þriðjudagur, júlí 01, 2003

ég var að reyna að fá fjölskylduna mína til að kíkja á þessa síðu áðan.... gekk ekki.... ég er hugsanlega tæknivæddasta manneskja fjölskyldunnar!!!:) mamma og bróðir minn skilja ekki hvað blogg er þó að ég hafi reynt að útskýra það nokkrum sinnum, það er ekki hægt að útskýra það held ég? fólk verður bara að koma og sjá með eigin augum er það ekki?:) pabbi reyndi samt að koma með skýringu: "þetta er svona heimur þar sem fólk og fátækir námsmenn geta spjallað saman án þess að fara á kaffihús og spara pening"... "errrrr...." sagði ég "nei, það er ircið" - "ó, hvað er blogg þá?"... hann vissi þó um ircið:)

ég ætla að nota tækifærið og mæla með einum linkanna hérna til hægri, það er hann Ævar Djúphuxuður:) mjög skemmtilegt blogg sem ég kíki alltaf á þegar ég er að netast, fyrir utan pistlanna þá eru linkarnir og heimasíðurnar sem hann finnur alger snilld:)

engar löggufréttir í dag... en ég veit að það er búið að handtaka mennina sem kveiktu í Álfhól, húsinu þarna í Laugardalnum.... kannski eru það gamlar fréttir? en ég veit meira sem er kannski trúnaðarmál þannig að ég ætla ekki að segja meira um það:)

Skjár einn er alltaf í gangi hérna þegar ég er á netinu... svo fjölhæf að ég get gert margt í einu - eða kannski ekki? ef ég væri bara að skrifa þetta væri hugsanlega minna um stafsetningarvillur og færri málfræðivillur?:) og hvað er málið með "Brúðkaupsþáttinn Já"? nafnið... afhverju er þetta "Já" í titlinum? væri "Brúðkaupsþátturinn" ekki fínt nafn á þáttinn? er "Já"-ið ekki soldið yfirdrifið? fyrir utan að skilja ekki alveg hjónaband svona almennt þá myndi ég halda að fólk væri að gera þetta fyrir sig? hjónaband er svona loforð sem fólk gefur hverju öðru um að vera alltaf saman, um aldur og ævi, líkamlega og andlega, og ég skil svo sem að þau vilja að fjölskyldan og vinir taki þátt í þessu öllu með þeim, en alþjóð? þetta er ofar mínum skilningi... brúðkaup að mínu mati eru of persónuleg fyrir svona þáttagerðir:)

annars vorum við Gréta að velta því fyrir okkur um daginn, bréfleiðis, afhverju sumt sem allir segja þýðir í rauninni ekkert eða er asnalegt ef pælt er í því:) eins og það er "heitt á könnunni", þetta þýðir að það sé til kaffi en afhverju? aldrei sagt "kaffið er heitt" það myndi líka vera soldið augljóst.... en fyrst það er heitt á könnunni ætti það ekki að vera "heitt í könnunni"??? sem stendur heit á hellunni? svo er það málið með þessa "tíu dropa"... ef þú segir það í upphafi kaffidrykkju færðu fullann bolla ef þú biður um tíu, þegar báðir eru búnir að fá fulla bolla, kannski fleiri en einn, þá færðu hálfann... ef þetta klikkar, ef þessu er snúið við til að mynda er maður að "brjóta soldið af" sér svona "félagslega":) kann sig ekki:) það þarf ekki einu sinni alltaf að minnast á dropana til að þetta skiljist, það er alltaf verið að bjóða mér tíu...

aníhú, Boston Public, sturta og þannig bíður fleiri pælingar verða að bíða betri tíma:) aren't you lucky little raisins?:)

Engin ummæli: