mánudagur, apríl 26, 2004

Góðan og blessaðan!! netið komið í samband hjá mér aftur sem betur fer:) ein ritgerð eftir og tölvan er í essinu sínu akkúrat núna, hef aldrei séð hana vippa sér eins hratt milli heimasíðna og í dag, það hreinlega lýsir af henni hún er svo hress ... fyrir utan hrygluhljóðið sem viftan gefur frá sér öðru hvoru, ég vona bara innilega að þetta séu ekki síðustu dauðateygjurnar sem ég er að verða vitni að? eins og ég er alltaf að lesa um í bókum og sjá í bíómyndum, fólk sem hefur verið lasið í lengri tíma en fær svo aukinn kraft í smástund rétt áður en það deyr sbr. vinurinn í Hinni feigu skepnu eftir Philip Roth sem reyndi að afklæða konu sína og koma við brjóstin á henni nokkrum mínútum áður en hann varð allur ... ég ætla að kaupa mér nýja tölvu þegar vaxtabæturnar koma í ágúst í staðinn fyrir að gera eitthvað skynsamlegt eins og borga upp eitthvað lán, það borgar sig víst líka að skulda eitthvað og ég get ekki hugsað mér að vera tölvulaus:/

jæja, um að gera að halda áfram þó það sé sól úti, bara tveir sólarhringar eftir... og ég HATA brauð með kæfu, það er enn of stutt liðið síðan ég fékk ógeð á smurostum þannig að nú lýsi ég eftir nýju áleggi sem endist eitthvað eins og kæfa og smurostur og sulta en er ekkert ofantalið:) mig vantar eitthvað nýtt sem ég get horft á og borðað án þess að vera of glorsoltin til að vera sama hvað er á brauðinu... kannski ætti ég að snúa mér að einhverju öðru alveg? borða bara snúða eða eitthvað....????

P.S. ég vildi óska að gaurinn á móti myndi fatta að hann eigi aldrei eftir að bæta sig neitt á þessum blessaða rafmagnsgítar, hann er búinn að æfa sig í að minnst kosti þrjú ár (ég hef búið hérna í þrjú ár núna) og hann er enn að æfa sömu stefin, aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og aftur og er ekkert að fara að ná þeim - ég dáist að fólki sem gefst ekki upp en ég dáist enn meira að fólki sem veit hvað þeirra takmörk eru og finna sér nýtt áhugamál....

miðvikudagur, apríl 21, 2004

langt síðan ég hef bloggað, mikið að gerast þessa dagana... en tími til kominn að surfa pínkuponsu fyrst ég var vöknuð fyrir sjö í morgun, þá má alveg leyfa sér solleis er það ekki?

fílarðu Bush? mæli með því að hafa hljóðið með þegar þið skoðið síðuna:)... en lækkið svo áður en þið fáið það á heilann, mæli með því líka... hefði átt að fatta það sjálf:)

ég er ofsalega mikið fyrir lista og kvót, eins og sést hérna neðst á síðunni minni, þess vegna var ég himinlifandi þegar ég rakst á The Keepers of Lists síðuna um daginn:) þarna er hægt að finna fyrirsagnir framtíðarinnar, lista yfir vísbendingar um að foreldrar þínir eru að ofvernda þig, hvað þú átt ekki að segja í atvinnuviðtali, tilbrigði við sígarettuumbúðaáróður, hvernig er hægt að forðast skatta og hvernig er hægt að tala um sjálfsfróun án þess að nota orðið sjálfsfróun og svo framvegis og framvegis...

... ég fann Lista-geymarana þegar ég var að leita að leiðbeiningum um að gefa köttum pillur... alltaf gaman;)

þið stelpur sem voruð spenntar fyrir Elijah Wood, sorry, hann er hommi... yeah right!!! ég er ekki sannfærð:) þetta eru ekki sérlega hommalegar myndir, má ekki gera neitt til að virka hommi ... kannski er ég líka hommi?? talandi um Lord of the Rings, hafið þið prófað að slá inn Orlando Bloom í Google? þið fáið um það bil 1,280,000 niðurstöður en bara um það bil 749,000 fyrir Elijah Wood og bara um 322,000 fyrir Viggo Mortensen, ef þið sláið Lord of The Rings inn hins vegar fáið þið 6,600,000 niðurstöður:) hmmm... betra að læra en að eyða tíma í þessa vitleysu;)

góðar stundir

föstudagur, apríl 16, 2004

hmmm... er svona time-delay á blogger.com líka? eins og á beinum útsendingum eftir brjóst Janet Jackson? skrifaði færslu fyrir löngu sem er ekki enn komin á netið ... skil ekki? vildi bara bæta þessu við... en kannski birtist þetta ekki heldur fyrr en eftir hádegi eða eitthvað þegar það er orðið of seint?

Hádegisverðarfundur verður haldinn um frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á lögum um útlendinga í Iðnó klukkan 12:15 föstudaginn 16. apríl. Að fundinum standa Fjölmenningarráð, Samtök kvenna af erlendum uppruna, ungliðahreyfingar úr öllum stjórnmálaflokkum auk vefritanna Deiglan.com, Frelsi.is, Múrinn.is, Pólitík.is, Sellan.is og Skoðun.is. Er þetta sami hópur og hefur staðið að undirskriftasöfnun gegn frumvarpinu á vef Deiglunnar, http://www.deiglan.com/undirskrift/

Á fundinum verður fjallað um frumvarpið og þau atriði í því sem aðfinnsluverð þykja. En meðal þeirra er að frumvarpið gerir að skilyrði fyrir veitingu dvalarleyfis á grundvelli hjónabands, sambúðar eða samvistar að erlendur maki, sambúðar- eða samvistarmaki hafi náð 24 ára aldri. Þá veitir frumvarpið yfirvöldum heimildir til að taka DNA-sýni af innflytjendum, sem sækja um dvalarleyfi á grundvelli fjölskyldusameiningar, og til að gera leit á heimili eða persónu einstaklinga ­ án dómsúrskurðar - í fleiri tilvikum en verið hefur. Þetta telja aðstandendur fundarins og söfnunarinnar ganga gegn grundvallarreglum íslensks réttarkerfis. Eins og áður segir mun fundurinn hefjast klukkan 12:15 og munu framsögumenn halda stuttar tölur í u.þ.b. 30 mínútúr en að þeim loknum verða opnar umræður um málið. Fundurinn er öllum opinn.
Melkorka litla Kristófersdóttir á afmæli í dag, hún er tveggja ára - til hamingju með afmælið:)


og Björgvin Halldórsson er 53 ára í dag


nú finnst mér að Ólafur Ragnar ætti að koma upp svona heimsíðu, bara til að gleðja fólkið í landinu:)

... svo var ég að leita að litlum mynd af bangsa til að setja fyrir neðan Melkorku og fann þetta ... merkilega mikill bissness;) sjálf kann ég alveg að meta fallega bangsa en ... fyrr má nú vera;)

fimmtudagur, apríl 15, 2004



... eitt dæmi um hvað tölvur eru klikkaðar ... "Keyboard not present, press F1 to continue" er líka vinsælt en ég á ekki mynd af því ...
nú er orðið heillangt síðan ég bloggaði síðast, mikið að gerast og þannig:)

Hannesinn kom heim í gærkvöldi, við Íris sóttum hann á flugvöllinn, hlógum meðal annars að kærustupari sem var greinilega búið að vera of lengi saman og var farið að láta líkamstjáningu sína segja allt sem þau höfðu við hvort annað að segja, málið var bara að það sáu allir aðrir nákvæmlega hvað þau voru að segja við hvort annað:) skutlaði Hannesi heim og fékk að fara með fjölskyldunni hans að sýna honum nýja húsið sem þau eru að byggja, vá... vá... og VÁ!! verulega flott hús!!:) ég veit að ég er geðveikt nörd en ég get ekki beðið eftir að sjá rafmagnstöfluna þegar Palli er búinn með hana:) ég þekki strák sem er rafvirki/rafeindavirki/rafmagns-eitthvað-menntaður og hann er með snertiskjá uppá súlu í miðri stofunni þar sem hann getur stjórnað tónlistinni, birtunni og öllu hinu sem gengur fyrir rafmagni í íbúðinni... veit ekki hvort mér finnst þessi "miðstöð" kúl eða krípí?

ég fór til læknisins míns á þriðjudaginn vegna þess að ég er með svo slæma eyrnabólgu en hann sagði mér að vera ekki kelling, þetta liði hjá ... í hvert einasta skipti sem ég fer til hans segir hann að ég sé kelling og þetta muni líða hjá, rifinn vöðvi til dæmis tekur bara x-marga mánuði að gróa og ég verði bara að þola það og ekki væla yfir því... merkilegt, ég vil fá samúð og svona klapp á bakið (ekki þeim megin sem mér er ill í vöðvanum samt) og þoli ekki hvað hann er höstugur en samt sækist ég í að panta tíma einmitt hjá honum, get ekki hugsað mér að fara til einhvers annars læknis ... þetta er kannski einhver -ismi sem hrjáir mig og ég hef ekki gert mér grein fyrir því ennþá?

sunnudagur, apríl 11, 2004

mér er batnað ... eiginlega alveg, enn með pínkuponsu kvef og þannig en ég er ekki með hita eða neitt sem er eins gott ... ég er að reyna að skrifa ritgerð... ekki alveg að ganga að vísu því mig langar ekki til að skrifa þessa ritgerð en það verður víst að gera svona til að fá einkunn fyrir námskeiðin ... það verður líka að taka próf en mig langar ekkert til að taka próf á miðvikudaginn ... en eftir prófið kemur Hannesinn heim og á þarf ekki að skila næsta verkefni fyrr en 23. apríl ... næstum því tíu daga pása - mjög sátt við það:) það munu vera góðir dagar ... svo er ég búin 28. apríl og það er gott;)

verð að fara að pæla meira í ismunum en heimildarvinnan er í tómu tjóni - ég vissi ekki neitt um þessa isma þegar ég byrjaði þannig að ég ætti að vísa í ALLT sem ég skrifa, nema nafnið mitt því það er "almenn þekking" ... að minnsta kosti meðal þeirra sem þekkja mig ... ohhhhhh... ég hata heimildir.....

EN bróðir minn keypti handa mér minidiskspilara í París, ég ætla að borga hann auðvitað en hann keypti hann handa mér!!! og svo kom hann með gjöf frá París sem ég þarf ekki að borga? væntanlega ekki því þetta er gjöf - ég er rosalega sátt við litla bróður minn og Debbý, þau eru gott fólk:)!! þrátt fyrir ritgerðir og próf er lífið einstaklega gott þessa dagana!

góðar stundir

miðvikudagur, apríl 07, 2004

var að fá tölvupóst með link sem ég get sett beint á síðuna mína:


þetta er linkurinn ... á að vera hægt að smella á myndina en ég er með of mikinn hita til að fatta hvað ég er að gera vitlaust;)


komin á fætur aftur, var ekkert sofandi í morgun, ég er ennþá lasin, augnlokin eru eins og lítið barn hafi föndrað þau úr trölladeigi á leikskólanum og nefið eins og nefið á Gutta eftir að hann datt af veggnum ... "Nú er Gutta nefið snúið, nú má hafa það á tröll"

góðar stundir
ég fór að sofa í gær klukkan níu vegna þess að ég var svo slöpp eitthvað, einhvers konar pest ... ég held að ég hafi ekki vaknað í dag - ég vona að minnsta kosti að ég sé ennþá sofandi og að dreyma þettta núna, það á ekki að vera hægt að vakna svona veikur eftir tólf klukkutíma svefn! jamms, ég held að ég sé ábyggilega ennþá sofandi ... trúi ekki að ég sé orðin alvöru veik, hef ekki tíma í það og langar til að gera svo margt, margt annað en að vera lasin akkúrat núna:/

en þó að ég sé sofandi vil ég vekja athygli ykkar á þessu!! þetta má ekki!!

þriðjudagur, apríl 06, 2004

það er búið að aflýsa upplestrarkvöldinu sem ég ætlaði á í kvöld vegna rafmagnsleysis... verð sem sagt að gera eitthvað annað í staðinn... og Judging Amy hætt;)

myndavélin komin í lag en samt ekki neitt að gera fyrir þann sem ekki er að taka myndir ... merkilegt að vinna svona hjá ríkinu....

mánudagur, apríl 05, 2004

Magnús er farinn í sveitina - eða eins og við segjum heima, he's gone to the happy hunting grounds - hann hefur verið lasinn undanfarið þannig að þetta er líklega fyrir bestu, mamma á hins vegar eftir að sakna hans mjög mikið.

Fyrir þá sem ekki þekkja til þá var Magnús froskur sem ég tók að mér fyrir nokkrum árum en þegar Fídel kom til að búa hjá mér varð ljóst að þeim myndi aldrei semja þannig að hann fór í pössun til mömmu þar sem hann hefur verið núna í næstum tvö og hálft ár. Hann var búinn að lifa svo lengi þegar ég fékk hann að allir bjuggust við að hann myndi deyja fljótlega (svona froskar eiga ekki að lifa nema eitt til tvö ár) en hann var í fullu fjöri þangað til fyrir um það bil tveim vikum þegar hann hætti að vilja borða. Nafnið Magnús er tilkomið vegna misskilnings, stelpan sem var með hann á undan mér var alltaf að tala um froskinn og Magnús í sömu setningu og á ályktaði (ranglega eins og mér einni er lagið) að froskurinn héti Magnús en þá var það fyrsti eigandinn sem hét Magnús, froskurinn hét ekki neitt. Einu sinni þegar ég fór í Fiskó til að fá hann "greindann" (það er nauðsynlegt að vita hvers konar froskur býr inná baðherberginu ... þó það skipti auðvitað ekki neinu máli í daglegri umgengni) fékk ég að heyra að einu sinni hafði Magnúsinn sem átti hann fyrst keypt annan lítinn frosk til að hafa hjá honum svo hann yrði ekki einmanna - Magnús hins vegar tók sig til og át litla vin sinn nokkrum klukkutímum eftir að hann var settur í búrið til hans. Það var frekar óþægilegt að vera með froskætufrosk í höndunum í búð fullri af litlum börnum sem horfðu á hann - og mig! og ég sem hef aldrei borðað nema lappir af froskum, aldrei í heilu lagi og lifandi - eins og eitthvað óargadýr. Þegar ég kom heim sagði ég mömmu og pabba frá vinar-áts-tilfellinu og pabbi fyrirgaf Magnúsi aldrei, þeir urðu aldrei sérstakir vinir, aðallega vegna þess að Magnús borðaði bara lifandi mat sem varð að rækta (orma, maðka, lirfur) og pabbi þolir engin skorkvikindi... en samt kom ég nokkrum sinnum að pabba þar sem hann stóð grafkyrr yfir búrinu og horfði á Magnús gera ekki neitt, hvernig er "morbid fascination" þýtt á íslensku?:)
Ég held að við munum öll sakna Magnúsar, meira að segja pabbi, þannig að ef þið þekkið einhver dýr sem þarfnast góðs heimilis í styttri eða lengri tíma - heimili foreldra minna hefur í gegnum tíðina verið athvarf og síðasti áfangastaður fjölda gæludýra en það er löng saga sem ég ætla ekki að byrja á núna - má endilega hringja í mig, sérstaklega ef þetta er froskur eða eitthvað furðudýr því frændsystkinum mínum fannst sérlega gaman að koma til ömmu sinnar, að heimsækja froskinn ... og matinn hans;)

góðar stundir
var að koma heim úr vinnunni og er hreint út sagt alveg búin, alveg, alveg:) ætlaði að sofa í dag áður en ég færi í vinnuna en gat það ekki ... svaf heldur ekki út... en á morgun, á morgun mun ég sofa þangað til ég þarf að mæta í skólann klukkan þrjú:) búin í einum tíma sem ég var alltaf í á mánudögum klukkan eitt þannig að núna fæ ég tvo auka klukkutíma:) ... sem er gott, ég er of upptjúnuð til að fara að sofa núna ... er samt að hugsa um að fara upp í rúm og vonast eftir kraftaverki:)

takk fyrir komuna í kvöld stelpur:)!!! alltaf svo gaman þegar fólk kemur í heimsókn til mín:) og Bryndís, þú verður eiginlega að fara að blogga til að vera eins og við hinar - þetta er hópþrýstingur núna:) ég er alltaf að hugsa um hvað nefið á Carmeninni þinni er flott:) ekki segja Fídel:)

Gunnar og Debbý hringdu í mig í morgun þar sem þau sátu á útikaffihúsi á hlýrabolum við Bastilluna í París - sumt fólk þoli ég ekki;) þau ætluðu að senda mér myndir en enn hefur ekkert borist emailleiðis... talandi um það þá verð ég að fara að skipta um addressu... þessi gengur ekki lengur:/ kannski ætti ég bara að nota þrjá fyrstu stafina aon@simnet.is ... hljómar soldið eins og einhvers konar stuðningshópur er það ekki? ... pæli í þessu:)

rosalega mikið af brosköllum hérna hjá mér í kvöld:) ... ætli ég sé ekki í svona góðu skapi? alveg ágætis vakt líka, enginn Jägermeister hetja og soldið margir "einn kaffi .... aðra ábót?" en ég er að verða vön þeim ... rukka samt fimmtíu kall fyrir fleiri en þrjár:) það sat að vísu fólk inni til að verða hálftvö sem ég þoli yfirleitt ekki en þetta voru sjö Færeyingar, rosalega kurteisir og keyptu fyrir ca. 10.000.- kall og ég fíla Færeyinga þannig að ég varð ekki einu sinni pirruð á þeim:) that's a first:) ef Didda og vinir hennar hefðu verið þarna hefði ég ábyggilega verið að því komin að lemja þau öll í hausinn en þau eru heldur ekki kurteis auk þess sem ég held að þau séu öll blind? allir stólar á borðunum og eini óskúraði gólfflöturinn er í kringum þau: "eruð þið ekki BARA að ganga frá?" ... eeeeehhhhh .... .jú!!!! fólk er svo furðulegt:)

er að fara í afmæli næsta föstudag, Föstudaginn langa, þá dó Jesú fyrir þá sem ekki vita það:) ... jamms, "rosalega sniðugt að eiga afmæli svona á Föstudeginum langa!! allir í fríi og svoleiðis" ... einmitt... það rignir líka alltaf á Uppstyttingardaginn:) svona er fólk, alltaf að koma mér á óvart:)

góðar stundir

sunnudagur, apríl 04, 2004

þessi færsla á undan framkallaðist tvisvar af einhverjum ástæðum...? þess vegna er ég að skrifa þetta, edit og delete til að vera ekki með tvær eins færslur í röð:)

heyrði frábæran brandara um daginn:

Tveir Gyðingar löbbuðu inn á bar og keyptu hann

góðar stundir:)
9.-13. júní

Reykjavík.

3. norræna þingið um lækningahúmor, öllum opið. Nánari upplýsingar og skráning á slóðinni http://kmh.mirrorz.com og ennfremur hjá helga@icelandtravel.is

... fann þetta á síðu Læknablaðsins, hljómar áhugavert frá þjóðfræðilegu sjónarhorni en þessi ráðstefna kostar 30.000.- kall þannig að hugsanlega mögulega er ég ekki að fara þangað þó að þingið sé öllum opið:) ... nema auðvitað að ég fái að komast inn frítt sem rannsakandi? læknar sem tilraunadýr? hljómar vel:)

anívei, var að vinna í gærkvöldi - var líka boðin vinna sem dyravörður en varð að hafna því, NÆST má samt alveg hringja í mig ... og hina fimmtán líka:) það kom inn gaur sem fékk sér þrjú Jägermeisterskot í röð, aðdáunarvert ... svo kom hann aftur stuttu seinna og fékk sér þrjú í viðbót, enn aðdáunarverðara ... en svo kom hann í þriðja skiptið og spurði hvort hann fengi magnaflátt! ef hann borgaði fyrir tíu skot hvað fengi hann mörg? í djóki sögðum við tólf og héldum að hann væri að grínast, nei, honum var fúlasta alvara, tók sex strax og kom klukkutíma seinna til að taka næstu sex - þetta hætti að vera aðdáunarvert og fór að verða verulega krípí því það sást ekkert á honum samt sagðist hann vera að drekka annars staðar en að það væri ekkert að virka á hann;) ótrúlegt! ég hefði verið dauð eftir fyrstu þrjú skotin ... ég hefði líka bara keypt flöskuna af okkur og sparað peninginn en kannski var hann að leita að athyglinni sem fékkst með því að standa á barnum og taka skot eftir skot eftir skot og labba út óstuddur...

það komu líka tveir menn frá Hvolsvelli inn og fengu sér Grand Mariner kaffi, töluðu hátt, rosalega hátt en þeir voru frekar skemmtilegir:) ætluðu að hitta dóttur annars á Hverfisbarnum og báðu mig um að teikna kort fyrir sig með þekktum kennileitum... þekkt kennileiti á Laugarveginum? sem gaurar sem hafa ekki verið ölvaðir í Reykjavík í áratugi muna eftir? vona að þeir hafi ratað en þeir virtust ekki vera týpurnar sem þorðu ekki að spyrja til vegar ... ég fékk símanúmerið hjá öðrum þeirra ef ég ætti leið um Hvolfsvöll og vantaði koss:)

alltaf gaman að vinna á kaffihúsi;)
þessi átti ekki að vera hérna þannig að nú hefur henni verið delítað!

föstudagur, apríl 02, 2004

komið föstudagskvöld ... var að koma heim frá foreldrum mínum þar sem við vorum að borða pizzu:) hef komist frekar nálægt því að óverdósa af pizzu þessa vikuna en ... nei, ég er soldið frá því ennþá:) kannski þegar ég verð búin að borða afganga kvöldsins í kvöld í morgun-, hádegis- og kvöldmat á morgun? kannski ekki?:)

búið að vera alveg einstaklega skemmtileg vika:) náði að skila verkefnamöppu á réttum tíma, held að ég hafi loksins náð að "vertera" mér milli skora í skólanum eftir margar, margar tilraunir, spilaði heilan helling, fór á verðlaunaafhendingu í gærkvöldi og það varð barasta rosalega skemmtilegt kvöld... svo er Practical Magic í sjónvarpinu núna - jamms, Sandra Bullock nú verður poppað og glápt... ég veit, ég veit, ég er lúði en veðrið er ógeðslegt;)