þriðjudagur, maí 08, 2007

Vita allir að Þórbergur Þórðarson stundaði æfingar í fjöruborðinu? veit fólk almennt hvernig æfingar? og hverju hann var klæddur?

... þetta eru ekki fræðilegar spurningar heldur skoðanakönnun, svör óskast í kommentakerfið hér að neðan:) ... og bannað að svindla auðvitað, ég treysti ykkur bara;)

búin í skólanum þetta vorið, hefði getað staðið mig betur finnst mér ... ég las mikið en miðað við hvað hefur gengið á undanfarna önn á hinum ýmsu vígstöðvum hef ég greinilega ekki alltaf verið í sambandi þegar ég var að lesa? og nei, ég hefði ekki átt að hætta við Hvannadalshnúkinn og lesa í staðinn, ég gaf mér alveg fínan tíma í skólabækurnar - er það ekki? þið sem hafið ekki hitt mig svo vikum skiptir?;)

ég hef kannski ekki verið að lesa "með meðvitund"? sjáum til þegar að einkunnaskilum kemur, óþarfi að örvænta strax:)

veit samt eitt fyrir víst, það bíður mín fjall í vinnunni þannig að það er ekkert víst að ég hafi tíma til að gera neitt að því sem ég ætlaði að gera strax???

sjáum til, verum glöð og verum til (ekki sjálfgefið;)) !

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ef ég man rétt þá stundaði hann mullers æfingar(einhverja þýska hómópata leikfimi) en hann var alltaf nakinn...

Nafnlaus sagði...

ég tek undir með seinasta kommenti mullers æfingar og var auðvitað nakinn við þá iðju

Frekja með frjálsri aðferð sagði...

Jamm, Mullers og nakinn. Það var eitthvað skáldið sem gerði það og ég treysti þá bara Gumma og Völlu fyrir því að það hafi verið Þórbergur.

Nafnlaus sagði...

Já, ég man líka gjörla að hann stundaði Müllers-æfingar á adamsklæðunum (finnst eins og ég hafi verið á staðnum). Það er eitthvað með hnén og svo lyfta örmunum og halda þeim beint úti. Það er eins og mig minni að hann hafi horft út á sjó - eða sneri hann bara rassinum í pöbulinn?

Berglind Steins

elisabet sagði...

já, hann stundaði Müllers-æfingar af miklum móð en mjög lítið eða ekkert klæddur.

Nafnlaus sagði...

Þórbergur og ég vorum alltaf naktir í fjörunni við Müllersiðkununa okkar. Ég hætti þegar hann dó - ætti kannski að fara að byrja aftur... það er bara eitthvað svo asnalegt að vera einn í þessu. Einhver til í að vera memm?

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.
Þórbergur gerði Mullers-æfingar.

Ætli nútíma útgáfa af þeim sé ekki svipuð og eróbikk.
Þórbergur hlustaði á hljóð náttúrunnar, en eróbikkjur dagsins í dag hlusta á sérhannaða tónlist með ákveðinni taktútfærlsu.
Um 80 bít á sekúndu fyrst, æ hraðar og svo hægar aftur.
Hefur eitthvað með hraða æfinga og hjartslátt að gera.

Sem dæmi Mullersæfingar nútímans, með aukinni þúsaldarviðbót, mætti nefna æfingar úr bók Jay Blahnik, "Full body flexibility".
Hægt að fá þá bók á amason.com

Nafni minn Hvaff, já ég væri til í líkamsrækt undir berum himni.
Sjósund hefur kitlað hugmyndaflugið gegnum árin.
Bara hafa góðan heitan pott og búningsaðstöðu.
Svona hita/kulda skipti gefa ansi góða slökun, þegar maður er orðin vanur þeim.
Byrja rólega, eins og með allt annað.
Heimir H. Karlsson.