Gleðilegan Júróvisjóndag!! :)
ég ætla ekki að tjá mig um keppnina því ég er lélegur áhorfandi, ég horfi á kvöldunum sjálfum en hef ekkert kynnt mér neitt varðandi keppendurna og lögin ... I have people that do that for me;)
og afsakið, veðrið í dag er mér að kenna, ég var bara á sandölum í gær og jinxaði sumrinu, en þetta lagast;) ég ætla til dæmis að fara í bíltúr og kaupa ís á Akureyri í sumar og þá verður glampandi sól og bongóblíða:) ... og svo þegar Jóhanna kemur heim verður "rejúníon the sequel" og ég er búin að panta gott veður í það líka:)
dögurð, nýtt orð ... fyrir forvitna þá lærði ég annað nýtt orð í gær sem ég vissi ekki að væri til, fletti því upp og allt saman því ég trúði ekki krossgátuleysaranum sem hélt þessu fram, orðið er:
ídrepa
og er annað orð yfir sósur og ídýfur:)
verður ídrepa með snakkinu í kvöld? nei, líklega ekki ... ég er orðin sannfærð um tilvist annarra vídda en ég ætla að ræða betur við annað tækifæri og svo var ég að fatta eitt, Nýdönsk fór eiginlega framhjá mér, ég gæti ekki nefnt eitt lag með þeim ... nema þetta þegar hann spyr hvernig hann komist inn þegar allt er orðið hljótt, vera með um sinn og djamma frammá nótt ... og verður að ganga rekinn í kút til að verða ekki fyrir aðkasti mannanna :)
Merkilegt.
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
5 ummæli:
Mér finnst að ídrepa gæti vel verið dulkóðað orð fyrir öskubakka. Gott orð, bara spurning um merkingu. En ég staðfesti orð þín, ég fletti upp í orðabók. Ídrepa er samheiti fyrir ídýfu.
Berglind Steins
Frábært "kombakk" hjá þér eftir skólabókalestur :)
Sumir hafa viljað nota dagverður fyrir brunch.
Ertu svo til í að fara í kuldagallann svo það verði sól um helgina?
Gleðilega júró dag :) Ég verð að viðurkenna að ég er með smá orðablæti þannig að ég vildi gjarnan vita hvernig þú rekst á þessi orð?
Hey!
Ætlarðu að keyra norður og jinxa veðrið þar svo það verði gott fyrir sunnan eða?
Hmm, hægt að skilja þetta á tvo vegu :D
já og gleðilega Júró dag nr. 1!
Sæl Guðrún.
íslenskt mál, orð og merking.
Skemmtilegt að velta slíku fyrir sér.
Minnir mig á gamla góða íslenskukennrarann minn úr Menntaskólanum á Akureyri.
Hann benti okkur á orðirð skráveifa, úr "Punktur, punktur, komma strik" minnir mig.
Skráveifa gæti verið svona manneskja sem selur leikhússkrár og/eða bíóprógrömm. var alþekkt í gamla daga.
Ungar dömur sem gengu um sali leikhúss/kivkmyndahúsa fyrir sýningar og seldu sígarettur og leikskrár.
Veifuðu oft leikskrám, þarf af leiðir orðirð skráveifa ?
Eða orðið meinloka.
Ég þarf stundum að ná í meinloku fyrir viðskipatvini í minni vinnu.
Meinloka gæti verið plástur, plásturinn lokar meininu=sárinu.
Bara alveg eins og orðið Gámur.
í fréttum af Vestmannaeyjagosinu var í upphafi alltaf talað um að svo og svo margir Containers hefðu verið fluttir í land með búslóðum.
Einhver uppgötvaði að verkamenn við höfnuna höfðu lengið notað orðið gámur yfir container.
Gámur er fornt íslenskt orð og merkir tómur eða illa fyllanlegt gímald.
Heimir H. Karlsson.
Skrifa ummæli