laugardagur, apríl 14, 2007




Mér leið alveg eins og Juliu Roberts í dag ... ekki vegna þess að ég hækkaði og grenntist, né heldur vegna þess að ég fékk mér krullur, rautt hár og ný föt og ekki vegna þess að ég fór í bað með Richard Gere sem væri samt saga til næsta bæjar ...

og góðar sögur þurfa alls ekki að vera sannar til að lifa eins og allir vita;)


....




... eða ekki? :)


nei, mér leið eins og henni því í morgun reyndi ég að eyða peningum en það gekk ekki!! það voru ábyggilega allir þunnir;)

Ég var meðal annars að skoða tjöld og í einni ónefndri búð var ég að skoða tjald sem er framleitt í Bandaríkjunum, það stóð að það væri 3 árstíða og myndi duga frá vori frammá haust, en í hvaða heimshluta?

Gaurinn í búðinni mælti með því á þeim forsendum að "hann ætti svona tjald". Ekkert að því auðvitað en ég spurði þá hvort það myndi þola íslenskt "vor", hvort það myndi brotna ef það snjóaði? og brosti til að undirstrika að spurningin væri bara fræðileg, hélt ég:)

Því svaraði hann

"Hefur það komið fyrir þig?"
"Nei, ég veit ekki svo mikið um tjöld ..."
"Ég vinn í þessum bransa og ég veit alveg hvað er gott og hvað er drasl."
"Þess vegna er ég einmitt að leita álits ..."
"Ég myndi aldrei kaupa drasl fyrir sjálfan mig."
"Nei, auðvitað ekki ..."
"Þetta er verulega gott tjald."
"Það er það ábyggilega."
"Já, ég á svona sjálfur."
"Einmitt, þú sagðir það ..."
"Það er mjög gott."

... ókei, heyrðu, ég ætla að hugsa málið ...

og ég er núna búin að því og hef ákveðið að leita ekkert lengra og skoða ekkert meira en það sem ég er búin að ákveða að kaupa - var bara að skoða til málamynda svo ég hefði samanburð og nú hef ég hann.

Ég ætla að kaupa Vangotjald af honum Guðbirni í Everest í Skeifunni ... og allt annað sem ég þarf í framtíðinni ætla ég líka að kaupa af honum því hann er eini sölumaðurinn sem er alltaf almennilegur sama að hverju ég er að spyrja hann, það er alls ekki sama hvernig mér er sagt að ég sé kjáni;)

nei, ég er ekki skotin í honum, mig langar bara ekki til að roðna, stama, láta trampa á mér og verða pirruð þegar ég fer í búðir - Guðbjörn er vinalegur og ég mæli með því að þið verslið við hann líka ;)

Lifið heil

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég þekki Guðbjörn - Bubba - í Everest; hvernig er það... ég held m.a.s. að hann sé með einhvern titil; verzlunarstjóri, innkaupastjóri... eitthvað þannig. Einstaklega vænn piltur :)
Kauptu kúlu (igloo); ef jörðin er frosin - þ.e. kærir sig ekkert um að taka við hælunum þínum - þá lendirðu bara í veseni ef þú ert með ,,bragga''.
ankh

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún, og takk fyrir síðast! Það eina slæma við þennan dag var að það minnti mig á að ég sakna þess að hitta ykkur Maju. Svona er það að vera landsbyggðarpakk!

Ég á einmitt eftir að kaupa tjald og viðlegubúnað fyrir fjölskylduútilegur sumarsins. Ég held að ég hafi bara beint samband við Evrest. Spara mér óþarfa pirring og "mér líður eins og bjáni" móment. :)

theddag sagði...

Mér finnst baðmyndin af þér æðisleg.


Ég á enn tjaldið sem ég ´fékk í fermingargjöf og nota það enn. Þó langar mig í stærra tjald, með fortjaldi, þar sem maður getið setið við borð og stóla í. Er orðin leið á "snjóhúsinu" mínu stundum.

VallaÓsk sagði...

það er sko alls ekki sama hvernig manni er sagt að maður sé fífl og fólki sem leiðréttir mann með virðingu er frábært!!!

Nafnlaus sagði...

Sæl Guðrún.

Já, kannast líka við strákinn í Evrest.
Gott að versla hjá honum, hann kemur fram við mann af virðingu.
Líka þegar maður veit ekkert um þann búnað sem spurt er um.

Vango er goð vara.
Ég á sjálfur gamalt vango tjald, og hef liðið vel í því. Tjaldið enst vel og staið af sér ýmislegt.

Kveðja,

Heimir H. Karlsson.

Nafnlaus sagði...

Jeminn já! Hann Guðbjörn er frábær. Þekkti hann á unglings/björgunarsveitar árunum fyrir austan. Hann er nefnilega frá Fáskrúðsfirði, þarþarnæsta bæ við Neskaupstaðinn minn:)