miðvikudagur, maí 09, 2007

Takk kærlega fyrir svörin hér að neðan!! :)

Það voru einmitt Müllersæfingar sem hann Þórbergur Þórðarson heitinn stundaði berrassaður niður í Örfirsey :) hann hefur væntanlega snúið sér í allar áttir, býst ég við? en hann horfði á sjóinn þegar myndavélarnar voru nálægt, ég man amk bara eftir rassinum á honum ... til allrar hamingju kannski því ég man hann of greinilega;)

Líta út fyrir að vera skemmtilegar æfingar Hvaff en ég stunda alls engar æfingar nakin og alls ekki niðrí fjöru með marflóm og myndavélum :)

Er það Örfirsey eða Örfirisey eða ... ? íslensk örnefni geta verið sérkennileg, getur til dæmis einhver sagt mér hvort hann segi í alvörunni "Dalvík og Dagverðareyri" í Sjómannavalsinum? afhverju er eyrin kennd við dagverð? og hvað er dagverður? hádegismatur kannski, ef morgunverður er morgunmatur? ... eða drekkutíminn? er það kannksi "Dagvarðareyri", hvað er dagvörður? húsvörður sem vekur alla? eða passar uppá að stilla klukkurnar?:)

Lifið heil og notið nýrun:)

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Já það er Dagverðareyri en ég veit ekki af hverju:)

Nafnlaus sagði...

ef ég man rétt þá er dagverður einmitt morgunmatur...kannski kemur nafnið af því að þarna borðaði maður áður en maður fór að vinna??? Þessi máltíð var einmitt líka kölluð dögurð!

Nafnlaus sagði...

Næst þegar þú kemur norður Guðrún mín fer ég með þig í bíltúr á Dalvík og Dagvarðareyri! Ef við hittum á laugardag getum við kannski farið í ís-bítúr! (Veit ekki hvaðan nafnið kemur, best að spyrja pabba gamla...)