miðvikudagur, október 13, 2010

Ég er á fyrstu næturvakt af sex í nótt og mig langar ekki sérlega til að vera hérna.

Það er bankamaður í einum klefanum, fullorðinn gaur sem er að drepast úr frekju en kannast bara ekkert við það að hafa nokkurn tímann verið frekur, aldrei barasta. Jájá, ég myndi halda að það flokkaðist undir frekju að gala og berja og heimta og hóta í fleiri klukkutíma en auðvitað gæti ég haft rangt fyrir mér ;)

Svo gæti líka verið að ég sé pirruð á honum vegna þess að ég er svolítið pirruð í nótt? Hann eyminginn getur ekkert gert að því að hann sé óþolandi gerpi sem hagar sér eins og leikskólabarn, það er auðvitað áfengið í honum sem er að tala ... en hann ætti auðvitað að vita betur en að innbyrða það. En þar sem hann hefur ekki vit á því þá á ég að hafa vit á því að leiða hann hjá mér frekar en að pirrast. Get það bara ekki því ég er pirruð.

Ég þoli ekki þegar ég er alveg sannfærð um eitthvað sem er bull, ég þoli ekki þegar ég eigna öðrum tilfinningar án þess að spyrja viðkomandi að því hvort ég sé að eigna honum réttar tilfinningar og verð svo öll pirruð þegar ég (auðvitað!!) hef rangt fyrir mér og ég er leiðrétt, ég þoli ekki þegar ég gríp eitthvað á lofti en fatta svo að því var kastað en hefur ekki vængi (ok, þessi samlíking er ábyggilega aðeins of djúp til að meika sens en ég er að meina þegar einhver segir eitthvað og ég tek því á ákveðin hátt en það var ekki meint þannig, það var ekki "meint" yfir höfuð heldur bara sagt, í rælni, afþvíbara ... og ekkert á bakvið það), hættið að segja hluti sem þið meinið ekki!
Og fyrst ég er byrjuð á tuðinu þá ég þoli ekki að þurfa að bíða, mig langar ekki til að bíða eftir hlutunum, bara alls ekki neitt. Ég er fröken óþolinmóð þó ég láti ekki mikið á því bera alla jafnan. En ég veit líka að það væri ekkert gaman að neinu ef það gerðist allt strax, þá væri heldur ekki hægt að líta yfir farinn veg og dást að því hvað vinna og þrautseigja hefur skilað ef fólk þarf ekki að vinna og sýna þrautseigju til að fá hlutina ...

En ég ætla bara að anda með nefninu áfram og klára vaktina og fara svo heim til Fídels að sofa og vakna örugglega minna pirruð ... verð að minnsta kosti ekki mikið pirraðri ;)


Góðar stundir og spyrjið áður en þið ætlið öðrum ... spyrjið jafnvel ykkur sjálf ef þið eruð ekki viss :)

1 ummæli:

VallaÓsk sagði...

Guðrún hvaða samsæri gegn commentum frá mér ert þú með í gangi????

Ég kommentera á linka á fb og það hverfur, ég skrifa gáfulegt svar hér og það hverfur...

stutta útgáfan af gáfulega svarinu er "Fólk er fífl og því miður er fíflum yfirleitt alveg sama þó maður sé pirraður út í þau"