Gleðilegan sólskinsdag:)
ég veit að ég hef ekki bloggað í langan tíma, ég hef verið að dunda mér við annað undanfarið, annað mikilvægara og leiðbeinandi minn er barasta ánægður með mig:) enda kannski ekki erfitt að bæta fyrri frammistöðu? ekki neitt vs. smá er munur;)
Ég fékk ljóð sent um daginn sem mér fannst svo sniðugt að ég ætla að setja það hingað inn, ykkur til ánægju og yndisauka á þessum fína degi:)
Bati
Hér áður fyrr var angist mín svo sterk
ég endaði sem flak og taugabindur
af því að ég kom aldrei neinu í verk
og ævi mín var kvöl og vítahringur.
En allt er breytt, nú uni ég mér glaður
og ekkert hamlar lengur mínum frama.
Nú er ég orðinn nýr og betri maður:
Nú kem ég engu í verk – og er skítsama.
Þórarinn Eldjárn
Lifið heil rúsínurnar mínar:)
P.S. Að gefnu tilefni þá var fólkið sem viðraði botnana sína síðustu helgi ekki að pissa ...
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli