fór út í kvöld og spilaði Risk í fyrsta skipti á ævinni:) ég rústaði vinum mínum, af einhverjum ástæðum átti þetta spil við mig:) veit ekki hvort ég verði eins góð næst (að ná að leggja undir mig Asíu og Norður Ameríku er víst ekkert auðvelt ... við vorum fimm að spila) en það kemur bara í ljós ... mér líður samt líka illa því ég varð að útrýma einum spilaranum af borðinu þannig að þó að sigurinn hafi verið ljúfur (ég er alls ekkert vön því að vinna í spilum) þá er hrikalegt að bera ábyrgð á þjóðarmorði, þjóðarútrýmingu því ég tók alla kallana hennar af borðinu ...
en mikið rosalega finnst mér annars gaman að spila:)
lifið heil
sunnudagur, febrúar 05, 2006
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli