miðvikudagur, maí 30, 2007

Ég held að það sé ekki til betri feel-good-tónlist en Bon Jovi - Livin' On A Prayer nema þá helst You Give Love a Bad Name með sama manni?

Ég er ekki í ástarsorg, ég er hvorki hætt með Fídel né Zorró - Bon Jovi er bara góður - ég er að endurskipuleggja fermetrana mína og mér sýnist vanta ca. 10 ...

Lifið heil

mánudagur, maí 14, 2007

Þá er Serbía búin að vinna og ég er mjög sátt við þau úrslit:)

Ég hitti Majuna alltaf á barnum á mánudögum en í dag ætlum við að skjótast upp Esjuna fyrst, skyndiákvörðun en mér líst vel á hana ... ég fór líka í gær en þá lögðum við Gréta af stað snemma, á meðan borgin svaf og hittum eiginlega engan fyrr en á leiðinni niður aftur, en þá var varla hægt að fá stæði:)

í síðustu viku þegar við Maja hittumst á barnum var ég klukkutíma of snemma því ég var ekki alveg í sambandi eftir prófið fyrr um daginn:) við hittumst alltaf klukkan sjö þannig að ég var eiginlega orðin of sein þegar ég sat á ljósunum á Grensásveginum og beið eftir að beygja inn í Skeifuna. Fréttirnar voru nefnilega að byrja, þær eru yfirleitt á heila tímanum og klukkan hlaut því að vera orðin sjö en ég var rétt hjá þannig að Maja hlaut að fyrirgefa mér þriggja mínútna seinkun. En svo gleymdi ég öllum áhyggjum yfir að vera of sein þegar ég fór að hlæja að fréttaþulinum, hann sagði nefnilega: "klukkan er orðin sex, nú verða lesnar fréttir" svo kom löng þöng og ég hélt að hann væri að spá hvort hann ætti að leiðrétta sig og flissaði þess vegna að mistökum mannsins ... þegar ég keyrði Hagkaupsplanið fattaði ég svo að hann var ekki kjáninn í þessum brandara heldur ég sjálf, sem mér fannst að sjálfsögðu ennþá fyndnara þannig að skellihlæjandi lagði ég fyrir utan Hagkaup og skoðaði svo úrval Leikbæs, Rúmfatalagersins og Hagkaupa þangað til klukkan varð sjö:)

klukkutími of snemma er ekki neitt miðað við að ég er stelpan sem mætti 12 tímum og seint til læknis um árið:)

lifið heil og notið sólarvörn

laugardagur, maí 12, 2007

Kosningadagurinn!!

búin að kjósa niðrí Ráðhúsi - það tók rúmlega hálftíma því "kosningabókhaldið" stemmdi ekki og við þurftum öll að bíða eftir að þau væru búin að finna mistökin:/

núna á ég eftir að kjósa í Júróvisjón, held með Serbíu og Ungverjalandi og Finnlandi:) ... finnska lagið er að vísu það eina sem ég hef heyrt af þeim sem fóru beint í aðalúrslitin þannig að kannski skipti ég um skoðun þegar líður á kvöldið, sjáum til:)

hitti Berglindi áðan, bjóst við að hitta hana á kjörstað eins og í fyrra en við hittumst í Bónus eins og venjulega í staðinn:) hún minnti mig á að kíkja á heimasíðu Babels, félags þýðingafræðinema og ég minni ykkur hérmeð á það sama, kíkið endilega;)

ég er með smjörputta í dag og hitti ekki á rétta takka á lyklaborðinu, stóð of lengi úti og horfði á risessuna hitta pabba sinn:)

ætli þurfi meirapróf á risessuna?

lifið heil og góðar stundir

föstudagur, maí 11, 2007

FYI
Your results:
You are Superman
























Superman
95%
Spider-Man
90%
Robin
75%
Green Lantern
70%
Catwoman
70%
Batman
65%
Supergirl
65%
Wonder Woman
60%
The Flash
60%
Iron Man
55%
Hulk
45%
You are mild-mannered, good,
strong and you love to help others.


Click here to take the "Which Superhero am I?" quiz...



sem minnir mig á brandarann sem ég gaf kokkinum í hádeginu:



Góðar stundir
Gleðilegan föstudag:)

ef það er spurning hvað þú ætlar að kjósa á morgun mæli ég með því að kíkja hingað


... þú lærir ekkert á því en gaman að þessu samt:) en ef þú vilt kaupa dansarann skoðið þetta :) gaman að þessum frjálsa markaði:)

annars á ég í erfiðleikum með að gera upp hug minn varðandi hvaða flokk ég á að kjósa ... ekki í fyrsta sinn sem ég óska þess að það væru persónukosningar á Alþingi:/ einu sinni bauð dúkka úr barnasjónvarpinu sig fram í kosningum til írska þingsins og komst inn minnir mig að heimildarfólk mitt hafi sagt? Helga? Keith? hvað hét þessi blessaði kalkúnn annars (ég man að hann var kalkúnn því hann vildi banna jólin) en hvað hét hann? var að leita að honum á netinu en fann ekki "réttu leitarorðin";)

og eitt enn varðandi íslensku, fékk póst áðan þar sem stóð "Framsendið skeytið sem víðast og fjölmennið sjálf!" ... get ég sjálf fjölmennt? ... er verið að segja mér að ég sé feit? eða tveggja manna maki kannski?:)

Lifið heil

fimmtudagur, maí 10, 2007

Vill einhver vinsamlegast fjarlægja Sigmar!

... hann er of stressaður, hann mun líklega slasa sig ef hann er ekki stoppaður ...
Gleðilegan Júróvisjóndag!! :)



ég ætla ekki að tjá mig um keppnina því ég er lélegur áhorfandi, ég horfi á kvöldunum sjálfum en hef ekkert kynnt mér neitt varðandi keppendurna og lögin ... I have people that do that for me;)

og afsakið, veðrið í dag er mér að kenna, ég var bara á sandölum í gær og jinxaði sumrinu, en þetta lagast;) ég ætla til dæmis að fara í bíltúr og kaupa ís á Akureyri í sumar og þá verður glampandi sól og bongóblíða:) ... og svo þegar Jóhanna kemur heim verður "rejúníon the sequel" og ég er búin að panta gott veður í það líka:)

dögurð, nýtt orð ... fyrir forvitna þá lærði ég annað nýtt orð í gær sem ég vissi ekki að væri til, fletti því upp og allt saman því ég trúði ekki krossgátuleysaranum sem hélt þessu fram, orðið er:

ídrepa

og er annað orð yfir sósur og ídýfur:)

verður ídrepa með snakkinu í kvöld? nei, líklega ekki ... ég er orðin sannfærð um tilvist annarra vídda en ég ætla að ræða betur við annað tækifæri og svo var ég að fatta eitt, Nýdönsk fór eiginlega framhjá mér, ég gæti ekki nefnt eitt lag með þeim ... nema þetta þegar hann spyr hvernig hann komist inn þegar allt er orðið hljótt, vera með um sinn og djamma frammá nótt ... og verður að ganga rekinn í kút til að verða ekki fyrir aðkasti mannanna :)

Merkilegt.

Lifið heil

miðvikudagur, maí 09, 2007

Takk kærlega fyrir svörin hér að neðan!! :)

Það voru einmitt Müllersæfingar sem hann Þórbergur Þórðarson heitinn stundaði berrassaður niður í Örfirsey :) hann hefur væntanlega snúið sér í allar áttir, býst ég við? en hann horfði á sjóinn þegar myndavélarnar voru nálægt, ég man amk bara eftir rassinum á honum ... til allrar hamingju kannski því ég man hann of greinilega;)

Líta út fyrir að vera skemmtilegar æfingar Hvaff en ég stunda alls engar æfingar nakin og alls ekki niðrí fjöru með marflóm og myndavélum :)

Er það Örfirsey eða Örfirisey eða ... ? íslensk örnefni geta verið sérkennileg, getur til dæmis einhver sagt mér hvort hann segi í alvörunni "Dalvík og Dagverðareyri" í Sjómannavalsinum? afhverju er eyrin kennd við dagverð? og hvað er dagverður? hádegismatur kannski, ef morgunverður er morgunmatur? ... eða drekkutíminn? er það kannksi "Dagvarðareyri", hvað er dagvörður? húsvörður sem vekur alla? eða passar uppá að stilla klukkurnar?:)

Lifið heil og notið nýrun:)

þriðjudagur, maí 08, 2007

Vita allir að Þórbergur Þórðarson stundaði æfingar í fjöruborðinu? veit fólk almennt hvernig æfingar? og hverju hann var klæddur?

... þetta eru ekki fræðilegar spurningar heldur skoðanakönnun, svör óskast í kommentakerfið hér að neðan:) ... og bannað að svindla auðvitað, ég treysti ykkur bara;)

búin í skólanum þetta vorið, hefði getað staðið mig betur finnst mér ... ég las mikið en miðað við hvað hefur gengið á undanfarna önn á hinum ýmsu vígstöðvum hef ég greinilega ekki alltaf verið í sambandi þegar ég var að lesa? og nei, ég hefði ekki átt að hætta við Hvannadalshnúkinn og lesa í staðinn, ég gaf mér alveg fínan tíma í skólabækurnar - er það ekki? þið sem hafið ekki hitt mig svo vikum skiptir?;)

ég hef kannski ekki verið að lesa "með meðvitund"? sjáum til þegar að einkunnaskilum kemur, óþarfi að örvænta strax:)

veit samt eitt fyrir víst, það bíður mín fjall í vinnunni þannig að það er ekkert víst að ég hafi tíma til að gera neitt að því sem ég ætlaði að gera strax???

sjáum til, verum glöð og verum til (ekki sjálfgefið;)) !

sunnudagur, maí 06, 2007

Ég gleymdi að óska Guðrúnu Lind litlu frænku minni innilega til hamingju með árangurinn í Landsbankahlaupinu í gær!!

Það eru engin úrslit en það kepptu nokkur þúsund krakkar og hún var með fremstu í mark;) vinkona hennar hljóp hraðar en "hún er að æfa frjálsar, ef við hefðum keppt í fimleikum hefði ég unnið" - that's the spirit! :)

fyrir þátttökuna fékk hún brúsa og bol og aðra medalíu!! núna eru medalíurnar orðnar 17 talsins ... ég fékk bara eina sem krakki, að vísu fékk ég hana fyrir að vera í 2. sæti unglingaflokks í frjálsum bardaga á íslandsmeistaramóti í karate, hverjum hefði dottið það í hug:) ég vona medalíuleysið stafi af því að ég hafi einfaldlega ekki tekið þátt í mörgum keppnum, ekki að ég hafi verið svona léleg? er hreinlega ekki viss:)

aníhú, vegna þess að Guðrún Lind var að keppa þá fór mamma með Ólöfu Maríu í ballet, á leiðinni heim sáu þau mann með hund og litla stelpan segir:

"þessi maður er nágranni minn"

Ólöf María hefur aldrei talað eins og krakki, hún er bara sex ára núna en les allt og er komin með ágætis Morgunblaðsorðaforða:)
Mamma kannaðist við manninn og rámaði í að hann væri pabbi tvíburastráka sem búa í sömu götu, þegar þær keyra inn götuna bendir Ólöf María á húsið sem þeir búa í og segir:

"þarna býr maðurinn sem við sáum með hundinn sinn, hann á líka tvo stráka. Þeir eru ekkert skemmtilegir! Einu sinni köstuðu þeir grenikönglum í okkur!!"

Mamma alltaf jafnmikill jafnréttissinni svaraði:

"afhverju tókuð þið ekki könglana bara upp og hentuð í þá á móti?!"

"sko! Ég var bara tveggja ára!!"

spurning hvað hún myndi gera í dag? :)


og að lokum, heimsreisumennirnir Sverrir og Einar eiga eins hjól og ég og segjast hafa valið það vegna þess að þeir eru vissir um að það eigi eftir að komast alla leið, þeir taka meira að segja nánast enga varahluti með sér:) þeir eru að vísu búnir að breyta frekar miklu og hjólin þeirra eru núna orðin rauð eftir að þeir settu stærri bensíntank á þau, en samt sama hjólið undir aukabúnaðinum:)

Lifið heil:)

laugardagur, maí 05, 2007

Laugardagur 5. maí ... vika síðan ég gekk á hæsta tind landsins og í morgun skreið ég á maganum í gæsakúk í Hljómskálagarðinum, skemmtilegt hvað fólk getur gert marga og mismunandi hluti sér til skemmtunar:)

eftir laugardagsæfingar fáum við alltaf Powerade en í dag stóð til boða að fá sambærilegan en öðruvísi drykk líka og ég er svo ævintýragjörn að ég fékk mér að sjálfsögðu þetta nýja, með appelsínubragði ... minnir að það heiti AquaActive, flaskan er útí bíl, tóm:) þetta var fínn orkudrykkur en þegar ég smakkaði hann var fyrsta hugsun mín: "oh, gervibragð! ég þoli ekki svona áberandi gervilega drykki, ég hefði átt að fá mér bláan Powerade eins og venjulega" ... nú spyr ég, hversu náttúrulegt er "blátt" bragð? :)

próf á mánudaginn svo bara vinna ... og sumarfrí og útilegur og svoleiðis:)

búin að banna mér að taka hjólið út fyrr en eftir próf, þriðjudagur er málið geri ég fastlega ráð fyrir, skipta um olíu og byrja að hjóla:)

lifið heil