langt síðan ég hef bloggað, mikið að gerast þessa dagana... en tími til kominn að surfa pínkuponsu fyrst ég var vöknuð fyrir sjö í morgun, þá má alveg leyfa sér solleis er það ekki?
fílarðu Bush? mæli með því að hafa hljóðið með þegar þið skoðið síðuna:)... en lækkið svo áður en þið fáið það á heilann, mæli með því líka... hefði átt að fatta það sjálf:)
ég er ofsalega mikið fyrir lista og kvót, eins og sést hérna neðst á síðunni minni, þess vegna var ég himinlifandi þegar ég rakst á The Keepers of Lists síðuna um daginn:) þarna er hægt að finna fyrirsagnir framtíðarinnar, lista yfir vísbendingar um að foreldrar þínir eru að ofvernda þig, hvað þú átt ekki að segja í atvinnuviðtali, tilbrigði við sígarettuumbúðaáróður, hvernig er hægt að forðast skatta og hvernig er hægt að tala um sjálfsfróun án þess að nota orðið sjálfsfróun og svo framvegis og framvegis...
... ég fann Lista-geymarana þegar ég var að leita að leiðbeiningum um að gefa köttum pillur... alltaf gaman;)
þið stelpur sem voruð spenntar fyrir Elijah Wood, sorry, hann er hommi... yeah right!!! ég er ekki sannfærð:) þetta eru ekki sérlega hommalegar myndir, má ekki gera neitt til að virka hommi ... kannski er ég líka hommi?? talandi um Lord of the Rings, hafið þið prófað að slá inn Orlando Bloom í Google? þið fáið um það bil 1,280,000 niðurstöður en bara um það bil 749,000 fyrir Elijah Wood og bara um 322,000 fyrir Viggo Mortensen, ef þið sláið Lord of The Rings inn hins vegar fáið þið 6,600,000 niðurstöður:) hmmm... betra að læra en að eyða tíma í þessa vitleysu;)
góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli