mánudagur, ágúst 08, 2005

Litla stelpan þeirra Gunnars og Debbýar heitir Amelía Laufey:) mjög falleg athöfn í gær og hún kippti sér ekkert upp við að presturinn bleytti á henni hárið ... hún meira að segja dottaði þegar á leið:)

ég er að setja inn myndir af þessu öllu saman, ég fékk nefnilega myndasíðu gefins í síðustu viku!!!! núna get ég auðveldlega sett allar myndirnar mínar inn:) ég er sem sagt að setja inn myndir þessa dagana en ég á svo hrikalega mikið af þeim að þetta tekur sinn tíma - þetta eru samt bara myndir síðan í maí þegar myndavélin fór að virka aftur:/ en ég á myndir á gömlu tölvunni minni líka sem ég set inn við tækifæri:)

... svo tekur þetta líka frekar langan tíma vegna þess að ég er frekar tækni-þroskaheft, til dæmis var ég rétt í þessu að delíta öllum myndunum sem ég hef sett inn í morgun því ég var á einhvern óskiljanlegan hátt sannfærð um að þessi myndanöfn hefðu ekkert með myndirnar sjálfar að gera, ég sé myndirnar á myndasíðunni ergó ég þarf ekki að hafa þessi nöfn á servernum!!!! ekki eðlilegur fáviti!!! :) ... ég eyðilagði samt ekki neitt ... nema vinnu;) þangað til getið þið kíkt á myndasíðuna hennar Evu, systir Debbýar, hún tók fullt af myndum í gær og þær fara að koma inn býst ég við:)

... núna ætla ég að fara að laga vitleysuna ... djö!!:)

Lifið heil

Engin ummæli: