Magnús er farinn í sveitina - eða eins og við segjum heima, he's gone to the happy hunting grounds - hann hefur verið lasinn undanfarið þannig að þetta er líklega fyrir bestu, mamma á hins vegar eftir að sakna hans mjög mikið.
Fyrir þá sem ekki þekkja til þá var Magnús froskur sem ég tók að mér fyrir nokkrum árum en þegar Fídel kom til að búa hjá mér varð ljóst að þeim myndi aldrei semja þannig að hann fór í pössun til mömmu þar sem hann hefur verið núna í næstum tvö og hálft ár. Hann var búinn að lifa svo lengi þegar ég fékk hann að allir bjuggust við að hann myndi deyja fljótlega (svona froskar eiga ekki að lifa nema eitt til tvö ár) en hann var í fullu fjöri þangað til fyrir um það bil tveim vikum þegar hann hætti að vilja borða. Nafnið Magnús er tilkomið vegna misskilnings, stelpan sem var með hann á undan mér var alltaf að tala um froskinn og Magnús í sömu setningu og á ályktaði (ranglega eins og mér einni er lagið) að froskurinn héti Magnús en þá var það fyrsti eigandinn sem hét Magnús, froskurinn hét ekki neitt. Einu sinni þegar ég fór í Fiskó til að fá hann "greindann" (það er nauðsynlegt að vita hvers konar froskur býr inná baðherberginu ... þó það skipti auðvitað ekki neinu máli í daglegri umgengni) fékk ég að heyra að einu sinni hafði Magnúsinn sem átti hann fyrst keypt annan lítinn frosk til að hafa hjá honum svo hann yrði ekki einmanna - Magnús hins vegar tók sig til og át litla vin sinn nokkrum klukkutímum eftir að hann var settur í búrið til hans. Það var frekar óþægilegt að vera með froskætufrosk í höndunum í búð fullri af litlum börnum sem horfðu á hann - og mig! og ég sem hef aldrei borðað nema lappir af froskum, aldrei í heilu lagi og lifandi - eins og eitthvað óargadýr. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu og pabba frá vinar-áts-tilfellinu og pabbi fyrirgaf Magnúsi aldrei, þeir urðu aldrei sérstakir vinir, aðallega vegna þess að Magnús borðaði bara lifandi mat sem varð að rækta (orma, maðka, lirfur) og pabbi þolir engin skorkvikindi... en samt kom ég nokkrum sinnum að pabba þar sem hann stóð grafkyrr yfir búrinu og horfði á Magnús gera ekki neitt, hvernig er "morbid fascination" þýtt á íslensku?:)
Ég held að við munum öll sakna Magnúsar, meira að segja pabbi, þannig að ef þið þekkið einhver dýr sem þarfnast góðs heimilis í styttri eða lengri tíma - heimili foreldra minna hefur í gegnum tíðina verið athvarf og síðasti áfangastaður fjölda gæludýra en það er löng saga sem ég ætla ekki að byrja á núna - má endilega hringja í mig, sérstaklega ef þetta er froskur eða eitthvað furðudýr því frændsystkinum mínum fannst sérlega gaman að koma til ömmu sinnar, að heimsækja froskinn ... og matinn hans;)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli