sunnudagur, október 17, 2010

Afhverju ertu að láta yfirmann þinn vera Skeletor í lúgunni?

Jamms, stundum get ég bara ekki svarað spurningum þjónustþega minna. Ekki vegna þess að mig langi ekki til þess heldur hef ég bara ekki hugmynd um hvað fólk er að meina :)

Fimmta næturvaktin og bara rétt rúmur klukkutími eftir, ef ég verð heppin. Gæti dregist eitthvað að komast heim en ég vona vona vona að ég fái að fara þegar vaktin mín klárast og þurfi ekki að vinna "inní" næstu. Kemur í ljós, það eru veikindi ...

Annars var okkur hvolpinum boðið að vera með á björgunarhundaæfingu í dag og við skemmtum okkur alveg konunglega :) Kátur fékk að elta fígúrant (?) og fékk í verðlaun að leika við ókunnuga hundakonu sem gaf honum lifrapylsu og svo fékk hann pylsu hjá öðrum sem var að hvetja hann til að gelta - ekki á hverjum degi sem aumingja kallinum er hrósað fyrir mælsku sína þannig að þetta var alveg frábært í alla staði :)

Við blotnuðum samt ansi mikið þrátt fyrir að hafa ekki verið allan daginn eins og allir hinir því ég leyfði mér nefnilega að sofa aðeins eftir næturvaktina, sem betur fer annars væri ég enn ónýtari núna en ég er. Hvolpurinn varð alveg tvöfaldur af feldbleytu og ég blotnaði í gegn næstum alls staðar þó ég hafi verið mjög vel klædd. Það ringdi hlussudropum, á hlið.

Núna sefur hvolpurinn inní hlýjunni og dreymir lifrapylsu og hundadót en ég er að vinna og hlusta á Skeletor/yfirmanninn semja tónverk á steypuveggina sem umkringja hann ...


Gæti samt auðviað verið verra ;)

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Áhugavert...Skeletor getur verið teiknimyndafígúran úr He-Man en ég frétti á netinu um daginn að Posh Spice, konan hans Beckhams hún Viktoría væri líka kölluð Skeletor...mér finnst það fara henni vel...

Nafnlaus sagði...

Gummi hér að ofan

Nafnlaus sagði...

Gummi hér að ofan

-hvaff sagði...

Ertu viss um þú hafir heyrt rétt?
Getur ekki verið að hann hafi sagt:
,Afhverju ertu að láta yfirmann þinn vera Skeletor, þú þarna í lúgunni?'
Eða jafnvel:
,...Skeletor, lúgan þín?'

Ég tel mig nokkuð vel slarkfæran í ævintýrum Adams af Gráskalla - en líkingin ,Skeletor í lúgunni' meikar ekki hinn minnsta sens... a.m.k. engan sem ég get ráðið í.

Nafnlaus sagði...

Ég held að Viktoría sé lykilinn að þessari ráðgátu...en hvernig væri að spyrja þjónustuþegann nánar út í þetta? Kannski lifir hann í He-Man heimi þar sem þetta meikar allt sens?
Gummi