Núna er ég búin að setja svo mikið af linkum hérna hægra megin að ég verð líklega að blogga á hverjum degi eða mikið í einu til að krækjulistinn verði ekki lengri en bloggfærslurnar :)
krækjulisti er frekar flott orð:)
en þar sem það er mánudagur og það er langalgengast að fólk byrji "nýtt líf" á mánudögum, ef það tókst ekki um áramót, ætla ég að koma með nokkrar uppástungur um hvað er hægt að gera við "nýja lífið":) Það hefur ekkert uppá sig að ætla að gera allt örðuvísi en við höfum verið að gera án þess að hafa eitthvað til að gera í staðinn:
Net-nýtt-líf:
ef þú ert að byrja "nýtt líf" í dag gæti verið góð hugmynd að koma við á Amnesty síðunni og láta gott af þér leiða, það er ekkert mál, tekur enga stund og þér finnst þú hafa áorkað einhverju :)
ef þú ert ennþá í aktífistafíling máttu líka endilega kíkja inn á Framtíðarlandið í staðinn fyrir að hanga á Barnalandi eða einkamal.is og ef þú ert sammála hvet ég þig til að skrifa undir :)
Andlegt-nýtt-líf:
ertu alltaf að fara að lesa fleiri bækur en lætur aldrei verða af því? eða á leiðinni á sýningar eða fyrirlestra en finnur aldrei tíma? taktu heyrnatól með þér í vinnuna og farðu á heimasíðu RÚV, hlustaðu á útvarpssöguna, víðsjá eða spegilinn, bara sunnudagar á rúv.is endast í nokkra daga - nema þú hefur þeim mun meiri tíma til að hlusta auðvitað ;)
Líkamlegt-nýtt-líf:
hefurðu engan tíma til að stunda líkamsrækt? horfðu þá á sjónvarpsdagskránna á öðrum fæti ... styrkir vöðva um allan líkamann, meira að segja grindarbotninn:) haltu á ryksugunni með annarri hendinni á meðan þú ryksugar, farðu lengri leiðina inn úr bílnum, meira að segja á Íslandi er oft sérdeilis prýðilegt útiveður ef þú ert ekki í fötum sem miða við síðsumar í Róm - ekki klæða þig eins og bjáni (ég er alls ekki að segja að Ítalir séu bjánar auðvitað) þá geturðu náð ágætis gönugtúr daglega með því að ganga örlítinn hring á leiðinni í bílinn og úr honum aftur :) ef þér líst ekki á það farðu þá í Smáralindina eða Kringluna og röltu milli verslanna í klukkutíma ... veldu þér fótboltalið og æstu þig almennilega þegar liðið þitt keppir, að því gefnu að þú eigir ekki við hjartavandamál að stríða:) stundaðu meira kynlíf, ef þig vantar félaga verður þú bara að leggja þig meira fram;) ef þú verður að læra heima og hefur engan tíma til að æfa þess vegna settu bókina á borðstofustól og haltu á honum á meðan þú lest eina og eina blaðsíðu standandi :)
Þess má geta að ég er ekki að byrja nýtt líf þó það sé mánudagur ... mér finnst bara gaman að skrifa prédikunarpistla á mánudögum :)
Góðar stundir
mánudagur, mars 26, 2007
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
4 ummæli:
Ég fór í ræktina í morgun...og stundaði líkamsrækt um helgina...og labba alltaf í vinnuna (ok tekur bara uþb 30 sekúndur) en ég labba líka yfirleitt allt sem ég fer innanbæjar...
...langar svo oft að hlusta á eitthvað annað en unglinga í vinnunni en held það sé ekki sniðugt...hahahahaha
ég mæli líka með því að fólk hlusti á amk eitt uppáhaldslag í botni á dag...ótrúlega hressandi!!!!
hei gleymdi alveg...komdu endilega í heimsókn...alveg laust gestaherbergi hjá mér:)
Það er gefandi að fara einu sinni á dag á http://www.thehungersite.com/ og gefa mat. Svo ef þú fílar menningu í sem víðustum skilningi þess orðs þá mæli ég með http://www.demonoid.com :)
Amnesty-síðan ... tsjekk (mæli sem frekar með www.amnesty.org/actnow)
Framtíðarlandið ... tsjekk
Útvarpssagan, víðsjá, spegillinn ... tsjekka það áður en ég hætti í vinnunni
Líkamsrækt ... tsjekka það í jógatíma eftir vinnu
Mitt nýja líf er hafið :D
Skrifa ummæli