miðvikudagur, febrúar 08, 2006

Núna má þetta!!!

Til hamingju Ísland - töff, töff, töff!! ... held að við vinnum þetta í ár ef Silvía Nótt fer fyrir okkur, annars skil ég ekki afhverju við höfum aldrei unnið því þjóðin er alltaf svo sátt við lagið og tónlistarmennina sem fara sem fulltrúar okkar ... nema þegar við sendum Hægt og hljótt, ég skil að við unnum ekki þá og já þarna lagið sem Daníel Ágúst söng, Horfðu aftur eða hvað það nú hét, ég skil afhverju það vann ekki en svona yfirleitt höfum við sent "Lagið" en samt ekki unnið ... en 2006 keppnin gæti breytt þessu, jamms, ég held að okkar tími sé kominn, svona áður en við verðum óvinsæl þjóð fyrir að ljúga að heiminum gegnum auglýsingar, hreint land, fagurt land og dirty weekend dæmið ... ég man þegar ég var að vinna á hótelinu og horfði á þessa dirty weekend gaura lippast útá flugvöll á sunnudagskvöldum, tugþúsundum krónum fátækari með verstu timburmenn lífs síns án þess að hafa komist nær íslenskri stelpum en að standa við hliðina á þeim á barnum - ég umgengst kannski ekki "réttu" stelpurnar en þær sem ég þekki eru ekki mikið fyrir menn sem gera ráð fyrir að þær séu druslur, þó þeir hafi lagt land undir fót til að komast í návígi við þær ...

og svo þetta hreint land, fagurt land ... hvenær ætli það fattist að við erum það ekki? þegar Kyoto-bókunin hefur runnið sitt skeið og við erum ekki lengur háð því að standa við það sem við skrifuðum undir (með undanþágum) og förum að menga eins og grænmetisæta á hvítlauks- og baunkúr til að bæta fyrir öll "ónýtu" árin sem við gátum ekki mengað að vild? En ég skil auðvitað afstöðu þeirra sem búa á landsvæðum þar sem fólk hefur ekki nóg að gera og það fá ekki allir vinnu, auðvitað vilja allir geta unnið ... flestir að minnsta kosti ... en afhverju alltaf álver? fyrst stjórnvöld vilja endilega borga með mengandi stóriðjum afhverju ekki olíuhreinsistöðvar eða kjarnorkuver? Ég held að það væri sniðugt að vera með mismunandi tegundir mengandi stóriðja í staðinn fyrir allar af sömu tegund, svona þegar það uppgötvast að það eru til fleiri efni sem eru jafnsterk og ál en léttari eða þegar rannsóknir eru gerðar á áhrifum áls og niðurstöðurnar sýna að það veldur Alzheimer ... ég ætti að endurvinna meira en ég geri:) og ég gleymdi að kaupa ljósaperur ... ég gleymdi alveg að fara í búðina ... aftur ... en að minnsta kosti án ljósapera sé ég bara fagra íbúð þegar ég lít í kringum mig:)

Góðar stundir

Engin ummæli: