hvað er hún að gera inní eldhúsi? gætuð þið spurt ykkur ef þið sæjuð mig núna
hún situr þarna og þykist vera að blogga!!! gætuð þið sagt og hugsað með ykkur að ég sé eins og fólkið sem labbar með símann og þykist vera að tala í hann
hún getur ekki bloggað við eldhúsborðið því til þess að vera nettengd þarf hún að sitja við skrifborðið sitt og vera föst í alls konar snúrum ...
... ekki lengur!!! ég er komin með þráðlausa nettengingu!!:) ég get verið hvar sem er í íbúðinni minni eða útá svölum og bloggað og surfað og skoðað póstinn minn!!:) Einarinn kom í heimsókn á mánudagskvöldið með ráter og stakk öllu í samband fyrir mig, viss vass vúmm og núna get ég setið á dollunni og bloggað ef mig langar til þess:) hrein og tær snilld:) því miður get ég samt ekki alveg nýtt mér þetta núna því ég er að fara útúr bænum á morgun og verð að ákveða hvað ég ætla að taka með mér og þannig og svo þarf ég að fara í vinnuna líka ... en þessi þráðlausa tenging er ekkert að fara neitt:)
gargandi schnilld!!
miðvikudagur, júní 22, 2005
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli