fimmtudagur, október 19, 2006

Ég á eina vinkonu sem er ofsalega fyndin og hress og skemmtileg:) Þegar við hittumst eða tölum saman hlæjum við yfirleitt um helming tímans og í sumum tilfellum allan tímann ... það hefur komið fyrir að ég hlæ allan tímann og hún hlær að því að ég er að hlæja:)

Þessi góða vinkona mín missti af skemmtilegasta atriði sjónvarpssögunar síðasta vor og af öllum endursýningunum, þegar ég hugsa um það fer ég að hlæja og hún hlær því ég hlæ ... en ég fann atriðið!! hvar annars staðar en á youtube.com

Þennan link tileinka ég Maju, njótið vel!



... og lifið heil:)

7 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Víííí, bestustu þakkir fyrir heiðurinn og fyrirhöfnina og allt!
Þær eru vandfundndar svona góðar vinkonur eins og þú ert.

theddag sagði...

Vá flott síðan þín :) þú ert svo rosalega tæknileg. Ég lendi alltaf í tómu tjóni þegar ég reyni að gera einhvern fjandann við mína síðu.

theddag sagði...

...og ég fíla Top Gear :)

Nafnlaus sagði...

hahahaha, fyndin klippa. Ég elska þennan þátt og ég held ég trúi þessu alveg þar sem þeir eru alltaf hlæjandi og hann hefði aldrei komist í gegnum þetta með því að reyna að leika..

Nafnlaus sagði...

Sæl.
Hélt þú værir hætt að blogga.
Gott að vita að þú bloggar enn.
Haltu því áfram, þetta er gott hjá þér.
Kíkti núna, og þá annar bakgrunnur,
Hélt ég hefði villst.

Nýr bíll og mótorhjól....
þú ert kona að mínu mati.
Ég ætti kannski að fara að kynna mig fyrir þér.....
Kannski á vetrarsólstöðublóti ?

Læt mér nægja að vera leynilegur aðdáandi, eins og gegnum árin.
Heill þér.
Leynilegi aðdáandinn :-)

Nafnlaus sagði...

Hello,
Í fyrsta lagi: þá er bara snilld að upplifa ykkur Maju í fluggírnum. Þið eruð snillingar!
Í öðru lagi: Þetta er bara skondið, greyið Hamster....
Í þriðja lagi: Þá finnst mér þessi leynilegi aðdáandi mjög spennandi fyrirbæri!!!! :)
O

Lára sagði...

Hmm leynilegur aðdáandi - spennó!
En hvar er myndasíðan?? Hvar eru myndirnar úr Nettó af laumufarþeganum???

ég bíð með spennuhnút í maganum