Ég held að til að langtíma sambönd gangi upp þurfa þau að samanstanda af tveim einstaklingum (ekki fleirum ef um ræðir ástarsamband á líkamlegu nótunum og ef við erum að tala um aðeins einn einstakling erum við ekki beint að tala um samband í eiginlegum skilningi þess orðs) sem eru eins en ólíkir. Jú, þetta kann að virðast mótsagnarkennt en ég það sem ég er að meina er:
báðir einstaklingarnir borða konfekt/Makkintoss/Appolló lakkrís en annar aðilinn borðar alla góðu molana, hinn alla þá vondu - þá klárast allt að lokum og það verður engin samkeppni um sömu molana
hvorugur einstaklingurinn vill hafa pöddur inni í húsinu sínu en aðeins annar aðilinn drepur þær, hinn hleypur gargandi í burtu og fær hroll uppá hvirfilinn - þá verður húsið pöddulaust en ekki blóðugur bardagi uppá hvor sambandsaðilinn nái að drepa pödduna fyrst
skiljiði hvað ég er að meina?
auðvitað eru fleiri hlutir sem þurfa að ganga upp til að sambönd gangi upp en ég man þá ekki í svipinn ... bæti þeim á listann við tækifæri:)
Góðar stundir
sunnudagur, apríl 27, 2008
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Hmmm, uuuuu... og kveikjan að þessum pælingum var _________ .
td þegar maður kaupir poka með blönduðum þurkuðum ávöxtum.....hjá mér verða alltaf apríkósurnar eftir:D
Það virkar mjög vel að eiga sitthvort uppáhaldsnammi, eins og saltlakkrís og hlaup! Og hafa gaman af sömu sjónvarpsþáttunum/kvikmyndunum/tónlist
Hildur
-hvaff: kveikjan var uppákoma heima hjá mömmu og pabba; ég mætti margfætlu í forstofunni og tilkynnti mömmu það - eins og ég geri alltaf ... hún tók á vandanum eins og venjulega á meðan við pabbi snérum okkur undan og reyndum að slaka á hársekkjavöðvunum sem fengu hárin á hnakkanum til að standa uppá endann:) mamma og pabbi erum búin að vera gift í 40 ár:)
Valla: þú verður að finna þér apríkósuætu
Hildur: sitthvor nammismekkurinn er alveg nauðsynlegur ... nú, eða meira en nógar birgðir af sama namminu? ;)
hehe ég er auðvitað búin að finna út að þóra magga borðar bara apríkósur þannig að hún fær stundum að deila með mér þurkuðum ávöxtum:)
Skrifa ummæli