sunnudagur, október 03, 2010

Ég á við smá vandamál að stríða. Sumir myndu segja, bara eitt? eða bara smá? en ég er bara að tala um eitt tiltekið vandamál í þetta sinn:)
Og það er smá, að minnsta kosti miðað við hvað gengur og gerist ... þó er ég kannski ekki með besta viðmiðið miðað við vandamálin sem ég sé 18 daga í mánuði ... en já, þetta vandamál er ekkert mikið eða merkilegt eða óyfirstíganlegt.

Það tengist þessum 18 dögum í mánuði sem ég er að vinna. Hefur ekkert með vinnuna að gera miklu frekar dauðu stundirnar á milli þess sem ég sinni vinnunni og sit við tölvuna. Þá er ég logguð inn á Facebook og fletti henni stundum svona hingað og þangað, opna einn prófíl og sé að við eigum sameiginlega vini og opna annan prófíl og skoða hitt og þetta og svo er fólk að setja inn myndir og statusa og ... já, ég er svona laumu-stalker fjölda fólks án þess að ætla mér það.

Þetta væri kannski í lagi ef ég væri að kommenta á myndir sem ég skoða hjá fólki en ég geri það afskaplega sjaldan, en ég set oftar "like" á hitt og þetta ... en oftast statusa þannig að ég er hrædd um að fólk líti á mig sem einhvers konar Facebook-fíkil? sem ég er ekki því Facebook er bara ögn skemmtilegri afþreying en að leggja kapal og ég sakna þessi ekki baun á frívöktunum mínum ...

... og ekki að ég haldi að einhver sé í alvöru að eyða tíma í að spá hverjir séu fíklar og hverjir ekki en ætli það séu ekki allir að spá eitthvað í hverjir skoði efnið þeirra? og svo fær fólk eitt "like" frá mér á alls konar statusa sem eru um hitt og þetta. Síðan hitti ég fólk sem ég hef ekki talað við í lengri, lengri tíma og veit eitthvað fáránlega skringilegt um þeirra líf, að einhver hafi klárað að prjóna eitthvað eða skipt um dekk eða lent í einhverju sem ég slysaðist til að sjá því ég var á rólegri vakt daginn sem það gerðist en ég hef ekki hugmynd hvort viðkomandi eigi tvö eða þrjú börn eða hvað þau heita ... ;)

Bara að spá, því það sem ég ætlaði alltaf að blogga um voru hlutir sem ég hefði hugsanlega sett í status á Facebook ef mér hefði ekki þótt það of persónulegt og skrítið að auglýsa svona "opinberlega" en auðvitað er blogg ekkert minna opinbert. Mér bara finnst það ekki eins opinbert því færri lesa bloggið en laumast um á Facebook í skjóli nætur og myndu vita skringilega hluti um mig :)

Góðar stundir

2 ummæli:

VallaÓsk sagði...

Ég vona að þú eigir sem flestar rólegar vaktir og náir að skoða sem flestar myndir:o) Það er þægilegt að hafa eitthvað að gera á löngum vöktum og vissulega getur maður orðið þreyttur á að leggja kapal.
Það er lokað á Fb í vinnunni minni því nettengingin er svo lítil (erum að bíða eftir fastri tengingu og klassafyrirtækin Míla og Vondafone eru að toppa sig í þjónustu, lofuðu tengingu fyrir rúmum mánuði) en það sem ég ætlaði að segja er að ég sakna ekki fb í vinnunni en ég kveiki á því þegar ég kem heim og þó ég sé ekki hangandi að skoða eitthvað allan tímann er oft kveikt á því þannig að sennilega halda margir að ég sé stanslaust á fb....er samt netfíkill að því leiti að ég gæti ekki sinnt vinnunni minni án netsins.....

Nafnlaus sagði...

Er þetta ekki einmitt tilgangurinn með FB að glugga smá í líf annars fólks? Ég held það? Ekkert að því að vera laumu-stalker svo lengi sem þú verður ekki alvöru stalker með sjónauka í einni og hlerunartæki í hinni :P
Gummi