fimmtudagur, ágúst 04, 2005

Ég er að vinna með manni sem leynir ofsalega mikið á sér, hann talar ekki sérstaklega mikið ... amk ekki miðað við okkur hin sem samkjöftum ekki:) en þegar hann lætur heyra í sér eru það ósjaldan gullmolar. Áðan vorum við eins og svo oft áður að tala um Moggann og í þessu tilfelli um Fólk í fréttum síðuna þar sem var stór fyrirsögn "Sveittar stjörnur" og svo myndir af fullt af kvikmyndastjörnum og söngfólki með svitabletti undir höndunum og sveitt á enninu etc. ég spurði hvort þetta væri í alvörunni eitthvað sem ætti skilið að sjást á prenti? þá heyrist í vinnufélaga mínum "já ef það stendur í Mogganum. Í gamla daga var alltaf sagt að ef honum stæði ekki ætti að vefja hann í Moggann því það stendur allt í Mogganum ... ef þú fékkst hann ekki niður áttirðu að vefja honum í Þjóðviljan, það stendur ekkert í Þjóðviljanum".

Glampandi skemmtilegt:)

Engin ummæli: