Ég held að vorið sé komið:) ég fór niður í bæ í gær og það voru allir á Laugaveginum brosandi í sólinni:) ... allir sem voru ekki í fangageymslum lögreglunnar eða þunnir eftir fyllerí föstudagskvöldsins:) ég var að vinna á kaffihúsinu á föstudagskvöldið, það var drukkið ótæpilega og greinilega mikil stemmning í bænum og ég var fegin inní mér að vera ekki að vinna á skemmtistað, sérstaklega fegin að vera ekki að vinna sem dyravörður miðað við "hressleika" viðskiptavinanna og þeirra sem fóru um Laugaveginn:)
ég var líka að vinna í gærkvöldi og eins og kvöldið áður var ég að labba heim um miðja nótt, þessir tveir göngutúrar styrktu mig í þeirri trú að vorið sé komið því í bæði skiptin sá ég fólk sem var að ... láta vorloftið leika um líkamshluta sem ... yfirleitt eru klæddir í gammósíur í febrúar:) einu sinni er tilviljun en ætli tvisvar sé faraldur?;) alltaf gaman að fara í göngutúr samt en ég er að hugsa um að stunda þá fyrr á kvöldin ... og horfa bara niður á gangstéttina:)
ég er að fara í frænkukaffi á eftir, einu sinni á ári hittast allar konurnar í ættinni, þær sem eru orðnar 14 ára, og borða kökur og spyrja hvernig allt gengur og spjalla og kynnast ... merkilegt hvað ég þekki frænkur mínar lítið, samt mætti ég í fyrra, kannski kynnist ég þeim betur í dag?:)
Góðar stundir
sunnudagur, febrúar 26, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli