Gleðilega hátíð!!
Ég vona að þið hafið öll haft það gott undanfarna daga og notið jólanna og alls sem þeim fylgir:)
Það er ekkert að frétta af mínum vígstöðvum annað en að ég fékk þetta klassíska jólakvef sem ég virðist alltaf fá um leið og ég næ heilum nætursvefni eftir vinnutörn;) var að vinna frekar mikið í desember, vakti frammeftir aðeins of oft og fór ekkert sérlega vel með mig þannig að þegar ég loksins fór uppí rúm í nokkra klukkutíma samfellt vaknaði ég með kvef ... en það var flott því ég fékk þvílíkt frábærar jólagjafir sem kröfðust þess að kúra til að njóta, himinblá satín rúmföt frá mömmu og pabba, harðan disk fullan af "öryggisafritum", DVD diskar og bækur ... lífið hefur verið mér óhemju gott undanfarna daga og ég hef á tilfinningunni að nýja árið eigi eftir að vera gott líka, enda hlaupár - ég get sagt ykkur strax hvaða ár eru hlaupár og hvaða ár eru það ekki, tékkið endilega á þessum einstaka hæfileika mínum næst þegar við hittumst:)
og takið 23. febrúar frá until further notice:)
Lifið heil og góðar stundir
mánudagur, desember 31, 2007
föstudagur, desember 21, 2007
Ég var búin að fresta jólunum um einn dag. Ég var búin að sætta mig við það að ég væri að vinna kvöldvakt á aðfangadag, þrjú til ellefu. Ég kveið svolítið að fara í samlokusjálfsalann um kvöldið en hei, einu sinni þegar ég var nánast óharðnaður unglingur borðaði ég á McDonalds á aðfangadagskvöld og hertist bara, drapst ekki.
Ekki málið. Ég ætlaði bara í jólamat til mömmu og pabba á jóladag í staðinn en varðstjórinn hringdi áðan og tilkynnti mér að hann tæki það ekki í mál að ég væri að vinna aukavakt á aðfangadag, "þeir redda þessu sem eiga vaktinu, þú verður að eiga jólin" - jamms, ég er mjög sátt í vinnunni og vinnufélagarnir eru frábærir:)
... fyrir utan það að ég er búin að vinna hérna í hálftíma og í dag fékk ég jólagjöf frá embættinu:)
Glampandi góðar stundir allir saman!
og pé ess, ég hef skrifað to-do lista síðan ég lærði að skrifa, ég hef bara aldrei lært að fara eftir þeim:)
Ekki málið. Ég ætlaði bara í jólamat til mömmu og pabba á jóladag í staðinn en varðstjórinn hringdi áðan og tilkynnti mér að hann tæki það ekki í mál að ég væri að vinna aukavakt á aðfangadag, "þeir redda þessu sem eiga vaktinu, þú verður að eiga jólin" - jamms, ég er mjög sátt í vinnunni og vinnufélagarnir eru frábærir:)
... fyrir utan það að ég er búin að vinna hérna í hálftíma og í dag fékk ég jólagjöf frá embættinu:)
Glampandi góðar stundir allir saman!
og pé ess, ég hef skrifað to-do lista síðan ég lærði að skrifa, ég hef bara aldrei lært að fara eftir þeim:)
fimmtudagur, desember 20, 2007
Mér finnst ég alltaf vera að skrifa to-do lista en ég geri aldrei neitt á þeim því mér tekst alltaf að gleyma að kíkja á þá, opna ekki dagbókina fyrr en of seint eða skil miðana eftir í "hinum" buxunum/jakkanum.
Ég skrifaði to-do lista hérna áðan, á honum stóð "taka til" og núna finn ég ekki listann.
Ég hef mig grunaða um að hafa hent honum í tiltektinni ;)
Góðar stundir
Ég skrifaði to-do lista hérna áðan, á honum stóð "taka til" og núna finn ég ekki listann.
Ég hef mig grunaða um að hafa hent honum í tiltektinni ;)
Góðar stundir
þriðjudagur, desember 18, 2007
Hvað haldiði??!!!
Ég er að fara á tveggja tíma fimleikaæfingu á fimmtudaginn:)
Litla frænka mín bauð mér á sérstaka fullorðins jólafimleikaæfingu, allar mömmurnar (og frænka) sem fóru til Ungverjalands mega koma og vera með ... auðvitað verð ég með ... auðvitað :)
Eins og litla frænka mín minnti mig á þá kann ég að "fara pírúett" og það er rétt, ég gat það í verslunarmiðstöð í Búdapest, ég hlýt að geta það í fimleikasal? :)
Auk þess er þetta ekki spurning um að geta eitthvað heldur að vera með, komið að því að stunda að sem ég prédikka - þó eitthvað virki ógnvekjandi og hrikalegt er stundum nauðsynlegt að hoppa út í djúpu laugina, auk þess verður þetta fínn undirbúningur undir það sem tekur við í janúar :)
Annars vona ég að þið séuð róleg og ekki að fara yfirum útaf því sem er að gerast í næstu viku? Það er betra að vera ekki að stressa sig of mikið, ef þú nærð ekki að klára allt fyrir aðfangadag get ég lofað því (og ég lofa ekki nema ég geti efnt) að heimurinn mun ekki farast - og ef svo ólíklega vill til að heimurinn skyldi farast (aldrei að vita og allt það) þá sver ég að það hefur nákvæmlega ekkert með þig og óhreinu gluggana þína að gera:)
Lifið heil og ræktið róna inní ykkur !
[stafsetning í setningunni að ofan leiðrétt eftir uppflettingu á lexis.hi.is - mér finnst ég sjálf ofsalega fyndin auðvitað:)]
Ég er að fara á tveggja tíma fimleikaæfingu á fimmtudaginn:)
Litla frænka mín bauð mér á sérstaka fullorðins jólafimleikaæfingu, allar mömmurnar (og frænka) sem fóru til Ungverjalands mega koma og vera með ... auðvitað verð ég með ... auðvitað :)
Eins og litla frænka mín minnti mig á þá kann ég að "fara pírúett" og það er rétt, ég gat það í verslunarmiðstöð í Búdapest, ég hlýt að geta það í fimleikasal? :)
Auk þess er þetta ekki spurning um að geta eitthvað heldur að vera með, komið að því að stunda að sem ég prédikka - þó eitthvað virki ógnvekjandi og hrikalegt er stundum nauðsynlegt að hoppa út í djúpu laugina, auk þess verður þetta fínn undirbúningur undir það sem tekur við í janúar :)
Annars vona ég að þið séuð róleg og ekki að fara yfirum útaf því sem er að gerast í næstu viku? Það er betra að vera ekki að stressa sig of mikið, ef þú nærð ekki að klára allt fyrir aðfangadag get ég lofað því (og ég lofa ekki nema ég geti efnt) að heimurinn mun ekki farast - og ef svo ólíklega vill til að heimurinn skyldi farast (aldrei að vita og allt það) þá sver ég að það hefur nákvæmlega ekkert með þig og óhreinu gluggana þína að gera:)
Lifið heil og ræktið róna inní ykkur !
[stafsetning í setningunni að ofan leiðrétt eftir uppflettingu á lexis.hi.is - mér finnst ég sjálf ofsalega fyndin auðvitað:)]
mánudagur, desember 17, 2007
Ég fattaði svolítið um daginn sem mig langar til að deila með ykkur.
Ég held að við getum öll verið vínsmökkunarfólk og sælkerar (sælkerar eru þeir kallaðir sem borða mat og hafa stærri orðaforða til að lýsa honum en við venjulega fólkið sem notum "gott" og "mjög gott" yfir ... góðan mat) - ef okkur langar til að verða svoleiðis fólk. Eyrun á mér skilja orðin sem eru notuð til að lýsa vínum en tungan á mér finnur bara muninn á góðum vínum og vondum vínum, súrum og römmum. Ég hef aldrei fundið bragð af eik eða sítrusávöxtum eða leðri eða lakkrís í vínglasi. En líklega er það vegna þess að ég hef ekki drukkið nægilega mikið vín um ævina, ég hef heldur ekki borðað sælkeramat nægilega oft til að læra inná hann. En ef ég drekk meira og borða meira er ég viss um að ég gæti líka orðið sælkeri! Þið getið það líka og ég hvet ykkur því til að gera litla tilraun á ykkur, tilraun sem ég gerði á sjálfri mér óvart.
VS.
Ég fór í búð um daginn til að kaupa mér hádegismat, ég keypti mér samloku og kókómjólk en vegna þess að ég var að flýta mér tók ég kókómjólk í flösku í stað fernu (hún var í samlokukælinum í andyrinu, fernur voru innar í búðinni geri ég ráð fyrir). Ég hafði aldrei smakkað kókómjólk í flösku og ég verð að segja að ég stefni á að halda mér frá þeim í framtíðinni. Þetta er alls ekki sama kókómjólkin! Ég er nokkuð viss um að þeir þarna í MS blandi alla kókómjólk eins þannig að munurinn hlýtur að liggja í eðli flöskunnar og fernunnar og hvernig kókómjólkin fer mismunandi upp í neytandann ... kannski ég gefi flöskukókómjólkinni einn séns enn og drekk hana með röri? Alvöru mjóu, kókómjólkurröri? Ef hún bragðast "venjuleg" þá skal ég hætta að gera grín að fólki sem getur bara drukkið ákveðin vín úr ákveðnum glösum og hætta að hugsa með sjálfri mér að þetta fólk sé skrítið ... já, þá vitiði það, mér hefur alltaf fundist sælkerar vera skringilegt fólk;)
Góðar stundir
Ég held að við getum öll verið vínsmökkunarfólk og sælkerar (sælkerar eru þeir kallaðir sem borða mat og hafa stærri orðaforða til að lýsa honum en við venjulega fólkið sem notum "gott" og "mjög gott" yfir ... góðan mat) - ef okkur langar til að verða svoleiðis fólk. Eyrun á mér skilja orðin sem eru notuð til að lýsa vínum en tungan á mér finnur bara muninn á góðum vínum og vondum vínum, súrum og römmum. Ég hef aldrei fundið bragð af eik eða sítrusávöxtum eða leðri eða lakkrís í vínglasi. En líklega er það vegna þess að ég hef ekki drukkið nægilega mikið vín um ævina, ég hef heldur ekki borðað sælkeramat nægilega oft til að læra inná hann. En ef ég drekk meira og borða meira er ég viss um að ég gæti líka orðið sælkeri! Þið getið það líka og ég hvet ykkur því til að gera litla tilraun á ykkur, tilraun sem ég gerði á sjálfri mér óvart.
VS.
Ég fór í búð um daginn til að kaupa mér hádegismat, ég keypti mér samloku og kókómjólk en vegna þess að ég var að flýta mér tók ég kókómjólk í flösku í stað fernu (hún var í samlokukælinum í andyrinu, fernur voru innar í búðinni geri ég ráð fyrir). Ég hafði aldrei smakkað kókómjólk í flösku og ég verð að segja að ég stefni á að halda mér frá þeim í framtíðinni. Þetta er alls ekki sama kókómjólkin! Ég er nokkuð viss um að þeir þarna í MS blandi alla kókómjólk eins þannig að munurinn hlýtur að liggja í eðli flöskunnar og fernunnar og hvernig kókómjólkin fer mismunandi upp í neytandann ... kannski ég gefi flöskukókómjólkinni einn séns enn og drekk hana með röri? Alvöru mjóu, kókómjólkurröri? Ef hún bragðast "venjuleg" þá skal ég hætta að gera grín að fólki sem getur bara drukkið ákveðin vín úr ákveðnum glösum og hætta að hugsa með sjálfri mér að þetta fólk sé skrítið ... já, þá vitiði það, mér hefur alltaf fundist sælkerar vera skringilegt fólk;)
Góðar stundir
föstudagur, desember 14, 2007
Ég keyrði kartöflur í dag og er búin að vera að passa menn í nótt, Riddari götunnar er gestur hjá mér núna. Hann var til einhverra vandræða áðan vegna ölvunar og var sóttur. Hann útskýrði fyrir mér afhverju hann drekkur:
Forstöðukonan [ég veit ekki hvar] sagði við mig að þegar ég væri fullur væri ég eins og hundrað menn en þegar ég er edrú er ég eins og lamb. Ég vil ekki vera einhver andskotans kind!! Meeeeeeee!
... þetta eru ágætis rök verð ég að segja:)
Annars hef ég verið að spá, myndi ég koma nakin fram til að verða heimsfræg? Ég er ansi hrædd um að svarið sé já, ég myndi koma nakin fram til að verða heimsfræg EN ég myndi ekki vilja verða heimsfræg fyrir að hafa komið nakin fram ... tvennt ólíkt nefnilega.
En vil ég verða heimsfræg? Það er allt önnur saga og ljótari.
Góðar stundir
Forstöðukonan [ég veit ekki hvar] sagði við mig að þegar ég væri fullur væri ég eins og hundrað menn en þegar ég er edrú er ég eins og lamb. Ég vil ekki vera einhver andskotans kind!! Meeeeeeee!
... þetta eru ágætis rök verð ég að segja:)
Annars hef ég verið að spá, myndi ég koma nakin fram til að verða heimsfræg? Ég er ansi hrædd um að svarið sé já, ég myndi koma nakin fram til að verða heimsfræg EN ég myndi ekki vilja verða heimsfræg fyrir að hafa komið nakin fram ... tvennt ólíkt nefnilega.
En vil ég verða heimsfræg? Það er allt önnur saga og ljótari.
Góðar stundir
þriðjudagur, desember 11, 2007
Þessi gerðist í afskekktri sveit á Austfjörðum ekki alls fyrir löngu.
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.
Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.
Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.
Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:
"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".
... ég veit að nokkrir sem lesa þetta munu kunna að meta þessa sögu;)
Lifið heil
Sighvatur, sem kominn var yfir miðjan aldur og Sóley, ung blómarós næstum helmingi yngri en hann höfðu verið gift í nokkra mánuði og Sóley kvartaði yfir því að fá aldrei fullnægingu með manni sínum. Í sveitinni var ekki læknir en á næsta bæ bjó Sigurður dýralæknir og þau ákváðu að leita til hans með vandræði sín. Sigurður dýralæknir sagðist engin svör kunna við þessu en hann myndi þó eftir því að þegar hann var lítill drengur í þessari sömu sveit, þá hefði belja á bænum átt í erfiðleikum með að fæða kálf og foreldrar hans tekið til þess ráðs að veifa stóru handklæði framan í kúna til þess að kæla hana niður og hjálpa henni að slaka á. Þetta hefði virkað ágætlega.
Dýralæknirinn sagði þeim því að fá hann Pál á Brekku, ungan og hraustan strák úr sveitinni til þess að koma og sveifla handklæði yfir þeim af krafti á meðan þau hefðu samfarir. Það gæti hjálpað Sóleyju til þess að kæla sig niður og slaka á.
Þau fara að ráðum dýralæknisins og fá því Pál á Brekku til þess að koma og sveifa stóru handklæði yfir sér í hjónasænginni en eftir nokkrar tilraunir þá koma þau aftur til Sigurðar og segja að þetta sé ekkert að virka.
Sigurður dýralæknir sest niður hugsi í smá stund og segir þeim þá að prófa að skipta, láta Sighvat sveifla handklæðinu en stráksa fara í rúmið með Sóleyju.
Hjónin fóru heim og prófuðu þetta. Strákurinn fer í rúmið með Sóleyju og Sighvatur veifar handklæðinu af miklum krafti á meðan. Þá er eins og við manninn mælt að Sóley fær hverja fullnæginguna á eftir annarri með tilheyrandi öskrum og stunum og eftir rúma tvo tíma þá veltir strákurinn sér ofan af Sóleyju kófsveittur og úrvinda.
Sighvatur er ekki síður sveittur eftir hamaganginn við að sveifla handklæðinu og horfir á strákinn hróðugur á svipinn og segir með áherslu:
"Svooona á að sveifla handklæðinu Páll!".
... ég veit að nokkrir sem lesa þetta munu kunna að meta þessa sögu;)
Lifið heil
mánudagur, desember 10, 2007
Löggan stoppaði mig á leiðinni heim úr vinnunni á laugardagsmorguninn, ég var eitthvað að vandræðast með að finna bílastæði og keyrði hægt upp götuna og beygði svo inn Freyjugötuna á löllinu og án þess að gefa stefnuljós - ólöglegt, ég veit, en umferðin var ekki nein um sexleytið á laugardagsmorgni ... nema löggubíllinn á eftir mér:)
ég fór út í kant um leið og bláu ljósin blikkuðu á eftir mér, tók af mér húfuna og skrúfaði niður rúðuna:
"Nei, ert þetta bara þú! Ertu á leiðinni heim?"
"Já, er ég svona grunsamleg?"
"Nei, nei, við erum svona desperat, það er allt orðið svo rólegt"
síðustu tímarnir á vaktinni geta verið lengi að líða ef það er ekkert að gerast:)
lítið að gerast mín megin í kvöld, ekki hægt að handtaka þakplötur fyrir að fjúka:)
það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa um hérna en ég man ekki hvað það var? læt að sjálfsögðu heyra í mér þegar ég man það,
þangað til, farið vel með ykkur og ekki gera neina vitleysu:)
ég fór út í kant um leið og bláu ljósin blikkuðu á eftir mér, tók af mér húfuna og skrúfaði niður rúðuna:
"Nei, ert þetta bara þú! Ertu á leiðinni heim?"
"Já, er ég svona grunsamleg?"
"Nei, nei, við erum svona desperat, það er allt orðið svo rólegt"
síðustu tímarnir á vaktinni geta verið lengi að líða ef það er ekkert að gerast:)
lítið að gerast mín megin í kvöld, ekki hægt að handtaka þakplötur fyrir að fjúka:)
það var eitthvað sem ég ætlaði að skrifa um hérna en ég man ekki hvað það var? læt að sjálfsögðu heyra í mér þegar ég man það,
þangað til, farið vel með ykkur og ekki gera neina vitleysu:)
mánudagur, desember 03, 2007
WunderBaum-hugmyndin er stórkostleg Olla, ég ætla að bera hana undir varðstjórana við tækifæri - hlýtur að vera hægt að finna glufu einhvers staðar í fjárútlátarammanum til að koma töfratrjánum fyrir;)
Ég var að spjalla við Fídel í morgun áður en ég fór að sofa og skyndilega fannst mér nefið á honum afskaplega merkilegt, ég kenni þreytu að sjálfsögðu eitthvað um pælingarnar en ég er að spá í að kalla hann Bleiknef í staðinn fyrir Loðkút:)
hann er með barbí-bleikt nef, það hefur auðvitað alltaf verið bleikt en það var bara svo ofsalega áberandi í morgun af einhverjum ástæðum:) ... gæti samt farið illa með egóið þannig að kannski kalla ég hann bara Loðkút áfram? það er svo miklu karlmannlegra, hann má ekki við meiri "vönun" en þegar er orðin;)
hvernig gengur ykkur annars að undirbúa jólin? ... ég verð að fara að spá í þeim bráðum, annars bilast ég á Þorláksmessu og kaupi allar gjafirnar hugsunarlaust með visakortinu;)
lifið heil
Ég var að spjalla við Fídel í morgun áður en ég fór að sofa og skyndilega fannst mér nefið á honum afskaplega merkilegt, ég kenni þreytu að sjálfsögðu eitthvað um pælingarnar en ég er að spá í að kalla hann Bleiknef í staðinn fyrir Loðkút:)
hann er með barbí-bleikt nef, það hefur auðvitað alltaf verið bleikt en það var bara svo ofsalega áberandi í morgun af einhverjum ástæðum:) ... gæti samt farið illa með egóið þannig að kannski kalla ég hann bara Loðkút áfram? það er svo miklu karlmannlegra, hann má ekki við meiri "vönun" en þegar er orðin;)
hvernig gengur ykkur annars að undirbúa jólin? ... ég verð að fara að spá í þeim bráðum, annars bilast ég á Þorláksmessu og kaupi allar gjafirnar hugsunarlaust með visakortinu;)
lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)