlutir, lyklar, gleraugu, skartgripir, úr, geisladiskar og hvað eina sem nöfnum tjáir að nefna. Verið velkomin í heimsókn að leita þeirra muna, sem þið týnduð og skila því sem þið funduð.


that's all folks.....

Engin ummæli: