Ég er í innréttingarfríi í dag, ég var líka í fríi í gær:) búin að mála eina umferð í svefnherberginu og búin að tæma geymslurnar (allt á Sorpu, eiginlega:)) og mála gólfið í þeim þannig að bráðum get ég fyllt þær aftur ... af kössum kannski?:) núna er planið að fara aðra umferð í svefnherberginu og byrja á stofunni:) mamma er að hjálpa mér, hún er þvílíkur snillingur, var ég búin að minnast á hvað ég ætti yndislega mömmu?:)
góðar stundir
miðvikudagur, ágúst 17, 2005
sunnudagur, ágúst 14, 2005
Nokkrar athugasemdir um ... nokkur atriði
sumir eru möppudýr aðrir eru pokadýr en ég var að komast að því að ég er kassadýr, þar sem ég sit í í eldhúsinu get ég talið ellefu kassa ... og það eru fleiri í stofunni og fleiri í svefnherberginu ... og ég held ég þurfi að leita mér aðstoðar því ég keypti mér fjóra nýja kassa í IKEA í dag, fjóra!! hvað hef ég við fjóra nýja kassa að gera? en mikið rosalega eru þeir flottir:) ... ég keypti mér líka stílabók ... ég ætla ekki að segja meira um stílabækurnar en mig grunar að það séu einmitt nokkrir kassar fullir af þeim ... mig vantar BAA (box-aholics-anonymous) eða TBAA (text-book-aholic-anonymous) eða bæði?:)
Seifur er ofsalega yndislegur köttur og fyndinn og með sætt andlit og bleikt nef og vöðva útum allt en ég held að hann sé haldinn athyglisbrest því hann hoppar útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og ég segi honum í gegnum glerið að hann sé hálfviti og að ég ætli ekki að hleypa honum strax inn aftur og þá fer hann inn um gluggann aftur og svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina og horfir inn ... simple minds, simple pleasures? ég eða hann?:)
það á aldrei að hlusta á neinn disk aftur og aftur og aftur á sama tímabilinu því ef þú hlustar á hann aftur og aftur og aftur þá fer þér að finnast hann vera hrein snilld en tengir hann alltaf við tímabilið sem þú hlustaðir á hann aftur og aftur og aftur og það er klikkað erfitt að tengja hann við nýtt tímabil sem hefur ekkert með hin að gera ... eins og þegar þú ferð til dæmis hringinn í kringum landið á tveim vikum með tvo diska þá tengirðu þá alltaf við ferðina, það er ekki annað hægt:) en alltaf þegar þú hlustar á þá ferðu að hugsa um ferðina og tekur ekkert til ... ok, kannski ekki gott dæmi en þið skiljið hvað ég er að fara:) ég ætla hins vegar ekkert að gefast upp því ég á diska sem mér finnst vera æðislegir og mig langar til að halda áfram að hlusta á þá og ég ætla "vensla þá" uppá nýtt:) ... verð samt að fara að flýta mér því eins og ég segi ég hlustaði mikið á þá einu sinni og það er ekki svo mikið "eftir" af þeim - hversu oft er hægt að spila geisladiska áður en þeir "klárast"?
tiltektin gengur alveg ljómandi vel, ég er búin að setja saman kassana sem ég keypti í IKEA, þrír eru í sófanum og bíða frekari fyrirmæla en einn er fullur af geisladiskum ... það komust ekki allir diskarnir fyrir í honum, verð að finna aðra lausn á þessu:) svo er ég búin að taka fram ruslapoka og setja umbúðirnar af kössunum í hann og núna rétt í þessu var ég að lakka á mér táneglurnar ... eins og ég segi þetta rokgengur:)
Lifið heil
sumir eru möppudýr aðrir eru pokadýr en ég var að komast að því að ég er kassadýr, þar sem ég sit í í eldhúsinu get ég talið ellefu kassa ... og það eru fleiri í stofunni og fleiri í svefnherberginu ... og ég held ég þurfi að leita mér aðstoðar því ég keypti mér fjóra nýja kassa í IKEA í dag, fjóra!! hvað hef ég við fjóra nýja kassa að gera? en mikið rosalega eru þeir flottir:) ... ég keypti mér líka stílabók ... ég ætla ekki að segja meira um stílabækurnar en mig grunar að það séu einmitt nokkrir kassar fullir af þeim ... mig vantar BAA (box-aholics-anonymous) eða TBAA (text-book-aholic-anonymous) eða bæði?:)
Seifur er ofsalega yndislegur köttur og fyndinn og með sætt andlit og bleikt nef og vöðva útum allt en ég held að hann sé haldinn athyglisbrest því hann hoppar útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og stendur og horfir inn um svalahurðina þangað til ég hleypi honum inn svo hoppar hann útum gluggann og ég segi honum í gegnum glerið að hann sé hálfviti og að ég ætli ekki að hleypa honum strax inn aftur og þá fer hann inn um gluggann aftur og svo hoppar hann útum gluggann og stendur fyrir utan svalahurðina og horfir inn ... simple minds, simple pleasures? ég eða hann?:)
það á aldrei að hlusta á neinn disk aftur og aftur og aftur á sama tímabilinu því ef þú hlustar á hann aftur og aftur og aftur þá fer þér að finnast hann vera hrein snilld en tengir hann alltaf við tímabilið sem þú hlustaðir á hann aftur og aftur og aftur og það er klikkað erfitt að tengja hann við nýtt tímabil sem hefur ekkert með hin að gera ... eins og þegar þú ferð til dæmis hringinn í kringum landið á tveim vikum með tvo diska þá tengirðu þá alltaf við ferðina, það er ekki annað hægt:) en alltaf þegar þú hlustar á þá ferðu að hugsa um ferðina og tekur ekkert til ... ok, kannski ekki gott dæmi en þið skiljið hvað ég er að fara:) ég ætla hins vegar ekkert að gefast upp því ég á diska sem mér finnst vera æðislegir og mig langar til að halda áfram að hlusta á þá og ég ætla "vensla þá" uppá nýtt:) ... verð samt að fara að flýta mér því eins og ég segi ég hlustaði mikið á þá einu sinni og það er ekki svo mikið "eftir" af þeim - hversu oft er hægt að spila geisladiska áður en þeir "klárast"?
tiltektin gengur alveg ljómandi vel, ég er búin að setja saman kassana sem ég keypti í IKEA, þrír eru í sófanum og bíða frekari fyrirmæla en einn er fullur af geisladiskum ... það komust ekki allir diskarnir fyrir í honum, verð að finna aðra lausn á þessu:) svo er ég búin að taka fram ruslapoka og setja umbúðirnar af kössunum í hann og núna rétt í þessu var ég að lakka á mér táneglurnar ... eins og ég segi þetta rokgengur:)
Lifið heil
Komin heim úr Skorradalnum þar sem ég var á Fjölskylduhátíð björgunarsveitarinnar Ársæls ... langur titill:) búin að þrífa og skila bílnum hans pabba (sem er miklu, miklu, miklu sniðugri svefnstaður en tjald þegar það rignir og blæs og búist við stormi:)), bera allt dótið upp og er alveg að fara í sturtu, gat ekki beðið eftir að fara í almennilega sturtu alla leiðina heim og á meðan ég var að bera upp og þrífa bílinn en núna þegar ég get það loksins spranga ég hérna um íbúðina á boxerum og bol og nenni ekki fyrir mitt litla að þurrka mér eftir sturtuna - mig langar sko ennþá í sturtu en ég nenni ekki að þurrka mér þegar ég er búin í henni þannig að ég er að hugsa um að fresta því aðeins, bara aðeins lengur og gera eitthvað aðeins uppbyggilegra en að nenna ekki að þurrka mér þegar ég er komin í sturtuna og hanga í henni þangað til ég er orðin að rúsínu:) ... ég verð eiginlega að fara að taka til veit bara ekki alveg á hverju ég á að byrja:) kemur í ljós þegar ég byrja er það ekki?:)
ég fór í partý á föstudagskvölið til Ágústu sem var með mér í bekk í hmmmm .... 14 ár!! skemmti mér rosalega vel og tók nokkrar myndir sem ég er að setja inn á myndasíðuna mína, fullt af fólki og svo fórum við í bæinn og kíktum á nokkra staði:) mæli með því að fara í partý með fólki sem þú þekktir í menntaskóla en hefur ekki hitt síðan þá:) smá Twilight Zone fílingur:)
kíkti í IKEA líka á leiðinni heim áðan og hitti á Láru sem er í starfsþjálfun þarna, fyrsta helgin hennar:) tók sig rosalega vel út og að sjálfsögðu tók ég mynd af henni:)
Lookin' good!!
Góðar stundir
ég fór í partý á föstudagskvölið til Ágústu sem var með mér í bekk í hmmmm .... 14 ár!! skemmti mér rosalega vel og tók nokkrar myndir sem ég er að setja inn á myndasíðuna mína, fullt af fólki og svo fórum við í bæinn og kíktum á nokkra staði:) mæli með því að fara í partý með fólki sem þú þekktir í menntaskóla en hefur ekki hitt síðan þá:) smá Twilight Zone fílingur:)
kíkti í IKEA líka á leiðinni heim áðan og hitti á Láru sem er í starfsþjálfun þarna, fyrsta helgin hennar:) tók sig rosalega vel út og að sjálfsögðu tók ég mynd af henni:)
Lookin' good!!
Góðar stundir
miðvikudagur, ágúst 10, 2005
Sumt virkar deffinetlí skemmtilegra en annað:) spurning hvort ég myndi vilja keyra eða vera "ballestan"?:)
ég er nefnilega að skoða hjól á netinu á meðan ég þigg hjálp snillings með að koma gömlu myndunum inná nýju tölvuna:) vitið þið um einhvern sem er til í að skipta á mjög fínum willis-jeppa með hardtop og euroduro hjóli?:) ... bannað að segja pabba frá þessum pælingum en mig langar rosalega í mótorhjól og á ekki pening til að eiga bæði jeppa og hjól:)
haldiði að ég myndi ekki taka mig vel út á einu svona?
jú, ég held það barasta:)
Góðar stundir
ég er nefnilega að skoða hjól á netinu á meðan ég þigg hjálp snillings með að koma gömlu myndunum inná nýju tölvuna:) vitið þið um einhvern sem er til í að skipta á mjög fínum willis-jeppa með hardtop og euroduro hjóli?:) ... bannað að segja pabba frá þessum pælingum en mig langar rosalega í mótorhjól og á ekki pening til að eiga bæði jeppa og hjól:)
haldiði að ég myndi ekki taka mig vel út á einu svona?
jú, ég held það barasta:)
Góðar stundir
og hvað haldiði rúsínurnar mínar??
myndasíðan er barasta orðin nægilega "þétt" til að hleypa fólki inná hana:) ... hún er alls ekki orðin "fullkomin" ennþá og ég er bara búin að skíra/"útskýra" brota-brot af öllum myndunum sem eru á henni þannig að þið megið endilega kommenta eins og vindurinn - endilega!!! ef þið eruð á myndum sem eru óskírðar/"óútskýrðar" eða ef þið þekkið einhvern á þeim eða hvar þær eru teknar ... you get the picture:) megið endilega setja þær upplýsingar inn:) planið er auðvitað að skíra/"útskýra" þær allar en vá hvað það tekur langan tíma:)
en eins og þið munið sjá þá eru þetta aðallega myndir síðan í maí, síðan stafræna myndavélin komst aftur í gagnið, en fleiri munu bætast við, t.d. frá Grænlandi og Eyjum því ég var með einnota myndavélar þar ... ég setti þær í framköllun og átti að fá þær í dag en þegar ég sótti þær voru þær allar gallaðar (hár á hverri einustu mynd) þannig að ég bað um að þær væru lagaðar (borgaði nógu helvíti mikið fyrir þessa blessuðu framköllun!! mér finnst ég eiga að fá þær innrammaðar fyrir þetta okurverð!!) og fæ þær ekki fyrr en á morgun, vonandi:/ ... svo er haugur af myndum á gömlu tölvunni sem ég þarf að koma yfir á nýju tölvuna ... einhvern veginn:) just give me time:)
en hvað um það ... ég ritskoðaði myndirnar áður en ég setti þær inn en ef einhver er ósáttur er minnsta málið að láta mig vita og ég skal nota delete-takkann hið snarasta!! ... ég er rosalega dugleg við að nota hann:) ... búin að röfla nóg ... held barasta að ég sé stressuð yfir að linka á myndirnar:) ... og svo er auðvitað linkur hérna hægra megin, bæði á myndirnar og á emailið mitt ef einhver er ósáttur:)
kommentið eins og vindurinn!!
Góðar stundir, lifið heil og njótið myndanna:)
myndasíðan er barasta orðin nægilega "þétt" til að hleypa fólki inná hana:) ... hún er alls ekki orðin "fullkomin" ennþá og ég er bara búin að skíra/"útskýra" brota-brot af öllum myndunum sem eru á henni þannig að þið megið endilega kommenta eins og vindurinn - endilega!!! ef þið eruð á myndum sem eru óskírðar/"óútskýrðar" eða ef þið þekkið einhvern á þeim eða hvar þær eru teknar ... you get the picture:) megið endilega setja þær upplýsingar inn:) planið er auðvitað að skíra/"útskýra" þær allar en vá hvað það tekur langan tíma:)
en eins og þið munið sjá þá eru þetta aðallega myndir síðan í maí, síðan stafræna myndavélin komst aftur í gagnið, en fleiri munu bætast við, t.d. frá Grænlandi og Eyjum því ég var með einnota myndavélar þar ... ég setti þær í framköllun og átti að fá þær í dag en þegar ég sótti þær voru þær allar gallaðar (hár á hverri einustu mynd) þannig að ég bað um að þær væru lagaðar (borgaði nógu helvíti mikið fyrir þessa blessuðu framköllun!! mér finnst ég eiga að fá þær innrammaðar fyrir þetta okurverð!!) og fæ þær ekki fyrr en á morgun, vonandi:/ ... svo er haugur af myndum á gömlu tölvunni sem ég þarf að koma yfir á nýju tölvuna ... einhvern veginn:) just give me time:)
en hvað um það ... ég ritskoðaði myndirnar áður en ég setti þær inn en ef einhver er ósáttur er minnsta málið að láta mig vita og ég skal nota delete-takkann hið snarasta!! ... ég er rosalega dugleg við að nota hann:) ... búin að röfla nóg ... held barasta að ég sé stressuð yfir að linka á myndirnar:) ... og svo er auðvitað linkur hérna hægra megin, bæði á myndirnar og á emailið mitt ef einhver er ósáttur:)
kommentið eins og vindurinn!!
Góðar stundir, lifið heil og njótið myndanna:)
mánudagur, ágúst 08, 2005
Litla stelpan þeirra Gunnars og Debbýar heitir Amelía Laufey:) mjög falleg athöfn í gær og hún kippti sér ekkert upp við að presturinn bleytti á henni hárið ... hún meira að segja dottaði þegar á leið:)
ég er að setja inn myndir af þessu öllu saman, ég fékk nefnilega myndasíðu gefins í síðustu viku!!!! núna get ég auðveldlega sett allar myndirnar mínar inn:) ég er sem sagt að setja inn myndir þessa dagana en ég á svo hrikalega mikið af þeim að þetta tekur sinn tíma - þetta eru samt bara myndir síðan í maí þegar myndavélin fór að virka aftur:/ en ég á myndir á gömlu tölvunni minni líka sem ég set inn við tækifæri:)
... svo tekur þetta líka frekar langan tíma vegna þess að ég er frekar tækni-þroskaheft, til dæmis var ég rétt í þessu að delíta öllum myndunum sem ég hef sett inn í morgun því ég var á einhvern óskiljanlegan hátt sannfærð um að þessi myndanöfn hefðu ekkert með myndirnar sjálfar að gera, ég sé myndirnar á myndasíðunni ergó ég þarf ekki að hafa þessi nöfn á servernum!!!! ekki eðlilegur fáviti!!! :) ... ég eyðilagði samt ekki neitt ... nema vinnu;) þangað til getið þið kíkt á myndasíðuna hennar Evu, systir Debbýar, hún tók fullt af myndum í gær og þær fara að koma inn býst ég við:)
... núna ætla ég að fara að laga vitleysuna ... djö!!:)
Lifið heil
ég er að setja inn myndir af þessu öllu saman, ég fékk nefnilega myndasíðu gefins í síðustu viku!!!! núna get ég auðveldlega sett allar myndirnar mínar inn:) ég er sem sagt að setja inn myndir þessa dagana en ég á svo hrikalega mikið af þeim að þetta tekur sinn tíma - þetta eru samt bara myndir síðan í maí þegar myndavélin fór að virka aftur:/ en ég á myndir á gömlu tölvunni minni líka sem ég set inn við tækifæri:)
... svo tekur þetta líka frekar langan tíma vegna þess að ég er frekar tækni-þroskaheft, til dæmis var ég rétt í þessu að delíta öllum myndunum sem ég hef sett inn í morgun því ég var á einhvern óskiljanlegan hátt sannfærð um að þessi myndanöfn hefðu ekkert með myndirnar sjálfar að gera, ég sé myndirnar á myndasíðunni ergó ég þarf ekki að hafa þessi nöfn á servernum!!!! ekki eðlilegur fáviti!!! :) ... ég eyðilagði samt ekki neitt ... nema vinnu;) þangað til getið þið kíkt á myndasíðuna hennar Evu, systir Debbýar, hún tók fullt af myndum í gær og þær fara að koma inn býst ég við:)
... núna ætla ég að fara að laga vitleysuna ... djö!!:)
Lifið heil
föstudagur, ágúst 05, 2005
Ýtið tvisvar sinnum á F11 til að sjá alla síðuna:)
Smá prófasería:)
... og þetta er orðið gott:)
Smá prófasería:)
You Should Try Kite Surfing |
Surfing to the extreme! Catch some air, but don't get carried off! |
Your Sexy Brazilian Name Is |
Taís Tavares |
GUDRUN | ||
---|---|---|
G | is for | Glorious |
U | is for | Unreal |
D | is for | Dramatic |
R | is for | Revolutionary |
U | is for | Unique |
N | is for | Nervy |
Your Hawaiian Name is: |
Anani Oliana |
Cheese Pizza |
Traditional and comforting. You focus on living a quality life. You're not easily impressed with novelty. Yet, you easily impress others. |
The Keys to Your Heart |
You are attracted to those who are unbridled, untrammeled, and free. |
In love, you feel the most alive when your lover is creative and never lets you feel bored. |
You'd like to your lover to think you are loyal and faithful... that you'll never change. |
You would be forced to break up with someone who was insecure and in constant need of reassurance. |
Your ideal relationship is lasting. You want a relationship that looks to the future... one you can grow with. |
Your risk of cheating is low. Even if you're tempted, you'd try hard not to do it. |
You think of marriage as something precious. You'll treasure marriage and treat it as sacred. |
In this moment, you think of love as something you thirst for. You'll do anything for love, but you won't fall for it easily. |
Your Birthdate: August 27 |
Your birth on the 27th day of the month (9 energy) adds a tone of selflessness and humanitarianism to your life path. Certainly, you are one who can work very well with people, but at the same time you need a good bit of time to be by yourself to rest and meditate. There is a very humanistic and philanthropic approach in most of things that you do. This birthday helps you be broadminded, tolerant, generous and very cooperative. You are the type of person who uses persuasion rather than force to achieve your ends. You tend to be very sensitive to others' needs and feelings, and you able to give much in the way of friendship without expecting a lot in return. |
How You Life Your Life |
You seem to be straight forward, but you keep a lot inside. You tend to avoid confrontation and stay away from sticky situations. Your friends tend to be a as quirky as you are - which is saying a lot! Some of your past dreams have disappointed you, but you don't let it get you down. |
Your Hidden Talent |
And while this may not seem big, it can be. It's people like you who serve as the catalysts to major cultural changes. You're just a bit behind the scenes, so no one really notices. |
In a Past Life... |
You Were: A Gorgeous Viking. Where You Lived: Australia. How You Died: Buried alive. |
Your Boobies' Names Are: Mork and Mindy |
... og þetta er orðið gott:)
fimmtudagur, ágúst 04, 2005
Ég er að vinna með manni sem leynir ofsalega mikið á sér, hann talar ekki sérstaklega mikið ... amk ekki miðað við okkur hin sem samkjöftum ekki:) en þegar hann lætur heyra í sér eru það ósjaldan gullmolar. Áðan vorum við eins og svo oft áður að tala um Moggann og í þessu tilfelli um Fólk í fréttum síðuna þar sem var stór fyrirsögn "Sveittar stjörnur" og svo myndir af fullt af kvikmyndastjörnum og söngfólki með svitabletti undir höndunum og sveitt á enninu etc. ég spurði hvort þetta væri í alvörunni eitthvað sem ætti skilið að sjást á prenti? þá heyrist í vinnufélaga mínum "já ef það stendur í Mogganum. Í gamla daga var alltaf sagt að ef honum stæði ekki ætti að vefja hann í Moggann því það stendur allt í Mogganum ... ef þú fékkst hann ekki niður áttirðu að vefja honum í Þjóðviljan, það stendur ekkert í Þjóðviljanum".
Glampandi skemmtilegt:)
Glampandi skemmtilegt:)
Ekki sérstaklega langt síðan ég vaknaði en planið er að taka til aðeins á heimilinu í dag, áður en ég fer í vinnuna ... sjáum til hvernig það gengur:) það er að minnsta kosti gott plan og þau eru alltaf góð er það ekki?
hvað um það, ég fór á Gauk á stöng í gærkvöldi á Dragkeppni Íslands:) Tino The Tango Lover vann og að öðrum keppendum ólöstuðum þá bar hann af!! ótrúlega flottur dragkonungur:) ég reyndi að taka myndir en það gekk ekki þannig að þið verðið bara að sjá myndir í blöðunum í dag ... eða í þætti Sylvíu Nótt sem var í dómnefndinni ásamt myndatökumanni sem hafði ekki atkvæðarétt, held ég, en hann tók fullt af myndum:)
um að gera að koma sér að verki er það ekki?
hvað um það, ég fór á Gauk á stöng í gærkvöldi á Dragkeppni Íslands:) Tino The Tango Lover vann og að öðrum keppendum ólöstuðum þá bar hann af!! ótrúlega flottur dragkonungur:) ég reyndi að taka myndir en það gekk ekki þannig að þið verðið bara að sjá myndir í blöðunum í dag ... eða í þætti Sylvíu Nótt sem var í dómnefndinni ásamt myndatökumanni sem hafði ekki atkvæðarétt, held ég, en hann tók fullt af myndum:)
um að gera að koma sér að verki er það ekki?
miðvikudagur, ágúst 03, 2005
Fyndið, stysta persónuleikapróf í heimi:)
You are elegant, withdrawn, and brilliant. Your mind is a weapon, able to solve any puzzle. You are also great at poking holes in arguments and common beliefs. For you, comfort and calm are very important. You tend to thrive on your own and shrug off most affection. You prefer to protect your emotions and stay strong. |
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)