hmmm... er svona time-delay á blogger.com líka? eins og á beinum útsendingum eftir brjóst Janet Jackson? skrifaði færslu fyrir löngu sem er ekki enn komin á netið ... skil ekki? vildi bara bæta þessu við... en kannski birtist þetta ekki heldur fyrr en eftir hádegi eða eitthvað þegar það er orðið of seint?
Hádegisverðarfundur verður haldinn um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga í Iðnó klukkan 12:15 föstudaginn 16. apríl. Að fundinum standa Fjölmenningarráð, Samtök kvenna af erlendum uppruna, ungliðahreyfingar úr öllum stjórnmálaflokkum auk vefritanna Deiglan.com, Frelsi.is, Múrinn.is, Pólitík.is, Sellan.is og Skoðun.is. Er þetta sami hópur og hefur staðið að undirskriftasöfnun gegn frumvarpinu á vef Deiglunnar, http://www.deiglan.com/undirskrift/
Á fundinum verður fjallað um frumvarpið og þau atriði í því sem aðfinnsluverð þykja. En meðal þeirra er að frumvarpið gerir að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli hjónabands, sambúðar eða samvistar að erlendur maki, sambúðar- eða samvistarmaki hafi náð 24 ára aldri. Þá veitir frumvarpið yfirvöldum heimildir til að taka DNA-sýni af innflytjendum, sem sækja um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, og til að gera leit á heimili eða persónu einstaklinga án dómsúrskurðar - í fleiri tilvikum en verið hefur. Þetta telja aðstandendur fundarins og söfnunarinnar ganga gegn grundvallarreglum íslensks réttarkerfis. Eins og áður segir mun fundurinn hefjast klukkan 12:15 og munu framsögumenn halda stuttar tölur í u.þ.b. 30 mínútúr en að þeim loknum verða opnar umræður um málið. Fundurinn er öllum opinn.
föstudagur, apríl 16, 2004
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli