þriðjudagur, febrúar 14, 2006

Ég er brjáluð!!! Hef ekki verið svona reið lengi, lengi, lengi:) og afhverju er ég reið spyrjið þið kannski? já, ég er lasin aftur þó ég hafi verið að gera allt rétt, sofa nóg, borða hollt, hafragrautur í morgunmat og líka eitthvað grænt á hverjum degi, æfa og taka vítamín allt sem ég á að gera til að verða ekki lasin og hvað gerðist? ég er komin með bullandi kvef og er búin að eyða síðustu tveim dögunum í að nota augun til skiptis (kvef í augunum brenglar sjónina) og sofa þegar ég loka þeim báðum, vá hvað ég nenni þessu ekki:(

þannig að ég tók próf því ég sat við tölvuna en ég hef svo litla athyglisgetu að ég þurfti bara að fylla inn afmælisdaginn minn, ég þrufti ekki að svara spurningum:)

Your Life Path Number is 5

Your purpose in life is to life freely and collect experiences.

You love life - new adventures, new people, new ideas.
You are very curious, and you crave novelty in all forms.
You tend to make friends easily, and you enjoy the company of all types of people.

In love, you are fun and even a bit intoxicating. But you won't stick around for long.

You are impulsive and spontaneous - which sometimes leads you to do things you regret.
Sometimes you can be overindulgent with food, sex, or drugs.
You have many talents, so many that you are often scattered and unfocused.


og takk allir sem kommentuðu á spurningarnar í síðustu færslu:) svörin glöddu mig mikið í veikindunum og til að gleðja ykkur á móti ætla ég að birta hérna brandara sem ég fékk frá Maju, ég hló upphátt:)

Sambandsbrandari í tilefni af Valentínusardeginum:)

Hennar hlið á gærkvöldinu

Hann var í furðulegu skapi í gærkvöldi. Við höfðum ákveðið að hittast á kaffihúsi yfir einum drykk eða svo. Ég hélt að það væri mér að kenna, þar sem ég var heldur sein vegna þess að ég var að versla með stelpunum og gleymdi mér aðeins. Hann minntist samt ekkert á það.
Okkur gekk ekkert að ná saman, svo ég hélt að það yrði kannski þægilegra að vera einhvers staðar þar sem við gætum verið ein, svo við fórum á mjög rómantískt veitingahús. En hann var ennþá í ferlega furðulegu skapi.
Ég reyndi að hressa hann og var farin að spá í hvort að þetta væri bara ég eða hvort eitthvað alvarlegt væri í gangi. Ég spurði hann, en hann svaraði því neitandi. En ég var ekki viss.
Allavega, á leiðinni heim, sagði ég honum hvað ég elskaði hann heitt. Hann setti hendina utan um mig, en svaraði mér ekki. Ég veit ekki hvað í fjandanum það á að þýða, því ég var nú kannski að vonast til að hann myndi segja að hann elskaði mig líka eða eitthvað.
Við komum loksins heim og ég var farin að spá í hvort hann ætlaði að dömpa mér. Ég reyndi að fá hann til að tala, en hann kveikti bara á sjónvarpinu.
Þá gafst ég upp og fór í rúmið. Mér til mikillar undrunar þá kom hann upp til mín um það bil 20 mínútum seinna. Við gerðum það, en hann virtist ennþá vera utan við sig. Eftir kynlífið dauðlangaði mig að hundskamma hann, en ég grét mig bara í svefn.
Ég veit ekki hvað ég á að gera lengur. Ég meina, í alvöru. Ég held að hann sé farinn að halda framhjá mér.








Hans hlið á gærkvöldinu

Liverpool tapaði. Ég fékk þó að ríða.

Lifið heil og hraust

Engin ummæli: