Þá er ég byrjuð á nýrri törn og nei, ég fékk ekki að fara beint heim á sunnudagsmorgninum eins og ég vonaði heldur varð að vinna aðeins áfram. Merkilegt hvað það er auðvelt að vinna áfram á dagvöktum og kvöldvöktum en erfitt að halda áfram með næturvakt eftir að það er kominn dagur. Verður auðveldara eftir því sem líður á vaktina finnst mér en það er samt alveg ofsalega erfitt og þreytan sem kemur yfir mig er allt önnur eðlis en þreytan sem ég finn fyrir um kvöld eða eftir miðnætti. Skringilegt :)
Talandi um skringilegt þá dreymdi mig um daginn að ég væri með kameldýr og strút í skottinum á bílnum hans pabba en ég fer einmitt á honum þegar ég fer með Prins Kát og Frú Kolku í göngutúra. Kameldýrið var mjög rólegt og yfirvegað og hljóðlátt en strúturinn var alveg afskaplega erfiður og sprettharður og hávær ... svolítið eins og Frú Kolka og Prins Kátur :) en ég hafði aldrei hugsað um þau sem strút og kameldýr þannig að auðvitað fletti ég þessu upp á draumasíðunni en þar er ekkert minnst á strúta heldur bara fugla og páfugla og svo er bara talað um úlfalda ... en þar sem kameldýr er tegund af úlfalda þá gildir það væntanlega að þung byrði verði sett á mig en að ég muni komast vel undan henni ... jahá!
Og til að halda skringilegheitunum áfram þá er hérna ein drómedarafrétt frá Ástralíu sem er frekar skringileg ... einhvern vegin á ég erfitt með að ímynda mér drómedara eða kameldýr (eða einhvers konar úlfalda af tegundirnar eru fleiri??) að missa sig í ástarbríma. Úlfaldar eru einfaldlega ekkert sérstaklega sexý dýr finnst mér.
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
2 ummæli:
það er rosa erfitt að halda áfram eftir næturvakt en ég verð samt ekki alvarlega þreytt fyrr en rétt eftir hádegi...ef ég lifi hádegisþreytuna af verð ég eiginlega ekkert þreytt fyrr en um kvöldmatarleytið!!!!
heyrðu vissir þú að 'Astralía eru miklir, drómadera-úlfalda eða kameldýra ræktendur og flytja út til arabalanda!
Skrifa ummæli