mánudagur, apríl 26, 2004

Góðan og blessaðan!! netið komið í samband hjá mér aftur sem betur fer:) ein ritgerð eftir og tölvan er í essinu sínu akkúrat núna, hef aldrei séð hana vippa sér eins hratt milli heimasíðna og í dag, það hreinlega lýsir af henni hún er svo hress ... fyrir utan hrygluhljóðið sem viftan gefur frá sér öðru hvoru, ég vona bara innilega að þetta séu ekki síðustu dauðateygjurnar sem ég er að verða vitni að? eins og ég er alltaf að lesa um í bókum og sjá í bíómyndum, fólk sem hefur verið lasið í lengri tíma en fær svo aukinn kraft í smástund rétt áður en það deyr sbr. vinurinn í Hinni feigu skepnu eftir Philip Roth sem reyndi að afklæða konu sína og koma við brjóstin á henni nokkrum mínútum áður en hann varð allur ... ég ætla að kaupa mér nýja tölvu þegar vaxtabæturnar koma í ágúst í staðinn fyrir að gera eitthvað skynsamlegt eins og borga upp eitthvað lán, það borgar sig víst líka að skulda eitthvað og ég get ekki hugsað mér að vera tölvulaus:/

jæja, um að gera að halda áfram þó það sé sól úti, bara tveir sólarhringar eftir... og ég HATA brauð með kæfu, það er enn of stutt liðið síðan ég fékk ógeð á smurostum þannig að nú lýsi ég eftir nýju áleggi sem endist eitthvað eins og kæfa og smurostur og sulta en er ekkert ofantalið:) mig vantar eitthvað nýtt sem ég get horft á og borðað án þess að vera of glorsoltin til að vera sama hvað er á brauðinu... kannski ætti ég að snúa mér að einhverju öðru alveg? borða bara snúða eða eitthvað....????

P.S. ég vildi óska að gaurinn á móti myndi fatta að hann eigi aldrei eftir að bæta sig neitt á þessum blessaða rafmagnsgítar, hann er búinn að æfa sig í að minnst kosti þrjú ár (ég hef búið hérna í þrjú ár núna) og hann er enn að æfa sömu stefin, aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og er ekkert að fara að ná þeim - ég dáist að fólki sem gefst ekki upp en ég dáist enn meira að fólki sem veit hvað þeirra takmörk eru og finna sér nýtt áhugamál....

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

eg var ad leita ad, takk