Ég spilaði Texas Hold'em í fyrsta skipti í gær og ég er alls ekki eins góð í því og í Risk, ekki einu sinni vottur af byrjurnarheppni hjá mér þó ég hafi unnið eina "gjöf", einn pott sem hélt mér því miður ekki gangandi sérlega lengi þannig að ég lék við kettlinginn sem var ofsalega sætur:) við ætum að spila aftur í næsta mánuði en þá ætla ég sko að vera búin að lesa allar reglurnar og finna síðu þar sem ég get æft mig án þess að þurfa að borga pening því ég er sátt við líf mitt fjárhagslega þessa dagana og kýs að stofna því ekki í meiri hættu en um 500 kall mánaðarlega:)
og í kvöld er ég að fara í kokkteilboð sem ég er viss um að verði mjög skemmtilegt:) og þó mér líði þannig er ég innilega að vona að ég sé ekki að verða lasin ... ég ætla að sofa út á morgun og drekka kakó og te og borða sítrónur heilar með hýði og öllu ... eða bara snúa mér á hina hliðina þegar ég vakna og sofa lengur;)
Lifið heil
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli