Komin heim úr Skorradalnum þar sem ég var á Fjölskylduhátíð björgunarsveitarinnar Ársæls ... langur titill:) búin að þrífa og skila bílnum hans pabba (sem er miklu, miklu, miklu sniðugri svefnstaður en tjald þegar það rignir og blæs og búist við stormi:)), bera allt dótið upp og er alveg að fara í sturtu, gat ekki beðið eftir að fara í almennilega sturtu alla leiðina heim og á meðan ég var að bera upp og þrífa bílinn en núna þegar ég get það loksins spranga ég hérna um íbúðina á boxerum og bol og nenni ekki fyrir mitt litla að þurrka mér eftir sturtuna - mig langar sko ennþá í sturtu en ég nenni ekki að þurrka mér þegar ég er búin í henni þannig að ég er að hugsa um að fresta því aðeins, bara aðeins lengur og gera eitthvað aðeins uppbyggilegra en að nenna ekki að þurrka mér þegar ég er komin í sturtuna og hanga í henni þangað til ég er orðin að rúsínu:) ... ég verð eiginlega að fara að taka til veit bara ekki alveg á hverju ég á að byrja:) kemur í ljós þegar ég byrja er það ekki?:)
ég fór í partý á föstudagskvölið til Ágústu sem var með mér í bekk í hmmmm .... 14 ár!! skemmti mér rosalega vel og tók nokkrar myndir sem ég er að setja inn á myndasíðuna mína, fullt af fólki og svo fórum við í bæinn og kíktum á nokkra staði:) mæli með því að fara í partý með fólki sem þú þekktir í menntaskóla en hefur ekki hitt síðan þá:) smá Twilight Zone fílingur:)
kíkti í IKEA líka á leiðinni heim áðan og hitti á Láru sem er í starfsþjálfun þarna, fyrsta helgin hennar:) tók sig rosalega vel út og að sjálfsögðu tók ég mynd af henni:)
Lookin' good!!
Góðar stundir
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli