komið föstudagskvöld ... var að koma heim frá foreldrum mínum þar sem við vorum að borða pizzu:) hef komist frekar nálægt því að óverdósa af pizzu þessa vikuna en ... nei, ég er soldið frá því ennþá:) kannski þegar ég verð búin að borða afganga kvöldsins í kvöld í morgun-, hádegis- og kvöldmat á morgun? kannski ekki?:)
búið að vera alveg einstaklega skemmtileg vika:) náði að skila verkefnamöppu á réttum tíma, held að ég hafi loksins náð að "vertera" mér milli skora í skólanum eftir margar, margar tilraunir, spilaði heilan helling, fór á verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og það varð barasta rosalega skemmtilegt kvöld... svo er Practical Magic í sjónvarpinu núna - jamms, Sandra Bullock nú verður poppað og glápt... ég veit, ég veit, ég er lúði en veðrið er ógeðslegt;)
föstudagur, apríl 02, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli