sunnudagur, ágúst 14, 2005

Nokkrar athugasemdir um ... nokkur atriði

sumir eru möppudýr aðrir eru pokadýr en ég var að komast að því að ég er kassadýr, þar sem ég sit í í eldhúsinu get ég talið ellefu kassa ... og það eru fleiri í stofunni og fleiri í svefnherberginu ... og ég held ég þurfi að leita mér aðstoðar því ég keypti mér fjóra nýja kassa í IKEA í dag, fjóra!! hvað hef ég við fjóra nýja kassa að gera? en mikið rosalega eru þeir flottir:) ... ég keypti mér líka stílabók ... ég ætla ekki að segja meira um stílabækurnar en mig grunar að það séu einmitt nokkrir kassar fullir af þeim ... mig vantar BAA (box-aholics-anonymous) eða TBAA (text-book-aholic-anonymous) eða bæði?:)

Seifur er ofsalega yndislegur köttur og fyndinn og með sætt andlit og bleikt nef og vöðva útum allt en ég held að hann sé haldinn athyglisbrest því hann hoppar útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og ég segi honum í gegnum glerið að hann sé hálfviti og að ég ætli ekki að hleypa honum strax inn aftur og þá fer hann inn um gluggann aftur og svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina og horfir inn ... simple minds, simple pleasures? ég eða hann?:)

það á aldrei að hlusta á neinn disk aftur og aftur og aftur á sama tímabilinu því ef þú hlustar á hann aftur og aftur og aftur þá fer þér að finnast hann vera hrein snilld en tengir hann alltaf við tímabilið sem þú hlustaðir á hann aftur og aftur og aftur og það er klikkað erfitt að tengja hann við nýtt tímabil sem hefur ekkert með hin að gera ... eins og þegar þú ferð til dæmis hringinn í kringum landið á tveim vikum með tvo diska þá tengirðu þá alltaf við ferðina, það er ekki annað hægt:) en alltaf þegar þú hlustar á þá ferðu að hugsa um ferðina og tekur ekkert til ... ok, kannski ekki gott dæmi en þið skiljið hvað ég er að fara:) ég ætla hins vegar ekkert að gefast upp því ég á diska sem mér finnst vera æðislegir og mig langar til að halda áfram að hlusta á þá og ég ætla "vensla þá" uppá nýtt:) ... verð samt að fara að flýta mér því eins og ég segi ég hlustaði mikið á þá einu sinni og það er ekki svo mikið "eftir" af þeim - hversu oft er hægt að spila geisladiska áður en þeir "klárast"?

tiltektin gengur alveg ljómandi vel, ég er búin að setja saman kassana sem ég keypti í IKEA, þrír eru í sófanum og bíða frekari fyrirmæla en einn er fullur af geisladiskum ... það komust ekki allir diskarnir fyrir í honum, verð að finna aðra lausn á þessu:) svo er ég búin að taka fram ruslapoka og setja umbúðirnar af kössunum í hann og núna rétt í þessu var ég að lakka á mér táneglurnar ... eins og ég segi þetta rokgengur:)

Lifið heil

Engin ummæli: