miðvikudagur, júlí 02, 2003

Gunnar bróðir er búinn að koma í heimsókn!! núna get ég ekki lengur gert grín að honum:)

ég þoli ekki þegar maður manar sig upp í símtal svo verður ekkert úr því!!! einstaklingurinn er með slökkt á símanum eða upptekinn eða að vinna eða í heimsókn eða að borða eða einhvern andskotann.... og allar pælingarnar um hvernig maður eigi að koma erindinu frá sér eru foknar út í veður og vind... ég asnast nefnilega alltaf til að spyrja hvort ég sé að trufla þó að erindið er slatta mikilvægt:)

hvað um það:) þetta með myndirnar tókst:)

hérna eru nokkrar í viðbót;)

þetta er bara ógeðslegt!! einu sinni var ég að vinna á stórum vinnustað með mötuneyti, þar neyddist ég til að læra svolítið sem mig langaði aldrei til að læra: "ef ég get ekki skorið það sting ég því ekki uppí mig"... minnti mig á þetta:)



þetta á að vera "sami" hausinn... takið eftir að til að byrja með er hann keyptur í KFC en svo er það McDonalds sem býður neytandanum ókeypis kjúkling í staðinn fyrir hausinn:).....



vitiði afhverju Kentucky Fried Chicken er núna kallað KFC? sumir segja að það sé vegna þess að orðið "Fried" sé ekki líklegt til að auka sölurnar á þessari öld heilbrigðs lífernis en aðrir segja að það sé vegna þess að kjúklingarnir eru orðnir svo úrkynjaðir af "ofrækt" og hormónum að það er ekki lengur hægt að kalla þá kjúklinga....

þessi kona keypti sér Veet Aqua System og fór í safaríferð.... svona kemur fyrir þegar konur fara ekki með rakvél heldur krem sem þarf bara heitt vatn:)



ok, HVAR fær maður svona föt??? og hversu súr þarf maður að vera til að ganga í þeim?:)



a domani:)





Engin ummæli: