fimmtudagur, apríl 15, 2004

nú er orðið heillangt síðan ég bloggaði síðast, mikið að gerast og þannig:)

Hannesinn kom heim í gærkvöldi, við Íris sóttum hann á flugvöllinn, hlógum meðal annars að kærustupari sem var greinilega búið að vera of lengi saman og var farið að láta líkamstjáningu sína segja allt sem þau höfðu við hvort annað að segja, málið var bara að það sáu allir aðrir nákvæmlega hvað þau voru að segja við hvort annað:) skutlaði Hannesi heim og fékk að fara með fjölskyldunni hans að sýna honum nýja húsið sem þau eru að byggja, vá... vá... og VÁ!! verulega flott hús!!:) ég veit að ég er geðveikt nörd en ég get ekki beðið eftir að sjá rafmagnstöfluna þegar Palli er búinn með hana:) ég þekki strák sem er rafvirki/rafeindavirki/rafmagns-eitthvað-menntaður og hann er með snertiskjá uppá súlu í miðri stofunni þar sem hann getur stjórnað tónlistinni, birtunni og öllu hinu sem gengur fyrir rafmagni í íbúðinni... veit ekki hvort mér finnst þessi "miðstöð" kúl eða krípí?

ég fór til læknisins míns á þriðjudaginn vegna þess að ég er með svo slæma eyrnabólgu en hann sagði mér að vera ekki kelling, þetta liði hjá ... í hvert einasta skipti sem ég fer til hans segir hann að ég sé kelling og þetta muni líða hjá, rifinn vöðvi til dæmis tekur bara x-marga mánuði að gróa og ég verði bara að þola það og ekki væla yfir því... merkilegt, ég vil fá samúð og svona klapp á bakið (ekki þeim megin sem mér er ill í vöðvanum samt) og þoli ekki hvað hann er höstugur en samt sækist ég í að panta tíma einmitt hjá honum, get ekki hugsað mér að fara til einhvers annars læknis ... þetta er kannski einhver -ismi sem hrjáir mig og ég hef ekki gert mér grein fyrir því ennþá?

Engin ummæli: