föstudagur, október 15, 2010

Og þá hefst fjórða næturvaktin ... og stefnir í færslumet í október :)Fór að sjá Finnska hestinn í kvöld og mér fannst sýningin alveg frábær :) hló mikið og oft og mæli barasta hiklaust með sýningunni ... sérstaklega fyrir þá sem eru ekki sannfærðir um að allt muni batna og verða gott með inngöngu Íslands í Evrópusambandi. Ódýrara að fara á leikrit en að heimsækja sjávarþorp eða sveitir landa sem verða hlýta öllum tilmælum frá Brussel, sama hve fáránlega þau eru, í enn meiri mæli en við þurfum nú þegar að gera ... en ég ætla ekki að ræða það hér hvað mér er illa við þessa sameinuðu Evrópu, ég verð bara pirruð :D

Ætla ekki að vera pirruð í nótt því þá get ég kannski ekki sofnað á morgun og ég verð að geta sofnað því dagurinn stefnir í að vera rosalega skemmtilegur og þá er ekkert gaman að vera þreytt og úrill ;)

Og til að gleðja mig var ég að rifja upp Madeira :) vorum að ræða vegakerfi hérna í vinnunni og ég mundi eftir jeppaferð sem við fórum í þegar við vorum úti og ég er ekki viss um að mágur minn sé ennþá alveg búin að jafna sig. Hann tók ábyggilega nokkur þúsund myndir þegar við vorum úti en ekki eina einustu í jeppaferðinni því hann sat frosinn frammí og hugsaði líklega um það eitt að lifa af bíltúrinn ekki einhverjar myndatökur ;) Hérna er mótorhjólablogg sem ég fann með myndum af vegunum á eyjunni, ekki eins slæmum og sumum sem við fórum þannig kannski skiljanlegt að Ási var fremur taugaóstyrkur á köflum?

Annars mæli ég með því að skoða bloggið hjá Orson ef þið hafið áhuga á mótorhjólaferðalögum eða ferðalögum alemnnt, hann tekur rosalega flottar myndir ;) Ég er aðeins búin að skoða bloggið (ok, aðallega myndirnar) en ég held að þetta sé bara einn gaur þó hann tali um sig sem Team Orson? Það er alltaf bara mynd af einu hjóli, einum matardisk og engu fólki ... hmmmm ... og bloggarinn virðist eiga fullt af peningum til að ferðast um og leigja mótorhjól útum allan heim.

Já, ég get vel hugsað mér að vera svoleiðis gaur ;)

En áfram til að gleðja þá mæli ég hiklaust með því að þið farið í sleðaferðalag niður brekkurnar í Funchal ef þið komist til Madeira - hérna eru nokkur myndbönd á YouTube af sleðaferðum :)


Lifið heil

Engin ummæli: