Ekki sérstaklega langt síðan ég vaknaði en planið er að taka til aðeins á heimilinu í dag, áður en ég fer í vinnuna ... sjáum til hvernig það gengur:) það er að minnsta kosti gott plan og þau eru alltaf góð er það ekki?
hvað um það, ég fór á Gauk á stöng í gærkvöldi á Dragkeppni Íslands:) Tino The Tango Lover vann og að öðrum keppendum ólöstuðum þá bar hann af!! ótrúlega flottur dragkonungur:) ég reyndi að taka myndir en það gekk ekki þannig að þið verðið bara að sjá myndir í blöðunum í dag ... eða í þætti Sylvíu Nótt sem var í dómnefndinni ásamt myndatökumanni sem hafði ekki atkvæðarétt, held ég, en hann tók fullt af myndum:)
um að gera að koma sér að verki er það ekki?
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli